Hærra verðlaunafé á HM í Fortnite en í mörgum af stóru íþróttamótunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2019 11:00 Kyle "Bugha” Giersdorf fékk ekki bara bikar í verðlaun heldur einnig 366 milljónir króna fyrir að vinna heimsmeistaratitilinn í Fortnite tölvuleiknum. Getty/Mike Stobe Foreldrarnir sem reka börnin sín úr tölvuleikjum og segja að ekkert sé upp úr þeim að hafa þurfa kannski að endurskoða afstöðu sína í framhaldi af fréttum helgarinnar. Sextán ára heimsmeistari í Fortnite tölvuleiknum varð um helgina þremur milljónum Bandaríkjadala ríkari. Strákurinn heitir Kyle Giersdorf og hafði betur í úrslitaleik á móti hinum fimmtán ára gamla Jaden Ashman. Kyle Giersdorf kallar sig Bugha á netinu og hann stóð hlæjandi og hristi bara hausinn þegar kom í ljós að hann hafði unnið. Hann var líka þarna að vinna sér inn 366 milljónir í íslenskum krónum. Jaden Ashman fékk næstum því eina milljón Bandaríkjadala, 122 milljónir íslenskar, fyrir að ná öðru sæti á mótinu.The best Fortnite player in the world 16-year-old @bugha takes the Fortnite World Cup Solos title and wins $3M pic.twitter.com/hgDFNZYpJu — B/R Gaming (@BRGaming) July 28, 2019 Þetta er sögulegt rafíþróttamót enda hafa verðlaun í slíku móti aldrei verið svona há. Alls skiptust 30 milljónir Bandaríkjadala á milli efstu keppenda. Keppendur frá 30 þjóðum tóku þátt, þar af voru 70 frá Bandaríkjunum, fjórtán frá Frakklandi og ellefu frá Bretlandi. Tvö hundruð milljónir eru skráðir sem Fortnite spilarar í heiminum en spilararnir geta spilað einir, sem tvíeyki, í fjögurra manna hóp eða í tuttugu manna hóp. Fortnite er hægt að spila með vinum eða með fólki sem þú þekkir ekki neitt. Það er því athyglisvert að skoða betur verðlaunafé heimsmeistarans í samanburði við verðlaunafé í mörgum af stóru íþróttamótunum heimsins þar sem íþróttafólkið keppir eitt og sér. Front Office Sports kannaði þetta og niðurstöðuna má sjá hér fyrir neðan. Þar kemur fram að aðeins Opna bandaríska meistaramótið í tennis skilar sigurvegara sínum meira í vasann á árinu 2019 en þarna vantar reyndar öll risamótin í golfi sem skila kylfingum einnig miklum fjárhæðum. Þessi skemmtilegi samanburður hér fyrir neðan sýnir samt um leið að rafíþróttamenn gætu farið að komast upp í hóp þeirra íþróttamanna sem hafa mest upp úr sinni íþróttaiðkun.Cool look from Statista at how this past weekend's Fortnite World Cup winner's prize stacks up against the winner's prize of other select sporting events this year. pic.twitter.com/200ACQSpzo — Front Office Sports (@frntofficesport) July 30, 2019 Rafíþróttir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sjá meira
Foreldrarnir sem reka börnin sín úr tölvuleikjum og segja að ekkert sé upp úr þeim að hafa þurfa kannski að endurskoða afstöðu sína í framhaldi af fréttum helgarinnar. Sextán ára heimsmeistari í Fortnite tölvuleiknum varð um helgina þremur milljónum Bandaríkjadala ríkari. Strákurinn heitir Kyle Giersdorf og hafði betur í úrslitaleik á móti hinum fimmtán ára gamla Jaden Ashman. Kyle Giersdorf kallar sig Bugha á netinu og hann stóð hlæjandi og hristi bara hausinn þegar kom í ljós að hann hafði unnið. Hann var líka þarna að vinna sér inn 366 milljónir í íslenskum krónum. Jaden Ashman fékk næstum því eina milljón Bandaríkjadala, 122 milljónir íslenskar, fyrir að ná öðru sæti á mótinu.The best Fortnite player in the world 16-year-old @bugha takes the Fortnite World Cup Solos title and wins $3M pic.twitter.com/hgDFNZYpJu — B/R Gaming (@BRGaming) July 28, 2019 Þetta er sögulegt rafíþróttamót enda hafa verðlaun í slíku móti aldrei verið svona há. Alls skiptust 30 milljónir Bandaríkjadala á milli efstu keppenda. Keppendur frá 30 þjóðum tóku þátt, þar af voru 70 frá Bandaríkjunum, fjórtán frá Frakklandi og ellefu frá Bretlandi. Tvö hundruð milljónir eru skráðir sem Fortnite spilarar í heiminum en spilararnir geta spilað einir, sem tvíeyki, í fjögurra manna hóp eða í tuttugu manna hóp. Fortnite er hægt að spila með vinum eða með fólki sem þú þekkir ekki neitt. Það er því athyglisvert að skoða betur verðlaunafé heimsmeistarans í samanburði við verðlaunafé í mörgum af stóru íþróttamótunum heimsins þar sem íþróttafólkið keppir eitt og sér. Front Office Sports kannaði þetta og niðurstöðuna má sjá hér fyrir neðan. Þar kemur fram að aðeins Opna bandaríska meistaramótið í tennis skilar sigurvegara sínum meira í vasann á árinu 2019 en þarna vantar reyndar öll risamótin í golfi sem skila kylfingum einnig miklum fjárhæðum. Þessi skemmtilegi samanburður hér fyrir neðan sýnir samt um leið að rafíþróttamenn gætu farið að komast upp í hóp þeirra íþróttamanna sem hafa mest upp úr sinni íþróttaiðkun.Cool look from Statista at how this past weekend's Fortnite World Cup winner's prize stacks up against the winner's prize of other select sporting events this year. pic.twitter.com/200ACQSpzo — Front Office Sports (@frntofficesport) July 30, 2019
Rafíþróttir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sjá meira