Fótbolti

Skortir sönnunargögn í nauðgunarmáli Neymar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Neymar spilar með frönsku meisturunum í PSG
Neymar spilar með frönsku meisturunum í PSG vísir/getty
Rannsókn á meintri nauðgun brasilísku knattspyrnustjörnunnar Neymar hefur verið stöðvuð vegna skorts á sönnunargögnum en lögregluyfirvöld í Sao Paulo í Brasilíu sjá um málið.

Saksóknarar hafa nú 15 daga til að taka ákvörðun um hvort eigi að fara lengra með málið.

Hinn 27 ára gamli Neymar hefur alltaf neitað sök í málinu en hann mætti til skýrslutöku vegna málsins fyrr í sumar.

Konan sem sakar Neymar um nauðgun er brasilísk en þau kynntust á samskiptamiðlinum Instagram og hittust á hóteli í París í maí á þessu ári. Neymar er leikmaður franska stórveldisins PSG.

Tengdar fréttir

Neymar sakaður um nauðgun

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar hefur verið sakaður um að hafa nauðgað konu á hóteli í París. Neymar er á mála hjá franska liðinu Paris Saint-Germain.

Nauðgun, skattsvik og meiðsli

Síðastliðið ár hefur ekki verið dans á rósum hjá brasilíska leikmanninum Neymar. Heimurinn fékk nóg af leikaraskap hans á HM, hann hefur tvisvar farið í leikbann – fyrir að móðga dómara og slá áhorfanda, misst fyrirliðabandið í l




Fleiri fréttir

Sjá meira


×