Ekki verið tilkynnt um tillögu um Fjarðarheiðargöng Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2019 17:57 Samgöngur til og frá Seyðisfjarðar um Fjarðarheiði geta verið strembnar á öllum árstímum. Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar segist ekki hafa verið tilkynnt um að jarðgöng undir Fjarðarheiði hafi orðið ofan á hjá nefnd sem kannaði hvernig best væri að tengja Seyðisfjörð við aðra byggð á Austurlandi. Ríkisútvarpið sagði frá því í dag að nefndin legði til langlengstu jarðgöng á landinu á milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða. Göngin yrðu 13,5 kílómetrar að lengd og kostuðu 25 milljarðar króna samkvæmt kostnaðarmati í samgönguáætlun. RÚV segir að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, ætli að kynna skýrslu nefndarinnar á miðvikudag en að það hafi heimildir fyrir því að nefndin leggi til göng undir Fjarðarheiði. Í samtali við Vísi segir Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar, að bæjarstjórninni hafi ekki verið tilkynnt um neina niðurstöðu formlega. Mikil leynd hafi hvílt yfir störfum nefndarinnar og segist hún bíða niðurstöðurnar, sem ráðherra geri væntanlega grein fyrir á fundi í næstu viku, spennt. „Þetta er það sem við höfum sagt að við viljum allan tímann. Auðvitað vona ég að það verði ofan á,“ segir hún um möguleg göng undir Fjarðarheiði.Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Lokast og verður illfær að vetri Íbúar á Seyðisfirði hafa verið ósáttir við samgöngur sínar en Fjarðarheiði, einn hæsti þjóðvegur landsins, lokast eða verður illfær reglulega að vetri. Heiðin er 640 metrar þar sem hún er hæst og er sá kafli um tíu kílómetrar að lengd. Aðalheiður segir að því séu aðstæður oft erfiðar á heiðinni. Það eigi ekki aðeins við á veturna því erfitt geti verið fyrir þá sem ekki þekkja til að keyra hana í blindaþoku sem gjarnan gerir þar. Margir treysti sér ekki til að aka heiðina. „Þetta er talsverður farartálmi,“ segir hún. Að sögn RÚV leggur nefndin til að eftir Fjarðarheiðargöng væri hægt að ráðast í framkvæmdir við önnur göng frá Seyðifirði til Mjóafjarðar og þaðan áfram til Norðfjarðar. Þá væri hægt að keyra um Austfirði án þess að fara yfir heiðar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar búa 673 manns á Seyðisfirði. Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar segist ekki hafa verið tilkynnt um að jarðgöng undir Fjarðarheiði hafi orðið ofan á hjá nefnd sem kannaði hvernig best væri að tengja Seyðisfjörð við aðra byggð á Austurlandi. Ríkisútvarpið sagði frá því í dag að nefndin legði til langlengstu jarðgöng á landinu á milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða. Göngin yrðu 13,5 kílómetrar að lengd og kostuðu 25 milljarðar króna samkvæmt kostnaðarmati í samgönguáætlun. RÚV segir að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, ætli að kynna skýrslu nefndarinnar á miðvikudag en að það hafi heimildir fyrir því að nefndin leggi til göng undir Fjarðarheiði. Í samtali við Vísi segir Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar, að bæjarstjórninni hafi ekki verið tilkynnt um neina niðurstöðu formlega. Mikil leynd hafi hvílt yfir störfum nefndarinnar og segist hún bíða niðurstöðurnar, sem ráðherra geri væntanlega grein fyrir á fundi í næstu viku, spennt. „Þetta er það sem við höfum sagt að við viljum allan tímann. Auðvitað vona ég að það verði ofan á,“ segir hún um möguleg göng undir Fjarðarheiði.Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Lokast og verður illfær að vetri Íbúar á Seyðisfirði hafa verið ósáttir við samgöngur sínar en Fjarðarheiði, einn hæsti þjóðvegur landsins, lokast eða verður illfær reglulega að vetri. Heiðin er 640 metrar þar sem hún er hæst og er sá kafli um tíu kílómetrar að lengd. Aðalheiður segir að því séu aðstæður oft erfiðar á heiðinni. Það eigi ekki aðeins við á veturna því erfitt geti verið fyrir þá sem ekki þekkja til að keyra hana í blindaþoku sem gjarnan gerir þar. Margir treysti sér ekki til að aka heiðina. „Þetta er talsverður farartálmi,“ segir hún. Að sögn RÚV leggur nefndin til að eftir Fjarðarheiðargöng væri hægt að ráðast í framkvæmdir við önnur göng frá Seyðifirði til Mjóafjarðar og þaðan áfram til Norðfjarðar. Þá væri hægt að keyra um Austfirði án þess að fara yfir heiðar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar búa 673 manns á Seyðisfirði.
Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira