Ótrúleg saga körfuboltastjörnu sem kvaddi körfuboltann á besta aldri og gerðist nunna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 13:00 Körfuboltakonan og lífleg nunna. Myndin tengist fréttinni ekki. Samsett/Getty Shelly Pennefather átti magnaðan feril í bandaríska háskólakörfuboltanum og hún átti heldur betur framtíðina fyrir sér sem atvinnumaður í körfubolta þegar hún tók risastóra ákvörðun aðeins 25 ára gömul. Shelly kvaddi ekki aðeins körfuboltann þegar hún sagði skilið við hefðbundið líf sitt í júní 1991. Shelly Pennefather kvaddi fjölskyldu sína, skipti um nafn og gekk í eitt strangasta klaustur í Bandaríkjunum. Hún hét ekki lengur Shelly heldur Systir Rose Marie. ESPN fór af stað og reyndi að komast að því hvað kom fyrir körfuboltastjörnuna Shelly Pennefather sem hefur ekki sést síðan í þessum júnímánuði fyrir 28 árum síðan. Úr varð mjög merkileg grein sem fær þá sem lesa til að pæla mikið í því hvernig hægt sé að taka svo stóra ákvörðun. Shelly kvaddi þarna fjölskyldu sína og sex systkini og síðustu dagarnir fóru í það að eyða sem mestum tíma með þeim. Þú gerðu ýmislegt skemmtilegt saman vitandi það að þau myndu aldrei geta gert það aftur.Shelly Pennefather remains Villanova basketball’s all-time leading scorer among both men and women. She walked away from a $200K a year salary playing professional basketball for the cloistered life of a Poor Claire nun. https://t.co/6sUuwrdj41 — espnW (@espnW) August 3, 2019 Shelly Pennefather lék með Villanova háskólaliðinu frá 1983 til 1987 og er enn stigahæsti leikmaður skólans frá upphafi og þá skiptir engu máli um hvort við séum að tala um karlmenn eða konur. Pennefather skoraði 2408 stig fyrir skólann eða 20,6 stig að meðaltali í leik. Eftir að háskólanáminu lauk þá fór hún í atvinnumennsku í Japan og spilaði í þrjú tímabil með liði Nippon Express. Þegar hún tók þá ákvörðun að hætta í körfubolta þá var hún að hafna 200 þúsund dollara árslaunum sem atvinnumaður í japanska körfuboltanum.Former Villanova star Shelly Pennefather left her family, friends and basketball to live as a cloistered nun. More than two decades later, Sister Rose Marie reaffirms her choice of faith over fortune. https://t.co/wWxWFiaDSY — ESPN Women's Hoops (@ESPN_WomenHoop) August 3, 2019 Laugardagsmorgunn í júní 1991 keyrði hún bílinn í klaustrið í Alexandria í Virginia-fylki. Fimmtán nunnur biðu eftir henni og tóku á móti henni. Shelly snéri sér að fjölskyldu sinni og sagði: „Ég elska ykkur öll“ en eftir það gekk hún inn í klaustrið og líf þeirra allra var breytt. Shelly var ekki að ganga í hvaða klaustur sem er heldur í eitt það strangasta sem til er. Nunnurnar mega aldrei yfirgefa klaustrið aftur nema vegna bráðaveikinda. Hún má aldrei hringja heim eða senda skilaboð. Fjölskylda hennar má þó heimsækja hana tvisvar á árinu. Hún má reyndar faðma fjölskyldu sína en bara á 25 ára fresti. Hún má líka skrifa bréf en aðeins ef einhver skrifar henni fyrst. Nunnurnar sofa á dýnum gerðum úr stráum. Þær vakna klukkan hálffeitt á hverri nóttu til að biðja og mega aldrei sofa lengur en í fjóra tíma í senn. Þær þurfa líka að ganga berfættar 23 klukkutíma á hverjum sólarhring. Hér fyrir neðan má sjá myndbrot af sögu Shelly Pennefather í tengslum við greinina um hana í ESPN.ESPN is debuting a new feature over the weekend about Villanova women's basketball coach Harry Peritta and former standout Shelly Pennefather, who became a cloistered nun 25 years ago. pic.twitter.com/Qci8bkGjk3 — Rob Tornoe (@RobTornoe) August 2, 2019 Greinin um Shelly Pennefather og hvað varð um hana er merkileg lesning en það má finna hana alla hér. Bandaríkin Körfubolti Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Shelly Pennefather átti magnaðan feril í bandaríska háskólakörfuboltanum og hún átti heldur betur framtíðina fyrir sér sem atvinnumaður í körfubolta þegar hún tók risastóra ákvörðun aðeins 25 ára gömul. Shelly kvaddi ekki aðeins körfuboltann þegar hún sagði skilið við hefðbundið líf sitt í júní 1991. Shelly Pennefather kvaddi fjölskyldu sína, skipti um nafn og gekk í eitt strangasta klaustur í Bandaríkjunum. Hún hét ekki lengur Shelly heldur Systir Rose Marie. ESPN fór af stað og reyndi að komast að því hvað kom fyrir körfuboltastjörnuna Shelly Pennefather sem hefur ekki sést síðan í þessum júnímánuði fyrir 28 árum síðan. Úr varð mjög merkileg grein sem fær þá sem lesa til að pæla mikið í því hvernig hægt sé að taka svo stóra ákvörðun. Shelly kvaddi þarna fjölskyldu sína og sex systkini og síðustu dagarnir fóru í það að eyða sem mestum tíma með þeim. Þú gerðu ýmislegt skemmtilegt saman vitandi það að þau myndu aldrei geta gert það aftur.Shelly Pennefather remains Villanova basketball’s all-time leading scorer among both men and women. She walked away from a $200K a year salary playing professional basketball for the cloistered life of a Poor Claire nun. https://t.co/6sUuwrdj41 — espnW (@espnW) August 3, 2019 Shelly Pennefather lék með Villanova háskólaliðinu frá 1983 til 1987 og er enn stigahæsti leikmaður skólans frá upphafi og þá skiptir engu máli um hvort við séum að tala um karlmenn eða konur. Pennefather skoraði 2408 stig fyrir skólann eða 20,6 stig að meðaltali í leik. Eftir að háskólanáminu lauk þá fór hún í atvinnumennsku í Japan og spilaði í þrjú tímabil með liði Nippon Express. Þegar hún tók þá ákvörðun að hætta í körfubolta þá var hún að hafna 200 þúsund dollara árslaunum sem atvinnumaður í japanska körfuboltanum.Former Villanova star Shelly Pennefather left her family, friends and basketball to live as a cloistered nun. More than two decades later, Sister Rose Marie reaffirms her choice of faith over fortune. https://t.co/wWxWFiaDSY — ESPN Women's Hoops (@ESPN_WomenHoop) August 3, 2019 Laugardagsmorgunn í júní 1991 keyrði hún bílinn í klaustrið í Alexandria í Virginia-fylki. Fimmtán nunnur biðu eftir henni og tóku á móti henni. Shelly snéri sér að fjölskyldu sinni og sagði: „Ég elska ykkur öll“ en eftir það gekk hún inn í klaustrið og líf þeirra allra var breytt. Shelly var ekki að ganga í hvaða klaustur sem er heldur í eitt það strangasta sem til er. Nunnurnar mega aldrei yfirgefa klaustrið aftur nema vegna bráðaveikinda. Hún má aldrei hringja heim eða senda skilaboð. Fjölskylda hennar má þó heimsækja hana tvisvar á árinu. Hún má reyndar faðma fjölskyldu sína en bara á 25 ára fresti. Hún má líka skrifa bréf en aðeins ef einhver skrifar henni fyrst. Nunnurnar sofa á dýnum gerðum úr stráum. Þær vakna klukkan hálffeitt á hverri nóttu til að biðja og mega aldrei sofa lengur en í fjóra tíma í senn. Þær þurfa líka að ganga berfættar 23 klukkutíma á hverjum sólarhring. Hér fyrir neðan má sjá myndbrot af sögu Shelly Pennefather í tengslum við greinina um hana í ESPN.ESPN is debuting a new feature over the weekend about Villanova women's basketball coach Harry Peritta and former standout Shelly Pennefather, who became a cloistered nun 25 years ago. pic.twitter.com/Qci8bkGjk3 — Rob Tornoe (@RobTornoe) August 2, 2019 Greinin um Shelly Pennefather og hvað varð um hana er merkileg lesning en það má finna hana alla hér.
Bandaríkin Körfubolti Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum