Spyrja sig að því hvernig NFL-stórstjarna gat fengið kalsár á fætur um mitt sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 12:30 Antonio Brown er sérstök týpa. Getty/Don Juan Moor Óvæntasta fréttamál ameríska fótboltans síðustu daga snýst um fæturna á einum besta útherja NFL-deildarinnar. Oakland Radiers fékk Antonio Brown frá Pittsburg Steelers og hann átti að verða stærsta stjarna liðsins á komandi tímabili. Það styttist í tímabilið en liðsfélagarnir hafa séð lítið af Antonio Brown inn á æfingavellinum. Antonio Brown er nú frá æfingum og keppni hjá Oakland Raiders vegna slæms ástands á fótunum hans eða réttara satt vega blöðrumyndunar og sýkingar undir iljum hans. Þessi frábæri leikmaður verður eitthvað áfram frá keppni á meðan læknalið Raiders leitar ráða til að laga á honum fæturna.The Raiders have no timetable on Antonio Brown after he was found with extreme frostbite on his feet from cryotherapy. Wow. SalPal reporting just now on SportsCenter. — Michele Steele (@ESPNMichele) August 7, 2019 Brown setti sjálfur mynd af fótum sínum á netið og fólk trúði því ekki hvernig fætur á heimsklassa íþróttamanni gætu litið svona út. Í fyrstu vissi enginn hvernig þetta gat gerst. Svo var gefin út sú skýring að hann hefði fengið kalsár í kæliklefa þar sem hann hefði verið berfættur í klefanum. Brown átti að hafa mætt í kæliklefann í blautum sokkum og það hafi aukið á kælinguna í klefanum.It all finally makes sense now!@AB84 macerated feet, infection and cold injury explained.https://t.co/g2KLfdBKYu — David J. Chao (@ProFootballDoc) August 7, 2019 Þessu tóku þeir ekki alveg trúanlegu sem þekkja til kæliklefa og frostskemmda. Kælimeðferð tekur aðeins örfáar mínútur en frostbruni er eitthvað sem gerist á löngum tíma. Þeir sem þekkja til sveppasýkinga og blöðrumyndanna á fótum eins og hjá Antonio Brown rekja þetta miklu frekar til raka og bleytu. Kælimeðferðin var að þeirra mati ekki ástæðan heldur aðeins það sem gerði illt verra. Allir eru samt sammála um að þetta sé mjög óvanalegt sem eykur um leið forvitni almennings. Antonio Brown og félagar í Oakland Radiers eru í Hard Knocks þáttunum í ár en fyrsti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 Sport í næstu viku. Þar verður þetta furðulega mál örugglega í aðalhlutverki. NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Sjá meira
Óvæntasta fréttamál ameríska fótboltans síðustu daga snýst um fæturna á einum besta útherja NFL-deildarinnar. Oakland Radiers fékk Antonio Brown frá Pittsburg Steelers og hann átti að verða stærsta stjarna liðsins á komandi tímabili. Það styttist í tímabilið en liðsfélagarnir hafa séð lítið af Antonio Brown inn á æfingavellinum. Antonio Brown er nú frá æfingum og keppni hjá Oakland Raiders vegna slæms ástands á fótunum hans eða réttara satt vega blöðrumyndunar og sýkingar undir iljum hans. Þessi frábæri leikmaður verður eitthvað áfram frá keppni á meðan læknalið Raiders leitar ráða til að laga á honum fæturna.The Raiders have no timetable on Antonio Brown after he was found with extreme frostbite on his feet from cryotherapy. Wow. SalPal reporting just now on SportsCenter. — Michele Steele (@ESPNMichele) August 7, 2019 Brown setti sjálfur mynd af fótum sínum á netið og fólk trúði því ekki hvernig fætur á heimsklassa íþróttamanni gætu litið svona út. Í fyrstu vissi enginn hvernig þetta gat gerst. Svo var gefin út sú skýring að hann hefði fengið kalsár í kæliklefa þar sem hann hefði verið berfættur í klefanum. Brown átti að hafa mætt í kæliklefann í blautum sokkum og það hafi aukið á kælinguna í klefanum.It all finally makes sense now!@AB84 macerated feet, infection and cold injury explained.https://t.co/g2KLfdBKYu — David J. Chao (@ProFootballDoc) August 7, 2019 Þessu tóku þeir ekki alveg trúanlegu sem þekkja til kæliklefa og frostskemmda. Kælimeðferð tekur aðeins örfáar mínútur en frostbruni er eitthvað sem gerist á löngum tíma. Þeir sem þekkja til sveppasýkinga og blöðrumyndanna á fótum eins og hjá Antonio Brown rekja þetta miklu frekar til raka og bleytu. Kælimeðferðin var að þeirra mati ekki ástæðan heldur aðeins það sem gerði illt verra. Allir eru samt sammála um að þetta sé mjög óvanalegt sem eykur um leið forvitni almennings. Antonio Brown og félagar í Oakland Radiers eru í Hard Knocks þáttunum í ár en fyrsti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 Sport í næstu viku. Þar verður þetta furðulega mál örugglega í aðalhlutverki.
NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Sjá meira