Sameiginlegir hagsmunir okkar allra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 9. ágúst 2019 07:00 Kjaraviðræður aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM) við ríki, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa staðið frá því í vor. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðunum og svo virðist sem samráð þessara þriggja viðsemjenda sín í milli tefji frekar fyrir en hitt. Kjaraviðræður eru nú að hefjast á ný að loknu sumarleyfi og rétt rúmur mánuður til stefnu því samkvæmt viðræðuáætlunum hyggjast flestir hafa náð samningum 15. september nk. Meginkröfur aðildarfélaga BHM í yfirstandandi kjaraviðræðum eru skýrar og sanngjarnar. Félögin hafa afþakkað krónutöluhækkanir enda eru þær í engu samræmi við uppbyggingu þess launakerfis sem háskólamenntaðir sérfræðingar hjá hinu opinbera starfa innan. Krafan um styttingu vinnuvikunnar hefur fengið nokkurn hljómgrunn hjá viðsemjendum BHM. Það vekur vonir um að hægt verði að stíga raunhæf skref í þessa átt í væntanlegum kjarasamningum. Samræming lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins kallar á að launakjör séu einnig samræmd milli markaða. Í samkomulagi sem bandalög opinberra starfsmanna gerðu við ríki og sveitarfélög árið 2016 var stefnt að því að jöfnun launa tæki 6–10 ár. Nú þegar eru liðin þrjú ár frá undirritun samkomulagsins og morgunljóst að taka verður fyrstu skref í átt til jöfnunar í yfirstandandi kjaraviðræðum. Þá er mikilvægt fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM að létta endurgreiðslubyrði námslána. Áætlað er að starfshópur sem forsætisráðherra skipaði til að fjalla um þetta mál skili niðurstöðum í lok sumars. BHM bindur vonir við að á grundvelli þeirra verði hægt að gera nauðsynlegar breytingar sem koma til móts við greiðendur námslána. Nú þarf að bretta upp ermar og gera góða kjarasamninga. Samninga sem tryggja háskólamenntuðum sérfræðingum hjá ríki, borg og sveitarfélögunum sanngjarnar launahækkanir og eðlilegar umbætur. Slíkir samningar myndu án nokkurs vafa auðvelda nýliðun og mönnun mikilvægra starfsstétta hjá hinu opinbera og bæta almannaþjónustuna í landinu. Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Sjá meira
Kjaraviðræður aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM) við ríki, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa staðið frá því í vor. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðunum og svo virðist sem samráð þessara þriggja viðsemjenda sín í milli tefji frekar fyrir en hitt. Kjaraviðræður eru nú að hefjast á ný að loknu sumarleyfi og rétt rúmur mánuður til stefnu því samkvæmt viðræðuáætlunum hyggjast flestir hafa náð samningum 15. september nk. Meginkröfur aðildarfélaga BHM í yfirstandandi kjaraviðræðum eru skýrar og sanngjarnar. Félögin hafa afþakkað krónutöluhækkanir enda eru þær í engu samræmi við uppbyggingu þess launakerfis sem háskólamenntaðir sérfræðingar hjá hinu opinbera starfa innan. Krafan um styttingu vinnuvikunnar hefur fengið nokkurn hljómgrunn hjá viðsemjendum BHM. Það vekur vonir um að hægt verði að stíga raunhæf skref í þessa átt í væntanlegum kjarasamningum. Samræming lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins kallar á að launakjör séu einnig samræmd milli markaða. Í samkomulagi sem bandalög opinberra starfsmanna gerðu við ríki og sveitarfélög árið 2016 var stefnt að því að jöfnun launa tæki 6–10 ár. Nú þegar eru liðin þrjú ár frá undirritun samkomulagsins og morgunljóst að taka verður fyrstu skref í átt til jöfnunar í yfirstandandi kjaraviðræðum. Þá er mikilvægt fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM að létta endurgreiðslubyrði námslána. Áætlað er að starfshópur sem forsætisráðherra skipaði til að fjalla um þetta mál skili niðurstöðum í lok sumars. BHM bindur vonir við að á grundvelli þeirra verði hægt að gera nauðsynlegar breytingar sem koma til móts við greiðendur námslána. Nú þarf að bretta upp ermar og gera góða kjarasamninga. Samninga sem tryggja háskólamenntuðum sérfræðingum hjá ríki, borg og sveitarfélögunum sanngjarnar launahækkanir og eðlilegar umbætur. Slíkir samningar myndu án nokkurs vafa auðvelda nýliðun og mönnun mikilvægra starfsstétta hjá hinu opinbera og bæta almannaþjónustuna í landinu. Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun