Úr fjármálunum hjá 66° norður til Íslandspósts Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. ágúst 2019 12:31 Þórhildur Ólöf Helgadóttir. Mynd/Íslandspóstur Þórhildur Ólöf Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Íslandspósti. Hún tekur við starfinu í lok sumars, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Í tilkynningu segir að Þórhildur hafi mikla reynslu á sviði fjármála og rekstrar en síðastliðin tvö ár hefur hún starfað sem fjármálastjóri 66° norður. Þar áður var hún fjármálastjóri bílaumboðsins Heklu frá 2014 til 2017 og fjármálastjóri Securitas. Áður starfaði hún sem verkefnastjóri hjá Deloitte. Þá sat hún í stjórn Sjóvá almennra um árabil og átti í sæti í stjórnum dótturfélaga 66°norður og Heklu. Þórhildur er með cand oecon-próf frá Háskóla Íslands. Hún er gift Stefáni Árna Auðólfssyni og á þrjú börn. „Það er sönn ánægja að ganga til liðs við Íslandspóst á þessum miklu umbreytingartímum sem fyrirtækið er að ganga í gegnum. Ég veit að þetta verður mjög krefjandi starf sem verður fullt af áskorunum en á sama tíma er þetta ótrúlega spennandi tækifæri og hlakka ég mikið til að byrja. Mikið hefur verið rætt um Íslandspóst á síðustu árum í fjölmiðlum og það er einstakt tækifæri að fá að taka þátt í að snúa rekstri fyrirtækisins við,“ er haft eftir Þórhildi í tilkynningu. Þá segir Birgir Jónsson forstjóri Íslandspósts að fyrirtækið haldi áfram að leggja áherslu á hagræðingu í rekstri fyrirtækisins, sem hefur verið í miklum fjárhagserfiðleikum að undanförnu. Áður hefur verið tilkynnt um að Íslandspóstur hyggist fækka framkvæmdastjórum og flytja í ódýrara húsnæði. Birgir segir að næstu skref í hagræðingaraðgerðum verði stigin síðar í þessum mánuði. „En þá munum við kynna enn frekari breytingar sem snúa að hagræðingu og breyttu skipulagi,“ segir Birgir. Þá þakkar hann fráfarandi framkvæmdastjóra fjármálasviðs, Helgu Sigríði Böðvarsdóttur, fyrir vel unnin störf. Íslandspóstur Vistaskipti Tengdar fréttir Starfsmönnum Íslandspósts tilkynnt um yfirvofandi uppsagnir Forstjóri Íslandspósts segir að umtalverður hluti millistjórnenda og skrifstofustarfsmanna verði sagt upp. Sársaukafyllstu aðgerðunum eigi að ljúka að mestu fyrir haustið. 3. júlí 2019 15:23 Nýr forstöðumaður hjá Póstinum Georg Haraldsson mun taka við starfi forstöðumanns Stafrænnar þjónustu hjá Íslandspósti í lok sumars, en hann mun stýra þróun og stefnumörkun á stafrænum þjónustuleiðum fyrirtækisins. 15. júlí 2019 10:50 Sesselía Birgisdóttir ráðin til Íslandspósts Sesselía Birgisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Þjónustu- og markaðssviðs Íslandspósts. 4. júlí 2019 15:13 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Þórhildur Ólöf Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Íslandspósti. Hún tekur við starfinu í lok sumars, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Í tilkynningu segir að Þórhildur hafi mikla reynslu á sviði fjármála og rekstrar en síðastliðin tvö ár hefur hún starfað sem fjármálastjóri 66° norður. Þar áður var hún fjármálastjóri bílaumboðsins Heklu frá 2014 til 2017 og fjármálastjóri Securitas. Áður starfaði hún sem verkefnastjóri hjá Deloitte. Þá sat hún í stjórn Sjóvá almennra um árabil og átti í sæti í stjórnum dótturfélaga 66°norður og Heklu. Þórhildur er með cand oecon-próf frá Háskóla Íslands. Hún er gift Stefáni Árna Auðólfssyni og á þrjú börn. „Það er sönn ánægja að ganga til liðs við Íslandspóst á þessum miklu umbreytingartímum sem fyrirtækið er að ganga í gegnum. Ég veit að þetta verður mjög krefjandi starf sem verður fullt af áskorunum en á sama tíma er þetta ótrúlega spennandi tækifæri og hlakka ég mikið til að byrja. Mikið hefur verið rætt um Íslandspóst á síðustu árum í fjölmiðlum og það er einstakt tækifæri að fá að taka þátt í að snúa rekstri fyrirtækisins við,“ er haft eftir Þórhildi í tilkynningu. Þá segir Birgir Jónsson forstjóri Íslandspósts að fyrirtækið haldi áfram að leggja áherslu á hagræðingu í rekstri fyrirtækisins, sem hefur verið í miklum fjárhagserfiðleikum að undanförnu. Áður hefur verið tilkynnt um að Íslandspóstur hyggist fækka framkvæmdastjórum og flytja í ódýrara húsnæði. Birgir segir að næstu skref í hagræðingaraðgerðum verði stigin síðar í þessum mánuði. „En þá munum við kynna enn frekari breytingar sem snúa að hagræðingu og breyttu skipulagi,“ segir Birgir. Þá þakkar hann fráfarandi framkvæmdastjóra fjármálasviðs, Helgu Sigríði Böðvarsdóttur, fyrir vel unnin störf.
Íslandspóstur Vistaskipti Tengdar fréttir Starfsmönnum Íslandspósts tilkynnt um yfirvofandi uppsagnir Forstjóri Íslandspósts segir að umtalverður hluti millistjórnenda og skrifstofustarfsmanna verði sagt upp. Sársaukafyllstu aðgerðunum eigi að ljúka að mestu fyrir haustið. 3. júlí 2019 15:23 Nýr forstöðumaður hjá Póstinum Georg Haraldsson mun taka við starfi forstöðumanns Stafrænnar þjónustu hjá Íslandspósti í lok sumars, en hann mun stýra þróun og stefnumörkun á stafrænum þjónustuleiðum fyrirtækisins. 15. júlí 2019 10:50 Sesselía Birgisdóttir ráðin til Íslandspósts Sesselía Birgisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Þjónustu- og markaðssviðs Íslandspósts. 4. júlí 2019 15:13 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Starfsmönnum Íslandspósts tilkynnt um yfirvofandi uppsagnir Forstjóri Íslandspósts segir að umtalverður hluti millistjórnenda og skrifstofustarfsmanna verði sagt upp. Sársaukafyllstu aðgerðunum eigi að ljúka að mestu fyrir haustið. 3. júlí 2019 15:23
Nýr forstöðumaður hjá Póstinum Georg Haraldsson mun taka við starfi forstöðumanns Stafrænnar þjónustu hjá Íslandspósti í lok sumars, en hann mun stýra þróun og stefnumörkun á stafrænum þjónustuleiðum fyrirtækisins. 15. júlí 2019 10:50
Sesselía Birgisdóttir ráðin til Íslandspósts Sesselía Birgisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Þjónustu- og markaðssviðs Íslandspósts. 4. júlí 2019 15:13