Íslenski boltinn

Pepsi Max mörkin fengu að skyggnast inn í lokaðan heim íslensku dómaranna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ívar Orri Kristjánsson.
Ívar Orri Kristjánsson. Vísir/Bára
„Er samtryggingin meiri í dómarastéttinni á Íslandi heldur en hjá læknum,“ spurði Logi Ólafsson einn besta dómara landsins í áhugaverðu innslagi um íslensku dómarana í Pepsi Max mörkunum.

Pepsi Max mörkin fengu að skyggnast inn í lokaðan heim íslensku dómaranna þegar þeir mættu á lokaðan fund dómara á dögunum og fengu einnig að fylgja dómaratríói eftir í krefjandi leik í Pepsi Max deildinni.

Í þætti Pepsi Max markanna í gær voru sýndar svipmyndir frá fundinum og þar má einnig finna viðtal Loga Ólafssonar við milliríkjadómarann Helga Mikael Jónasson.

„Það eru tveir svona stórir fundir hjá okkur á hverju tímabili. Þar förum við yfir klippur úr fyrstu sex eða sjö umferðunum og svo aftur úr næstu sex eða sjö umferðum. Þar erum við að stilla okkur inn á ákveðin brot og hvernig við ætlum að refsa þeim. Þannig að við séum að reyna að dæma þetta eins líkt og mögulegt er,“ sagði Helgi Mikael Jónasson, milliríkjadómari.

Logi Ólafsson fékk líka að fylgja Helgi Mikael eftir á leik sem hann dæmdi á milli ÍA og Vals í 14. umferð Pepsi Max deildarinnar. 

„Þú ert að taka að þér krefjandi starf í 90 mínútur og það er aldrei pása. Þetta er mjög krefjandi starf og það ýtti mér út í þetta,“ sagði Helgi Mikael þegar hann var spurður út í allt tuðið og nöldrið sem hann þarf að sitja undir í hverjum leik.

Hér fyrir neðan má sjá lengri útgáfu af innslaginu sem var sýnt í Pepsi Max mörkunum í gær.



Klippa: Pepsi Max mörkin: Skyggnst inn í heim íslensku dómaranna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×