Mikkeller og Systur einnig lokað Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. ágúst 2019 10:31 Hverfisgata 12 stendur við horn Ingólfsstrætis og Hverfisgötu. Á miðhæð var Systur að finna og Mikkeller & Friends á efri hæðum. Vísir/Stefán Öllum rekstri á Hverfisgötu 12 hefur verið hætt. Veitingastöðunum Dill, Systur og barnum Mikkeller & Friends hefur verið lokað, af óviðráðanlegum ástæðum að sögn aðstandenda.Fréttir gærdagsins af lokun Dill vöktu mikla athygli, enda staðurinn rómaður, vinsæll og sá eini á Íslandi sem hefur skartað Michelin-stjörnu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur rekstur staðarins af þeim sökum gengið prýðilega. Þá má ætla að hróður Dill hefði borist enn víðar innan tíðar, en staðnum átti að bregða fyrir í matreiðsluþáttum á Netflix. Eftir lokun Dill verður að teljast ólíklegt að af þeim áformum verði. Dill missti þó Michelin-stjörnu sína í upphafi árs.Tilkynning sem hangir á Hverfisgötu 12.Dill var til húsa á Hverfisgötu 12 en var innangengt af Ingólfsstræti, andspænis Gamla Bíói og hótelinu 101. Á horni Hverfisgötu var hina tvo veitingastaði hússins að finna, fyrrnefndan Mikkeler & Friends, sem sérhæfði sig í bjór, og Systir Restaurant sem dró nafn sitt af því að vera „systurveitingastaður“ Dills. Sá síðarnefndi opnaði í upphafi þessa árs og kom í stað hins svokallaða „Nafnlausa pizzustaðar.“ Sá var opnaður á vormánuðum ársins 2014 og vakti strax athygli, þá ekki síst fyrir nafnleysið sem vafðist fyrir mörgum. Dill, Mikkeller & Friends og Systir hefur nú öllum verið lokað sem fyrr segir. Ljóst er að lokun þeirra hefur borið brátt að enda birtu staðirnir síðast færslur á samfélagsmiðlum um verslunarmannahelgina. Þær bera ekki með sér að til stæði að loka stöðunum. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Gunnar Karl Gíslason og Kristinn Vilbergsson, eigendur Dill, en án árangurs og ekki hafa því fengist nákvæm svör um hvers vegna ákveðið var að loka stöðunum þremur. Það má þó gera sér í hugarlund að fækkun ferðamanna, auk framkvæmda við Hverfisgötu hvar staðirnir standa, hafi vafalítið tekið sinn toll hvað varðar aðsókn í sumar. Kristinn hefur verið í Portland á vesturströnd Bandaríkjanna í sumar ásamt Ólafi Ágústssyni, kokki á Dill, en til stendur að opna nýjan veitingastað og bar í borginni. Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið á Dill Veitingastaðnum Dill við Hverfisgötu hefur verið lokað. 7. ágúst 2019 13:02 Michelin-kokkur opnar veitingastað í elsta íbúðarhúsi Egilsstaða Hjónin Kári Þorsteinsson og Sólveig Bjarnadóttir opnuðu nýlega veitingastað á Egilsstöðum í elsta íbúðarhúsi bæjarins, Nielsenshúsi. Þau lýsa því sem langþráðum draumi að vera kominn aftur í sveitina en segja taktinn á Egilsstöðum allt öðru vísi en í Reykjavík – og hvað þá í Kaupmannahöfn. 25. júní 2019 14:00 Lítur ekki á stjörnumissinn sem einhvern heimsendi Framkvæmdastjóri Dill Restaurant segir það hafa komið flatt upp á starfslið Dill að hafa misst Michelin-stjörnuna í dag. 18. febrúar 2019 20:58 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Öllum rekstri á Hverfisgötu 12 hefur verið hætt. Veitingastöðunum Dill, Systur og barnum Mikkeller & Friends hefur verið lokað, af óviðráðanlegum ástæðum að sögn aðstandenda.Fréttir gærdagsins af lokun Dill vöktu mikla athygli, enda staðurinn rómaður, vinsæll og sá eini á Íslandi sem hefur skartað Michelin-stjörnu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur rekstur staðarins af þeim sökum gengið prýðilega. Þá má ætla að hróður Dill hefði borist enn víðar innan tíðar, en staðnum átti að bregða fyrir í matreiðsluþáttum á Netflix. Eftir lokun Dill verður að teljast ólíklegt að af þeim áformum verði. Dill missti þó Michelin-stjörnu sína í upphafi árs.Tilkynning sem hangir á Hverfisgötu 12.Dill var til húsa á Hverfisgötu 12 en var innangengt af Ingólfsstræti, andspænis Gamla Bíói og hótelinu 101. Á horni Hverfisgötu var hina tvo veitingastaði hússins að finna, fyrrnefndan Mikkeler & Friends, sem sérhæfði sig í bjór, og Systir Restaurant sem dró nafn sitt af því að vera „systurveitingastaður“ Dills. Sá síðarnefndi opnaði í upphafi þessa árs og kom í stað hins svokallaða „Nafnlausa pizzustaðar.“ Sá var opnaður á vormánuðum ársins 2014 og vakti strax athygli, þá ekki síst fyrir nafnleysið sem vafðist fyrir mörgum. Dill, Mikkeller & Friends og Systir hefur nú öllum verið lokað sem fyrr segir. Ljóst er að lokun þeirra hefur borið brátt að enda birtu staðirnir síðast færslur á samfélagsmiðlum um verslunarmannahelgina. Þær bera ekki með sér að til stæði að loka stöðunum. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Gunnar Karl Gíslason og Kristinn Vilbergsson, eigendur Dill, en án árangurs og ekki hafa því fengist nákvæm svör um hvers vegna ákveðið var að loka stöðunum þremur. Það má þó gera sér í hugarlund að fækkun ferðamanna, auk framkvæmda við Hverfisgötu hvar staðirnir standa, hafi vafalítið tekið sinn toll hvað varðar aðsókn í sumar. Kristinn hefur verið í Portland á vesturströnd Bandaríkjanna í sumar ásamt Ólafi Ágústssyni, kokki á Dill, en til stendur að opna nýjan veitingastað og bar í borginni.
Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið á Dill Veitingastaðnum Dill við Hverfisgötu hefur verið lokað. 7. ágúst 2019 13:02 Michelin-kokkur opnar veitingastað í elsta íbúðarhúsi Egilsstaða Hjónin Kári Þorsteinsson og Sólveig Bjarnadóttir opnuðu nýlega veitingastað á Egilsstöðum í elsta íbúðarhúsi bæjarins, Nielsenshúsi. Þau lýsa því sem langþráðum draumi að vera kominn aftur í sveitina en segja taktinn á Egilsstöðum allt öðru vísi en í Reykjavík – og hvað þá í Kaupmannahöfn. 25. júní 2019 14:00 Lítur ekki á stjörnumissinn sem einhvern heimsendi Framkvæmdastjóri Dill Restaurant segir það hafa komið flatt upp á starfslið Dill að hafa misst Michelin-stjörnuna í dag. 18. febrúar 2019 20:58 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Michelin-kokkur opnar veitingastað í elsta íbúðarhúsi Egilsstaða Hjónin Kári Þorsteinsson og Sólveig Bjarnadóttir opnuðu nýlega veitingastað á Egilsstöðum í elsta íbúðarhúsi bæjarins, Nielsenshúsi. Þau lýsa því sem langþráðum draumi að vera kominn aftur í sveitina en segja taktinn á Egilsstöðum allt öðru vísi en í Reykjavík – og hvað þá í Kaupmannahöfn. 25. júní 2019 14:00
Lítur ekki á stjörnumissinn sem einhvern heimsendi Framkvæmdastjóri Dill Restaurant segir það hafa komið flatt upp á starfslið Dill að hafa misst Michelin-stjörnuna í dag. 18. febrúar 2019 20:58