Íslenski boltinn

Pepsi Max mörkin um Víkingana: „Ungir menn með stæla en ég vil sjá meira frá þeim“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Árnason í leik með Víkingi á móti Val.
Kári Árnason í leik með Víkingi á móti Val. Vísir/Daníel
Víkingar hafa aðeins unnið einn af fimm leikjum sínum síðan þeir fengu til sín landsliðsmiðvörðinn Kára Árnason.

Hallbera Guðný Gísladóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna, vill sjá meira frá ungu strákunum í liðinu því það sé ekki nóg fyrir Víkingsliðið að vera með kanónurnar Kára Árnason og Sölva Geir Ottesen.

Víkingar fengu tvö mörk á sig í þriðja leiknum í röð þegar liðið tapaði á móti Stjörnunni í 15. umferð Pepsi Max deildar karla.

„Þú ert með Kára og Sölva. Þú ert ekki með neina smá kanónur í þessu liði,“ sagði Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsi Max markanna og beindi orðum sínum til Hallberu Guðnýjar Gísladóttur, sem var annar sérfræðinga þáttarins í gær.

„Ég lít á Kára og Sölva sem alvöru kanónur en hinir eru leikmenn sem eiga eftir að sanna sig,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir.

„Óttar Magnús líka,“ spurði Hörður. „Já mér finnst hann eiga eftir að sanna sig. Ég vil sjá meira frá þessum leikmönnum sem eru þarna. Þetta eru ungir og mjög efnilegir leikmenn,“ sagði Hallbera.

„Þeir spila skemmtilegan fótbolta, eru með stæla, þeir eru að taka skæri og plata menn en ég myndi vilja sjá þá stíga aðeins upp,“ sagði Hallbera.

Það má sjá umfjöllunina um Víkingsliðið í myndbandinu hér fyrir neðan.



Klippa: Pepsi Max mörkin: Víkingar eftir komu Kára



Fleiri fréttir

Sjá meira


×