Íslenski boltinn

Pepsi Max mörkin: „Þetta sýnir að Arnþór Ingi er með alvöru hreðjar“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnþór Ingi Kristinsson fær boltann á mjög viðkvæman stað eftir þrumuskot frá Stefáni Alexander Ljubicic.
Arnþór Ingi Kristinsson fær boltann á mjög viðkvæman stað eftir þrumuskot frá Stefáni Alexander Ljubicic. Skjámynd/Stöð 2 Sport
KR-ingurinn Arnþór Ingi Kristinsson er harður af sér og hefur komið með sína einstöku ósérhlífni inn á miðjuna hjá toppliði KR í Pepsi Max deild karla í sumar.

Arnþór Ingi Kristinsson kom til KR frá Víkingum í vetur og það voru ekki allir á því að honum tækist að vinna sér sæti í byrjunarliði Vesturbæjarliðsins hvað þá að taka að sér lykilhlutverk eins og hann hefur verið í á þessari leiktíð.

En hversu harður er hann? Pepsi Max mörkin sýndu dæmi um það í þætti sínum í gær þar sem farið var yfir fimmtándu umferðina.

KR vann þá 5-2 sigur á Grindavík og er enn þá með tíu stiga forystu á toppi deildarinnar.

„Við skulum bara láta hljóð og myndir tala,“ sagði Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsi Max markanna, áður en sýnt var frá atvikinu með Arnþóri Inga Kristinssyni í leiknum á móti Grindavík.

Það mátti heyra smellinn út á Nes þegar Grindvíkingurinn Stefán Alexander Ljubicic skaut boltanum með miklum krafti í mjög viðkvæman stað á Arnþóri Inga og af mjög stuttu færi.

„Reynir, að Arnþór Ingi skuli standa upp eftir þetta,“ sagði Hörður en Arnþór Ingi fékk boltann beint í punginn.

„Hann er ótrúlegur. Þetta er hörku nagli sem KR-inga vantaði. Það að hann skuli standa upp eftir þetta sýnir að hann er með alvöru hreðjar,“ sagði Reynur Leósson, sérfræðingur í Pepsi Max mörkunum.

Það má sjá atvikið og umræðuna í myndbandinu hér fyrir neðan.



Klippa: Pepsi Max mörkin: Pungspark



Fleiri fréttir

Sjá meira


×