Íslenski boltinn

Sjáðu sigurmark Pedersen, mörkin úr Garðabænum og burstið í Kópavoginum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnleifur fagnar í kvöld.
Gunnleifur fagnar í kvöld. VÍSIR/DANÍEL
Átta mörk voru skoruð í Pepsi Max-deildinni er 15. umferðin í deildinni kláraðist en flest mörkin komu á Kópavogsvelli.

Breiðablik skoraði fjögur mörk gegn KA í Kópavoginum en gestirnir að norðan sáu aldrei til sólar. Thomas Mikkelsen gerði tvö mörk og þeir Alexander Helgi Sigurðarson og Brynjólfur Darri Willumsson sitt hvort.

Í Garðabænum unnu Stjörnumenn 2-1 sigur á Víkingi. Staðan var markalaus í hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks skoruðu þeir Jósef Kristinn Jósefsson og Hilmar Árni Halldórsson. Óttar Magnús Karlsson minnkaði muninn í endurkomunni í Pepsi Max-deildina.

Valur hefur unnið tvo leiki í röð eftir 1-0 sigur á Fylki. Markið skoraði Daninn, Patrick Pedersen, á 37. mínútu og Valsmenn komnir í 4. sætið. Fylkir eru í 8. sætinu.

Öll mörkin má sjá hér að neðan.



Klippa: Valur - Fylkir 1-0




Klippa: Breiðablik - KA 4-0




Klippa: Stjarnan - Víkingur R. 2-1

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×