Óli Stefán: Stóð ekki steinn yfir steini Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2019 21:09 Óla Stefáni var ekki skemmt eftir leikinn gegn Breiðabliki. vísir/bára Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna gegn Breiðabliki í kvöld. KA-menn töpuðu, 4-0, og eru enn í fallsæti. „Ég er gríðarlega svekktur og óánægður með hvernig mínir menn mættu til leiks. Það kom mér svolítið á óvart, miðað við hvernig undirbúningurinn var, að það hafi ekki staðið steinn yfir steini í neinu sem við gerðum,“ sagði Óli Stefán við Vísi eftir leik. „Ég hef oft sagt við þessa stráka að þeir séu góðir í fótbolta. Það er engin spurning. En þegar hugarfarið er ekki rétt og þú vinnur ekki grunnvinnuna verður þetta erfitt. Það vantaði allan vilja og við gerðum þetta nokkuð þægilegt fyrir Blika. Ég tek samt ekkert af þeim. Þeir voru mjög flottir í leiknum.“ KA var 2-0 undir í hálfleik. Óli Stefán segist hvaða hvatt sína menn til að færa sig framar í seinni hálfleik. Þeir gerðu það en sóknir KA voru frekar máttlitlar. „Við ákváðum að fara framar og standa nær þeim. Í fyrri hálfleik settum við enga pressu á þá og þeir gátu gert það sem þeir vildu. En þegar líða tók á seinni hálfleik fannst mér við gera þeim erfiðara fyrir. Ég breytti líka um leikaðferð, fór í fjögurra manna vörn, og þá fannst mér við ógna þeim. Það hefði breytt miklu ef við hefðum minnkað muninn í 2-1 en í staðinn skoruðu þeir þriðja markið,“ sagði Óli Stefán. Hann vonast til að lægðin verði ekki djúp og hans menn nái sér fljótt á strik á ný. „Þetta eru þrjú töpuð stig. Við töpuðum illa í kvöld og vorum ekki góðir. En sem betur fer er stutt í næsta leik þar sem við getum gírað okkar upp og svarað fyrir okkur. Við þurfum að slá hvorn annan svolítið fast í andlitið núna og sjá til þess að við vinnum grunnvinnuna í næsta leik,“ sagði Óli Stefán. Aron Dagur Birnuson, markvörður KA, fór meiddur af velli eftir að Breiðablik komst í 1-0. Hann lenti í samstuði og var illa haldinn. „Staðan er held ég ekki góð. Hann er uppi á sjúkrahúsi í myndatöku. Þetta leit ekkert sérstaklega vel út,“ sagði Óli Stefán. „Hann fékk högg á lærið sem bólgnaði snöggt og mikið upp. Þetta var ekki gott. Við verðum bara að sjá hver staðan er á honum.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: Breiðablik - KA 4-0 | Yfirburðir Blika Breiðablik styrkti stöðu sína í 2. sæti Pepsi Max-deild karla með öruggum sigri á KA, 4-0, á Kópavogsvelli. 7. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna gegn Breiðabliki í kvöld. KA-menn töpuðu, 4-0, og eru enn í fallsæti. „Ég er gríðarlega svekktur og óánægður með hvernig mínir menn mættu til leiks. Það kom mér svolítið á óvart, miðað við hvernig undirbúningurinn var, að það hafi ekki staðið steinn yfir steini í neinu sem við gerðum,“ sagði Óli Stefán við Vísi eftir leik. „Ég hef oft sagt við þessa stráka að þeir séu góðir í fótbolta. Það er engin spurning. En þegar hugarfarið er ekki rétt og þú vinnur ekki grunnvinnuna verður þetta erfitt. Það vantaði allan vilja og við gerðum þetta nokkuð þægilegt fyrir Blika. Ég tek samt ekkert af þeim. Þeir voru mjög flottir í leiknum.“ KA var 2-0 undir í hálfleik. Óli Stefán segist hvaða hvatt sína menn til að færa sig framar í seinni hálfleik. Þeir gerðu það en sóknir KA voru frekar máttlitlar. „Við ákváðum að fara framar og standa nær þeim. Í fyrri hálfleik settum við enga pressu á þá og þeir gátu gert það sem þeir vildu. En þegar líða tók á seinni hálfleik fannst mér við gera þeim erfiðara fyrir. Ég breytti líka um leikaðferð, fór í fjögurra manna vörn, og þá fannst mér við ógna þeim. Það hefði breytt miklu ef við hefðum minnkað muninn í 2-1 en í staðinn skoruðu þeir þriðja markið,“ sagði Óli Stefán. Hann vonast til að lægðin verði ekki djúp og hans menn nái sér fljótt á strik á ný. „Þetta eru þrjú töpuð stig. Við töpuðum illa í kvöld og vorum ekki góðir. En sem betur fer er stutt í næsta leik þar sem við getum gírað okkar upp og svarað fyrir okkur. Við þurfum að slá hvorn annan svolítið fast í andlitið núna og sjá til þess að við vinnum grunnvinnuna í næsta leik,“ sagði Óli Stefán. Aron Dagur Birnuson, markvörður KA, fór meiddur af velli eftir að Breiðablik komst í 1-0. Hann lenti í samstuði og var illa haldinn. „Staðan er held ég ekki góð. Hann er uppi á sjúkrahúsi í myndatöku. Þetta leit ekkert sérstaklega vel út,“ sagði Óli Stefán. „Hann fékk högg á lærið sem bólgnaði snöggt og mikið upp. Þetta var ekki gott. Við verðum bara að sjá hver staðan er á honum.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: Breiðablik - KA 4-0 | Yfirburðir Blika Breiðablik styrkti stöðu sína í 2. sæti Pepsi Max-deild karla með öruggum sigri á KA, 4-0, á Kópavogsvelli. 7. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Umfjöllun og einkunnir: Breiðablik - KA 4-0 | Yfirburðir Blika Breiðablik styrkti stöðu sína í 2. sæti Pepsi Max-deild karla með öruggum sigri á KA, 4-0, á Kópavogsvelli. 7. ágúst 2019 21:00