Áhugi auðmanna á jarðarkaupum á Íslandi kunni að tengjast vatnsréttindum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. ágúst 2019 19:02 Forsætisráðherra telur að aukinn áhugi auðmanna á að kaupa jarðir á Íslandi kunni að tengjast vatnsréttindum og öðrum verðmætum hlunnindum í tengslum við loftslagsbreytingar. Þetta hafi menn ekki séð fyrir við gerð gildandi laga frá 2004. Fyrirhugaðar breytingar á lögum sem takmarka eiga eignarhald erlendra auðmanna hafi mátt líða fyrir það hvað málið heyrir undir mörg ráðuneyti. Haft er eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, í Fréttablaðinu í dag að hann undrist seinagang starfshóps forsætisráðherra um jarðarkaup útlendinga. Málið verður á dagskrá sumarfundar ríkisstjórnarinnar sem fer fram í Mývatnssveit á morgun. „Fólk kvartar hér undan seinagangi í þessari vinnu en staðreyndin er sú að við erum með jarðarlög frá 2004 sem samþykkt voru í tíð þáverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna og nutu raunar fylgis allra flokka nema Vinstri grænna á þeim tíma,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þá hafi menn ef til vill ekki séð fyrir að fjárfesting í landi myndi geta orðið jafn dýrmæt og raun beri vitni nú. „Eins og við erum í raun og veru að sjá núna í heiminum þar sem verið er að fjárfesta í landi og ekki síst þeim auðlindaréttindum sem fylgja fjárfestingu í landi og þá er ég til dæmis að tala um vatnsréttindi. Þannig að það er auðvitað mikilvægt að fara yfir sögu þessa máls og fara yfir hvað er hægt að gera til þess að setja á einhverjar takmarkanir,“ segir Katrín. Hún segir slíkar hömlur ekki stangast á við skuldbindingar gagnvart EES-samningnum. „Að mínu viti snýst þetta um ákveðin fullveldissjónarmið að það sé eðlilegt að við höfum ákveðna yfirsýn og yfirstjórn á því hvernig landið er nýtt og það hafa flest ríkin í krinum okkur gert,“ segir Katrín. „Staðreyndin er sú að þetta mál hefur liðið fyrir það hvað það heyrir undir mörg ráðuneyti. Ég hef síðan ákveðið að taka þetta mál til mín, ég hef fengið til mín utanaðkomandi sérfræðinga til þess að vinna úr þeim gögnum sem eru til í hverju ráðuneyti til þess að gera tillögur að því hvaða lagabreytingar er hægt að gera og eins og hefur komið fram stefni ég að því að þær verði tilbúnar fyrir þetta komandi þing,“ segir Katrín. Alþingi Loftslagsmál Tengdar fréttir Jafnvægi milli þess að gæta almannahagsmuna og tryggja eignarétt Forsætisráðherra segir að pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 19:15 Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup Mikill stuðningur er við að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þannig segjast tæp 84 prósent mjög eða frekar sammála frekari skorðum en aðeins fimm prósent eru því ósammála. Andstaðan við jarðakaup eykst með aldri. 30. júlí 2019 06:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Forsætisráðherra telur að aukinn áhugi auðmanna á að kaupa jarðir á Íslandi kunni að tengjast vatnsréttindum og öðrum verðmætum hlunnindum í tengslum við loftslagsbreytingar. Þetta hafi menn ekki séð fyrir við gerð gildandi laga frá 2004. Fyrirhugaðar breytingar á lögum sem takmarka eiga eignarhald erlendra auðmanna hafi mátt líða fyrir það hvað málið heyrir undir mörg ráðuneyti. Haft er eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, í Fréttablaðinu í dag að hann undrist seinagang starfshóps forsætisráðherra um jarðarkaup útlendinga. Málið verður á dagskrá sumarfundar ríkisstjórnarinnar sem fer fram í Mývatnssveit á morgun. „Fólk kvartar hér undan seinagangi í þessari vinnu en staðreyndin er sú að við erum með jarðarlög frá 2004 sem samþykkt voru í tíð þáverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna og nutu raunar fylgis allra flokka nema Vinstri grænna á þeim tíma,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þá hafi menn ef til vill ekki séð fyrir að fjárfesting í landi myndi geta orðið jafn dýrmæt og raun beri vitni nú. „Eins og við erum í raun og veru að sjá núna í heiminum þar sem verið er að fjárfesta í landi og ekki síst þeim auðlindaréttindum sem fylgja fjárfestingu í landi og þá er ég til dæmis að tala um vatnsréttindi. Þannig að það er auðvitað mikilvægt að fara yfir sögu þessa máls og fara yfir hvað er hægt að gera til þess að setja á einhverjar takmarkanir,“ segir Katrín. Hún segir slíkar hömlur ekki stangast á við skuldbindingar gagnvart EES-samningnum. „Að mínu viti snýst þetta um ákveðin fullveldissjónarmið að það sé eðlilegt að við höfum ákveðna yfirsýn og yfirstjórn á því hvernig landið er nýtt og það hafa flest ríkin í krinum okkur gert,“ segir Katrín. „Staðreyndin er sú að þetta mál hefur liðið fyrir það hvað það heyrir undir mörg ráðuneyti. Ég hef síðan ákveðið að taka þetta mál til mín, ég hef fengið til mín utanaðkomandi sérfræðinga til þess að vinna úr þeim gögnum sem eru til í hverju ráðuneyti til þess að gera tillögur að því hvaða lagabreytingar er hægt að gera og eins og hefur komið fram stefni ég að því að þær verði tilbúnar fyrir þetta komandi þing,“ segir Katrín.
Alþingi Loftslagsmál Tengdar fréttir Jafnvægi milli þess að gæta almannahagsmuna og tryggja eignarétt Forsætisráðherra segir að pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 19:15 Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup Mikill stuðningur er við að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þannig segjast tæp 84 prósent mjög eða frekar sammála frekari skorðum en aðeins fimm prósent eru því ósammála. Andstaðan við jarðakaup eykst með aldri. 30. júlí 2019 06:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Jafnvægi milli þess að gæta almannahagsmuna og tryggja eignarétt Forsætisráðherra segir að pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 19:15
Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30
Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup Mikill stuðningur er við að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þannig segjast tæp 84 prósent mjög eða frekar sammála frekari skorðum en aðeins fimm prósent eru því ósammála. Andstaðan við jarðakaup eykst með aldri. 30. júlí 2019 06:00