Líklegt að önnur bílaumboð eigi eftir að fylgja eftir með betri fjármögnunarleiðum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. ágúst 2019 12:30 Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman um tæp fjörutíu prósent frá síðasta ári. Vísir/Vilhelm Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman um tæp fjörutíu prósent frá síðasta ári. Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda telur að ný fjármögnunarleið eigi eftir að glæða markaðinn en áréttar að fólk kynni sér lánakjör vel. Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman um þrjátíu og átta prósent frá síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá Bílagreinasambandinu. Óðinn Valdimarsson, verkefnastjóri segir þó að hafa verði í huga að síðasta ár, og ári tvö þar á undan hafi verið þau stærstu í bílasölusögunni. Í Morgunblaðinu í morgun er greint frá því að bílaumboðið BL muni bjóða viðskiptavinum sínum bílafjármögnun sem sé um helmingi ódýrari en hagstæðustu bílalán á markaðinum í dag. Frá morgundeginum stendur til boða að taka lán á föstum þriggja komma níutíu og fimm prósenta, óverðtryggðum vöxtum. Þá verða heldur engin lántökugjöld innheimt. Óðinn segir fjármögnunarleiðina ekki nýja af nálinni. „Það er í mörg ár búið að vera í boði til dæmis bílalán með núll prósent vöxtum sem byrjuðu árið 2014 og mörg bílaupboð tóku upp og sumir enn þá með en önnur ekki. Þetta er í sjálfu sér eitthvað sem var viðbúið í þessu samkeppnisumhverfi sem við erum í og er á bílamarkaðnum, segir Óðinn.Telur þú að önnur umboð eigi eftir að fylgja eftir? „Ég hef engar upplýsingar um það en mér þætti líklegt að einhver umboð mundu líkja eftir þessu að einhverju leiti allavega. Það er það sem gerðir 2014 þegar vaxtalausu lánin komu,“ segir Óðinn.Mun hafa áhrif á markaðinn Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félag Íslenskra bifreiðaeigenda segir að boðuð fjármögnunarleið eigi eftir að hafa töluverð áhrif á markaðinn. „Við sjáum það að vextir á bílánum eru að lækka verulega með þessu útspili BL, í samstarfi við fjármögnunarfyrirtækið Lykil. Það er reyndar eitt sem að fólk verður að hafa í huga ef það er í bílahugleiðingum en það er að í nokkurn veginn öllum tilvikum fær fólk einhverskonar staðgreiðsluafslátt ef það hefur fjármagnið í höndunum en það er ekki í boði ef þú tekur svona lán. Engu að síður eru þetta betri kjör en hafa boðist fram að þessu,“ segir Runólfur. Runólfur segir ekki óalgengt að bílasalar bjóði 5-6% afslátt af bíl sem sé staðgreiddur. „Ef þú ert að tala um tíu milljón króna bíl, þá ert þú að tala um fimm til sex hundruð þúsund krónur og þarna stendur ekkert lántökugjald, þannig að þetta er svolítið dýrt lántökugjald ef þú hugsar að út frá því,“ segir Runólfur. Neytendur Samgöngur Tengdar fréttir 40 prósenta samdráttur í sölu nýrra fólksbíla 40,8 prósenta samdráttur varð í sölu nýrra fólksbíla bíla í janúar og febrúar 2019 samanborið við sama tímabil árið 2018. Alls voru skráðir 1.647 nýir fólksbílar í janúar og febrúar 2019. 7. mars 2019 10:16 Bílasalan næmari fyrir umræðunni Þjóðfélagsumræðan í vetur hafði töluverð áhrif á bílasölu. Aftur á móti jókst eftirspurn eftir bílaleigubílum. 24. janúar 2019 07:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman um tæp fjörutíu prósent frá síðasta ári. Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda telur að ný fjármögnunarleið eigi eftir að glæða markaðinn en áréttar að fólk kynni sér lánakjör vel. Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman um þrjátíu og átta prósent frá síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá Bílagreinasambandinu. Óðinn Valdimarsson, verkefnastjóri segir þó að hafa verði í huga að síðasta ár, og ári tvö þar á undan hafi verið þau stærstu í bílasölusögunni. Í Morgunblaðinu í morgun er greint frá því að bílaumboðið BL muni bjóða viðskiptavinum sínum bílafjármögnun sem sé um helmingi ódýrari en hagstæðustu bílalán á markaðinum í dag. Frá morgundeginum stendur til boða að taka lán á föstum þriggja komma níutíu og fimm prósenta, óverðtryggðum vöxtum. Þá verða heldur engin lántökugjöld innheimt. Óðinn segir fjármögnunarleiðina ekki nýja af nálinni. „Það er í mörg ár búið að vera í boði til dæmis bílalán með núll prósent vöxtum sem byrjuðu árið 2014 og mörg bílaupboð tóku upp og sumir enn þá með en önnur ekki. Þetta er í sjálfu sér eitthvað sem var viðbúið í þessu samkeppnisumhverfi sem við erum í og er á bílamarkaðnum, segir Óðinn.Telur þú að önnur umboð eigi eftir að fylgja eftir? „Ég hef engar upplýsingar um það en mér þætti líklegt að einhver umboð mundu líkja eftir þessu að einhverju leiti allavega. Það er það sem gerðir 2014 þegar vaxtalausu lánin komu,“ segir Óðinn.Mun hafa áhrif á markaðinn Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félag Íslenskra bifreiðaeigenda segir að boðuð fjármögnunarleið eigi eftir að hafa töluverð áhrif á markaðinn. „Við sjáum það að vextir á bílánum eru að lækka verulega með þessu útspili BL, í samstarfi við fjármögnunarfyrirtækið Lykil. Það er reyndar eitt sem að fólk verður að hafa í huga ef það er í bílahugleiðingum en það er að í nokkurn veginn öllum tilvikum fær fólk einhverskonar staðgreiðsluafslátt ef það hefur fjármagnið í höndunum en það er ekki í boði ef þú tekur svona lán. Engu að síður eru þetta betri kjör en hafa boðist fram að þessu,“ segir Runólfur. Runólfur segir ekki óalgengt að bílasalar bjóði 5-6% afslátt af bíl sem sé staðgreiddur. „Ef þú ert að tala um tíu milljón króna bíl, þá ert þú að tala um fimm til sex hundruð þúsund krónur og þarna stendur ekkert lántökugjald, þannig að þetta er svolítið dýrt lántökugjald ef þú hugsar að út frá því,“ segir Runólfur.
Neytendur Samgöngur Tengdar fréttir 40 prósenta samdráttur í sölu nýrra fólksbíla 40,8 prósenta samdráttur varð í sölu nýrra fólksbíla bíla í janúar og febrúar 2019 samanborið við sama tímabil árið 2018. Alls voru skráðir 1.647 nýir fólksbílar í janúar og febrúar 2019. 7. mars 2019 10:16 Bílasalan næmari fyrir umræðunni Þjóðfélagsumræðan í vetur hafði töluverð áhrif á bílasölu. Aftur á móti jókst eftirspurn eftir bílaleigubílum. 24. janúar 2019 07:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
40 prósenta samdráttur í sölu nýrra fólksbíla 40,8 prósenta samdráttur varð í sölu nýrra fólksbíla bíla í janúar og febrúar 2019 samanborið við sama tímabil árið 2018. Alls voru skráðir 1.647 nýir fólksbílar í janúar og febrúar 2019. 7. mars 2019 10:16
Bílasalan næmari fyrir umræðunni Þjóðfélagsumræðan í vetur hafði töluverð áhrif á bílasölu. Aftur á móti jókst eftirspurn eftir bílaleigubílum. 24. janúar 2019 07:00