Jóhannes Karl: Dómarinn sá bæði vítin en þorði ekki að dæma Guðlaugur Valgeirsson skrifar 6. ágúst 2019 21:39 Jóhannes Karl fær gult spjald í kvöld. vísir/daníel Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var svekktur eftir tap sinna manna gegn FH í kvöld. Hann sagði muninn á liðunum einfaldlega vera Steven Lennon. „Steven Lennon var það sem skipti máli í restina. Þeir voru heppnir hvernig boltinn datt með þeim þarna en hann kláraði þetta auðvitað frábærlega og ég er gríðarlega svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik eftir að við höfðum verið frábærir.” „FH-ingar sköpuðu sér lítil sem engin færi en Lennon kláraði þetta færi fáranlega vel.” Jóhannes Karl var sammála því að það hafi verið mjög svekkjandi að hafa farið með 0-0 inn í hálfleikinn. „Við fengum einhver 3-4 dauðafæri inn í markteig og vítateig. Frír skalli inn í markteig sem við náum ekki að koma yfir línuna. Auðvitað hefðum við að öllu eðlilegu átt að fara með forystu inn í hálfleikinn en því miður gekk það ekki.” „Samt sem áður komum við gríðarlega sterkir inn í síðari hálfleikinn og FH-ingar sköpuðu sér ekkert og það gerir þetta ennþá sárara.” Það leit út fyrir að skagamenn hafi átt að fá vítaspyrnu í uppbótartíma. Jóhannes Karl var alls ekki sáttur með dómara leiksins og sagði hann ekki hafa þorað að dæma víti. „Fyrir utan þetta í uppbótartímanum þá vörðu FH-ingar með hendinni í fyrri hálfleik á nær sem dómarinn segist ekki hafa séð. Mér finnst það voðalega skrýtið þegar dómari sem á að staðsetja sig þokkalega nálægt svæðinu þar sem boltinn er í umferð.” „Maður sér þetta svo auðveldlega frá vítateigslínunni og í seinni hálfleik gerir Brynjar tilraun í að blokka skot og setur hendina út, ég er virkilega ósáttur þar sem ég held að dómarinn hafi séð þetta í bæði skiptin og ekki þorað að dæma víti.” Skagamenn hafa fengið núll stig í seinustu tveimur leikjum gegn Val og FH. Jóhannes Karl er samt sem áður ánægður með sína menn og segir þá hafa verið frábæra í þessum tveimur leikjum. „Já algjörlega. Fótbolti er þannig að þú getur átt góðan leik og þú getur gefið allt sem þú átt inn í leikina en stundum færðu ekkert úr leikjunum þrátt fyrir að gefa allt í þetta. Það sem ég er virkilega ánægður með strákana er að þeir hafa verið frábærir í báðum leikjum og þetta eru tvö virkilega svekkjandi töp,” sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Kristjánsson: Hvað er að vera betri? Ólafur Kristjánsson þjálfari FH var mjög sáttur með sigur sinna manna gegn ÍA í kvöld en FH skoraði mjög seint í leiknum til að tryggja sér sigurinn. 6. ágúst 2019 21:53 Leik lokið: FH - ÍA 1-0 | Lennon trygði FH risa sigur FH er komið upp fyrir ÍA í töflunni. 6. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Fleiri fréttir KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var svekktur eftir tap sinna manna gegn FH í kvöld. Hann sagði muninn á liðunum einfaldlega vera Steven Lennon. „Steven Lennon var það sem skipti máli í restina. Þeir voru heppnir hvernig boltinn datt með þeim þarna en hann kláraði þetta auðvitað frábærlega og ég er gríðarlega svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik eftir að við höfðum verið frábærir.” „FH-ingar sköpuðu sér lítil sem engin færi en Lennon kláraði þetta færi fáranlega vel.” Jóhannes Karl var sammála því að það hafi verið mjög svekkjandi að hafa farið með 0-0 inn í hálfleikinn. „Við fengum einhver 3-4 dauðafæri inn í markteig og vítateig. Frír skalli inn í markteig sem við náum ekki að koma yfir línuna. Auðvitað hefðum við að öllu eðlilegu átt að fara með forystu inn í hálfleikinn en því miður gekk það ekki.” „Samt sem áður komum við gríðarlega sterkir inn í síðari hálfleikinn og FH-ingar sköpuðu sér ekkert og það gerir þetta ennþá sárara.” Það leit út fyrir að skagamenn hafi átt að fá vítaspyrnu í uppbótartíma. Jóhannes Karl var alls ekki sáttur með dómara leiksins og sagði hann ekki hafa þorað að dæma víti. „Fyrir utan þetta í uppbótartímanum þá vörðu FH-ingar með hendinni í fyrri hálfleik á nær sem dómarinn segist ekki hafa séð. Mér finnst það voðalega skrýtið þegar dómari sem á að staðsetja sig þokkalega nálægt svæðinu þar sem boltinn er í umferð.” „Maður sér þetta svo auðveldlega frá vítateigslínunni og í seinni hálfleik gerir Brynjar tilraun í að blokka skot og setur hendina út, ég er virkilega ósáttur þar sem ég held að dómarinn hafi séð þetta í bæði skiptin og ekki þorað að dæma víti.” Skagamenn hafa fengið núll stig í seinustu tveimur leikjum gegn Val og FH. Jóhannes Karl er samt sem áður ánægður með sína menn og segir þá hafa verið frábæra í þessum tveimur leikjum. „Já algjörlega. Fótbolti er þannig að þú getur átt góðan leik og þú getur gefið allt sem þú átt inn í leikina en stundum færðu ekkert úr leikjunum þrátt fyrir að gefa allt í þetta. Það sem ég er virkilega ánægður með strákana er að þeir hafa verið frábærir í báðum leikjum og þetta eru tvö virkilega svekkjandi töp,” sagði Jóhannes Karl að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Kristjánsson: Hvað er að vera betri? Ólafur Kristjánsson þjálfari FH var mjög sáttur með sigur sinna manna gegn ÍA í kvöld en FH skoraði mjög seint í leiknum til að tryggja sér sigurinn. 6. ágúst 2019 21:53 Leik lokið: FH - ÍA 1-0 | Lennon trygði FH risa sigur FH er komið upp fyrir ÍA í töflunni. 6. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Fleiri fréttir KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Ólafur Kristjánsson: Hvað er að vera betri? Ólafur Kristjánsson þjálfari FH var mjög sáttur með sigur sinna manna gegn ÍA í kvöld en FH skoraði mjög seint í leiknum til að tryggja sér sigurinn. 6. ágúst 2019 21:53
Leik lokið: FH - ÍA 1-0 | Lennon trygði FH risa sigur FH er komið upp fyrir ÍA í töflunni. 6. ágúst 2019 22:00