Barðist við brimið eftir sundsprett í Reynisfjöru Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. ágúst 2019 16:45 Maðurinn átti í mestu vandræðum með að hlaupa aftur í land, enda brimið öflugt. Skjáskot Ferðamaður sem átti leið um Reynisfjöru seinni partinn í dag stakk sér þar til sunds, þrátt fyrir viðvörunarskilti sem greina frá slysahættu í fjörunni. Hópur ungmenna hafði í hyggju að feta í fótspor mannsins, en voru stöðvuð á síðustu stundu. Leiðsögumaðurinn sem sendi Vísi myndskeiðið hér að neðan segir að maðurinn hafi einfaldlega fækkað fötum og stungið sér út í brimið. Eins og sjá má af myndbandinu hafi hann síðan átt í mestu vandræðum með að hlaupa aftur í landi, enda Reynisfjara þekkt fyrir öflugar öldur. Hann hafi þó komist í land, kaldur og blautur eins og við var að búast. Þrátt fyrir það hafi hópur útlenskra unglinga sýnt því mikinn áhuga að leika uppátæki mannsins eftir og stinga sér til sunds. Leiðsögumaðurinn segist hins vegar hafa hlaupið til og náð að tala unglingana af því, enda hættan mikil eins og dæmin sanni.Svörtu sandarnir í Reynisfjöru og nágrenni eru einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Ítrekað hafa borist fréttir af því að ferðamenn hafi verið hætt komnir í fjörunni. Í janúar árið 2017 var greint frá því að barn á leikskólaaldri hefði verið hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru og þá voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum árið 2008 þegar alda tók þau með sér.Nokkur banaslys hafa einnig orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðustu ár. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Árið 2016 lést kínverskur ferðamaður um fertugt þegar stór alda sló honum í bergið. Síðast varð banaslys tengt briminu í janúar í fyrra þegar þýsk kona fór í sjóinn við Kirkjufjöru. Ferðaþjónustuaðilar hafa kallað eftir því að gerðar verði frekari öryggisráðstafanir í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum vegna tíðra slysa. Lögregla hafði eftirlit með svæðinu um tíma eftir banaslysið í Reynisfjöru árið 2016 og þá var komið upp viðvörunarskiltum vegna slysahættu við sjóinn sama ár. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Ferðamaður sem átti leið um Reynisfjöru seinni partinn í dag stakk sér þar til sunds, þrátt fyrir viðvörunarskilti sem greina frá slysahættu í fjörunni. Hópur ungmenna hafði í hyggju að feta í fótspor mannsins, en voru stöðvuð á síðustu stundu. Leiðsögumaðurinn sem sendi Vísi myndskeiðið hér að neðan segir að maðurinn hafi einfaldlega fækkað fötum og stungið sér út í brimið. Eins og sjá má af myndbandinu hafi hann síðan átt í mestu vandræðum með að hlaupa aftur í landi, enda Reynisfjara þekkt fyrir öflugar öldur. Hann hafi þó komist í land, kaldur og blautur eins og við var að búast. Þrátt fyrir það hafi hópur útlenskra unglinga sýnt því mikinn áhuga að leika uppátæki mannsins eftir og stinga sér til sunds. Leiðsögumaðurinn segist hins vegar hafa hlaupið til og náð að tala unglingana af því, enda hættan mikil eins og dæmin sanni.Svörtu sandarnir í Reynisfjöru og nágrenni eru einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Ítrekað hafa borist fréttir af því að ferðamenn hafi verið hætt komnir í fjörunni. Í janúar árið 2017 var greint frá því að barn á leikskólaaldri hefði verið hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru og þá voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum árið 2008 þegar alda tók þau með sér.Nokkur banaslys hafa einnig orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðustu ár. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Árið 2016 lést kínverskur ferðamaður um fertugt þegar stór alda sló honum í bergið. Síðast varð banaslys tengt briminu í janúar í fyrra þegar þýsk kona fór í sjóinn við Kirkjufjöru. Ferðaþjónustuaðilar hafa kallað eftir því að gerðar verði frekari öryggisráðstafanir í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum vegna tíðra slysa. Lögregla hafði eftirlit með svæðinu um tíma eftir banaslysið í Reynisfjöru árið 2016 og þá var komið upp viðvörunarskiltum vegna slysahættu við sjóinn sama ár.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira