Mótorhjól bönnuð á Pikes Peak Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2019 20:00 Mótorhjólamaður á fullri ferð upp Pikes Peak fjallið í Colorado Fréttablaðið Mótshaldarar þekktustu fjallaklifurkeppni heims á bílum og mótorhjólum, Pikes Peak í Colorado, hafa ákveðið að útiloka mótorhjól frá keppninni frá og með næsta ári. Var þessi ákvörðun tekin í kjölfar þess að einn kunnasti mótorhjólakappi heims, Carlin Dunne, lét lífið við æfingar upp fjallið. Það grátlega við andlát Dunne var að hann átti aðeins um 20 metra eftir að markinu á toppi fjallsins er hann ók mótorhjóli sínu yfir vegrið og steyptist niður fjallið með þessum hörmulegu afleiðingum. Hafði Dunne þá lokið þeim 156 beygjum sem eru upp fjallið á Ducati Street-f ighter V4 Prototype-hjóli sínu. Carlin Dunne er fjórði mótorhjólamaðurinn sem lætur lífið við æfingar eða keppni á Pikes Peak-fjallinu í 97 ára sögu klifurkeppninnar. Alls eru dauðsföllin aðeins 6 bæði á bílum og mótorhjólum. Því þykir mótshöldurum nóg um öll þessi dauðsföll á mótorhjólum en þrjú þeirra hafa orðið frá árinu 2012. Ekki er útséð með það hvort bann við keppni á mótorhjólum í Pikes Peak-keppninni verður til frambúðar en að minnsta kosti verður bannið í gildi í keppninni á næsta ári. Bandaríkin Íþróttir Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Sjá meira
Mótshaldarar þekktustu fjallaklifurkeppni heims á bílum og mótorhjólum, Pikes Peak í Colorado, hafa ákveðið að útiloka mótorhjól frá keppninni frá og með næsta ári. Var þessi ákvörðun tekin í kjölfar þess að einn kunnasti mótorhjólakappi heims, Carlin Dunne, lét lífið við æfingar upp fjallið. Það grátlega við andlát Dunne var að hann átti aðeins um 20 metra eftir að markinu á toppi fjallsins er hann ók mótorhjóli sínu yfir vegrið og steyptist niður fjallið með þessum hörmulegu afleiðingum. Hafði Dunne þá lokið þeim 156 beygjum sem eru upp fjallið á Ducati Street-f ighter V4 Prototype-hjóli sínu. Carlin Dunne er fjórði mótorhjólamaðurinn sem lætur lífið við æfingar eða keppni á Pikes Peak-fjallinu í 97 ára sögu klifurkeppninnar. Alls eru dauðsföllin aðeins 6 bæði á bílum og mótorhjólum. Því þykir mótshöldurum nóg um öll þessi dauðsföll á mótorhjólum en þrjú þeirra hafa orðið frá árinu 2012. Ekki er útséð með það hvort bann við keppni á mótorhjólum í Pikes Peak-keppninni verður til frambúðar en að minnsta kosti verður bannið í gildi í keppninni á næsta ári.
Bandaríkin Íþróttir Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Sjá meira