Segir viðskiptahagsmuni tekna fram yfir líf og heilsu barna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. ágúst 2019 18:48 Móðir þriggja ára stúlku sem hlaut alvarlega nýrnabilun eftir að hafa greinst með Ecoli bakteríuna á bænum Efstadal 2 segir að strax hefði átt að loka bænum þegar ljóst var að börn höfðu smitast þar. Hún upplifir að viðskiptalegir hagsmunir hafi verið teknir fram yfir líf og heilsu barnanna. Enn er óljóst hvort dóttir hennar nái sér að fullu. „Þetta voru rosaleg krampaköst. Að horfa upp á barnið sitt svona, það á engin að þurfa að ganga í gegn um þetta. Við verðum að læra af þessu,“ segir Áslaug Fjóla Magnúsdóttir, móðir stúlkunnar. Þriggja ára dóttir Áslaugar, Aníta, er ein af þeim nítján börnum sem greindust með E.coli bakteríuna í sumar. Talið er að öll hafi þau smitast á bænum Efstadal 2 í Bláskógabyggð en ekki er komið á hreint hvort það sé vegna snertingar við kálfa á staðnum eða vegna íss sem þar er seldur. Aníta heimsótti bæinn um miðjan júní en þær mæðgur voru í útilegu á svæðinu. Nýrun á Anítu biluðu og lá hún þungt haldin á sjúkrahúsi þar sem hún hlaut sjaldgæfa lífshættulega eitrun af völdum E.coli. Sama dag og Aníta fékk einkennin dó tveggja ára drengur í San Digeo í Bandaríkjunum vegna eitrunarinnar. „Það var hátíð þar. Þar urðu fjögur smit og það var öllu lokað þar,“ segir Áslaug Hún er gagnrýnin á bænum hafi ekki verið lokað þann 1. júlí, um leið og í ljós kom að tvö börn hefðu smitast þar. „Að viðskiptalegir hagsmunir skuli vera teknir fram fyrir líf og heilsu barna. þetta er mín upplifun,“ segir Áslaug. Ekki var gripið til aðgerða á bænum fyrr en 4. júlí. Þær fólust meðal annars aðgengi að kálfunum var lokað. Tveir smituðust eftir þann tíma og var þá gripið til frekari aðgerða og var sala íss stöðvuð þar til alþrif og sótthreinsun höfðu verið framkvæmd. Áslaug segir nauðsynlegt að herða reglur um aðskilnað dýra og matvælaframleiðslu. Auk þess þurfi heilbrigðiseftirlitið að auka við eftirlit á slíkum stöðum og komi oftar á staðinn og taki sýni en hún hafi fengið upplýsingar um að heilbrigðiseftirlitið kæmi einu sinni á ári. Aníta er nú á batavegi. Enn er þó ekki hægt að segja til um hvort hún eigi eftir að ná sér alveg. Það verður tíminn að leiða í ljós. „Það verður bara að verða vakning. ég held að þetta sé alveg komið til að vera þessi tegund af ecoli og getur blossað upp hvenær sem er. Fólk gerir sér enga grein fyrir því hvað þessi börn eru búin að ganga í gegn um. Þetta er rosalegt. þessi börn eru algjörar hetur, segir Áslaug. Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
Móðir þriggja ára stúlku sem hlaut alvarlega nýrnabilun eftir að hafa greinst með Ecoli bakteríuna á bænum Efstadal 2 segir að strax hefði átt að loka bænum þegar ljóst var að börn höfðu smitast þar. Hún upplifir að viðskiptalegir hagsmunir hafi verið teknir fram yfir líf og heilsu barnanna. Enn er óljóst hvort dóttir hennar nái sér að fullu. „Þetta voru rosaleg krampaköst. Að horfa upp á barnið sitt svona, það á engin að þurfa að ganga í gegn um þetta. Við verðum að læra af þessu,“ segir Áslaug Fjóla Magnúsdóttir, móðir stúlkunnar. Þriggja ára dóttir Áslaugar, Aníta, er ein af þeim nítján börnum sem greindust með E.coli bakteríuna í sumar. Talið er að öll hafi þau smitast á bænum Efstadal 2 í Bláskógabyggð en ekki er komið á hreint hvort það sé vegna snertingar við kálfa á staðnum eða vegna íss sem þar er seldur. Aníta heimsótti bæinn um miðjan júní en þær mæðgur voru í útilegu á svæðinu. Nýrun á Anítu biluðu og lá hún þungt haldin á sjúkrahúsi þar sem hún hlaut sjaldgæfa lífshættulega eitrun af völdum E.coli. Sama dag og Aníta fékk einkennin dó tveggja ára drengur í San Digeo í Bandaríkjunum vegna eitrunarinnar. „Það var hátíð þar. Þar urðu fjögur smit og það var öllu lokað þar,“ segir Áslaug Hún er gagnrýnin á bænum hafi ekki verið lokað þann 1. júlí, um leið og í ljós kom að tvö börn hefðu smitast þar. „Að viðskiptalegir hagsmunir skuli vera teknir fram fyrir líf og heilsu barna. þetta er mín upplifun,“ segir Áslaug. Ekki var gripið til aðgerða á bænum fyrr en 4. júlí. Þær fólust meðal annars aðgengi að kálfunum var lokað. Tveir smituðust eftir þann tíma og var þá gripið til frekari aðgerða og var sala íss stöðvuð þar til alþrif og sótthreinsun höfðu verið framkvæmd. Áslaug segir nauðsynlegt að herða reglur um aðskilnað dýra og matvælaframleiðslu. Auk þess þurfi heilbrigðiseftirlitið að auka við eftirlit á slíkum stöðum og komi oftar á staðinn og taki sýni en hún hafi fengið upplýsingar um að heilbrigðiseftirlitið kæmi einu sinni á ári. Aníta er nú á batavegi. Enn er þó ekki hægt að segja til um hvort hún eigi eftir að ná sér alveg. Það verður tíminn að leiða í ljós. „Það verður bara að verða vakning. ég held að þetta sé alveg komið til að vera þessi tegund af ecoli og getur blossað upp hvenær sem er. Fólk gerir sér enga grein fyrir því hvað þessi börn eru búin að ganga í gegn um. Þetta er rosalegt. þessi börn eru algjörar hetur, segir Áslaug.
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira