Gunnar leitaði til sálfræðings eftir „blackout-ið“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. ágúst 2019 12:37 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, leitaði til sálfræðings eftir að Klaustur-málið kom upp. Frá þessu greindi Gunnar Bragi í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagðist hafa gert það til að komast að því hvað hefði gerst þegar hann fór í svokallað „blackout“ umrætt kvöld þegar ummælin á Klaustur bar voru látin falla.Í janúar síðastliðnum mætti Gunnar Bragi í sjónvarpsþáttinn 21 á Hringbraut þar sem hann hélt því fram að hann hefði fallið í algjört óminni um leið og hann kom inn á Klaustur. Minnisleysið hafi varað í einn og hálfan sólarhring eftir heimsóknina á barinn. „„Það sem situr einna verst í mér eftir þetta kvöld er í fyrsta lagi það að muna ekki neitt frá því að ég kem inn á barinn og einum og hálfum sólarhring eftir. Það er algjört „blackout“. Algjört minnisleysi. Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar, ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blackout“. Það hefur ekki komið fyrir mig áður. Þannig að ég velti því fyrir mér hvað í fjandanum gengur á þarna,“ segir Gunnar Bragi í þættinum. Í Sprengisandi í morgun gerði Gunnar Bragi upp það ferli sem tók við hjá honum eftir að Klaustur-málið hafði staðið sem hæst. Hann sagðist hafa rætt við sitt nánast fólk, fjölskyldu og samstarfsfólk, þar sem honum varð ljóst að hann hafði valdið þeim miklum vonbrigðum. Gunnar fékk þó að heyra frá sínu nánast fólki að það vissi að þetta væri ekki sá sem hann er í raun og veru og hann yrði að biðjast afsökunar á ummælum sínum. „Ég fór til sálfræðings í þó nokkurn tíma til að reyna að komast að því hvað þarna var að gerast. Það var ákveðið „blackout“ sem þarna varð eins og frægt er orðið,“ sagði Gunnar Bragi í Sprengisandi.Sjá einnig: Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Hann sagðist þurfa að vinna sér inn traust hjá þeim sem eru hans nánast samstarfsfólk, traust þarf hann ekki frá Samfylkingunni heldur kjósendum Miðflokksins. Kristján Kristjánsson, stjórnandi Sprengisands, spurði Gunnar hvort hann hefði einhvern tímann íhugað að hætta á Alþingi eftir að málið kom upp. Gunnar Bragi viðurkenndi að hann hefði efast um tíma hvort hann ætti að snúa aftur og velt því fyrir sér hvort hann ætti að vera lengur í leyfi. Alþingi sé vinnustaður þar sem andrúmsloftið sé ekkert sérstaklega skemmtilegt, burtséð frá Klausturmálinu, og var það ákveðin áskorun fyrir hann að fara aftur á þing eftir leyfi. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Afsökunarbeiðnirnar standa enn þó tónninn sé orðinn grimmari Gunnar Bragi fór um víðan völl í viðtali um Klausturmálið. 4. ágúst 2019 12:08 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, leitaði til sálfræðings eftir að Klaustur-málið kom upp. Frá þessu greindi Gunnar Bragi í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagðist hafa gert það til að komast að því hvað hefði gerst þegar hann fór í svokallað „blackout“ umrætt kvöld þegar ummælin á Klaustur bar voru látin falla.Í janúar síðastliðnum mætti Gunnar Bragi í sjónvarpsþáttinn 21 á Hringbraut þar sem hann hélt því fram að hann hefði fallið í algjört óminni um leið og hann kom inn á Klaustur. Minnisleysið hafi varað í einn og hálfan sólarhring eftir heimsóknina á barinn. „„Það sem situr einna verst í mér eftir þetta kvöld er í fyrsta lagi það að muna ekki neitt frá því að ég kem inn á barinn og einum og hálfum sólarhring eftir. Það er algjört „blackout“. Algjört minnisleysi. Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar, ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blackout“. Það hefur ekki komið fyrir mig áður. Þannig að ég velti því fyrir mér hvað í fjandanum gengur á þarna,“ segir Gunnar Bragi í þættinum. Í Sprengisandi í morgun gerði Gunnar Bragi upp það ferli sem tók við hjá honum eftir að Klaustur-málið hafði staðið sem hæst. Hann sagðist hafa rætt við sitt nánast fólk, fjölskyldu og samstarfsfólk, þar sem honum varð ljóst að hann hafði valdið þeim miklum vonbrigðum. Gunnar fékk þó að heyra frá sínu nánast fólki að það vissi að þetta væri ekki sá sem hann er í raun og veru og hann yrði að biðjast afsökunar á ummælum sínum. „Ég fór til sálfræðings í þó nokkurn tíma til að reyna að komast að því hvað þarna var að gerast. Það var ákveðið „blackout“ sem þarna varð eins og frægt er orðið,“ sagði Gunnar Bragi í Sprengisandi.Sjá einnig: Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Hann sagðist þurfa að vinna sér inn traust hjá þeim sem eru hans nánast samstarfsfólk, traust þarf hann ekki frá Samfylkingunni heldur kjósendum Miðflokksins. Kristján Kristjánsson, stjórnandi Sprengisands, spurði Gunnar hvort hann hefði einhvern tímann íhugað að hætta á Alþingi eftir að málið kom upp. Gunnar Bragi viðurkenndi að hann hefði efast um tíma hvort hann ætti að snúa aftur og velt því fyrir sér hvort hann ætti að vera lengur í leyfi. Alþingi sé vinnustaður þar sem andrúmsloftið sé ekkert sérstaklega skemmtilegt, burtséð frá Klausturmálinu, og var það ákveðin áskorun fyrir hann að fara aftur á þing eftir leyfi.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Afsökunarbeiðnirnar standa enn þó tónninn sé orðinn grimmari Gunnar Bragi fór um víðan völl í viðtali um Klausturmálið. 4. ágúst 2019 12:08 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Afsökunarbeiðnirnar standa enn þó tónninn sé orðinn grimmari Gunnar Bragi fór um víðan völl í viðtali um Klausturmálið. 4. ágúst 2019 12:08