Hlupu út í Jökulsárlón og klifruðu upp á ísjaka Sylvía Hall skrifar 3. ágúst 2019 21:39 Að sögn Adolfs Inga voru mennirnir ekkert að hugsa sig tvisvar um. Adolf Ingi Erlingsson Tveir ungir menn hugsuðu sig ekki tvisvar um þegar þeir hlupu á undirfötunum út í Jökulsárlón fyrr í kvöld. Þegar í lónið var komið færðu þeir sig að ísjaka sem flaut í lóninu og klifruðu upp á hann. Adolf Ingi Erlingsson birti myndir og myndband af atvikinu á síðu Facebook-hópsins Bakland ferðaþjónustunnar. Í samtali við Vísi segir Adolf Ingi mennina hafa líklega verið í kringum tvítugt og heldur að þarna hafi verið um erlenda ferðamenn að ræða. „Þetta eru kornungir strákar, kannski rétt um tvítugt. Ég hef aldrei séð svona áður, þeir komu keyrandi þarna, stukku út úr bílnum og hlupu út í. Svo bara syntu þeir út að jakanum og príluðu upp á hann,“ segir Adolf Ingi um atvikið.Á myndbandinu sjást mennirnir reyna að halda jafnvægi á jakanum á meðan hann flýtur að landi. Þeir virðast hæstánægðir með afrekið, ef svo má að orði komast, og steyta hnefann sigri hrósandi upp í loft. „Það náttúrulega flæddi að og það ýtti jakanum upp aftur og þeir krupu bara þarna á honum. Þeim fannst þetta alveg stórsniðugt.“ Töluverður fjöldi ferðamanna var við lónið þegar atvikið átti sér stað en segir Adolf fólk ekki hafa kippt sér mikið upp við þetta uppátæki.Feta í fótspor Bieber? Þetta er ekki í fyrsta sinn sem frakkir menn stinga sér til sunds í Jökulsárlóni. Árið 2015 gaf söngvarinn og stórstjarnan Justin Bieber út tónlistarmyndband við lagið I‘ll Show You þar sem hann, meðal annars, hleypur út í lónið á nærbuxum einum fata. Við lónið er skilti þar sem kemur fram að bannað sé að synda í lóninu en hingað til hafa þó ansi margir farið á svig við þær reglur. Í mars á síðasta ári vakti það athygli þegar ungur ferðamaður frá Kanada stökk á milli ísjaka til þess að ná betri mynd. Árið 2015 fækkuðu svo tveir ferðamenn fötum á ísnum og stilltu sér upp fyrir myndatöku. Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Steig línudans á brúnni við Jökulsárlón: „Síðasti hálfvitinn er sko ekki fæddur!“ Ferðamaður gerði sér að leik að ganga á milli kaplanna á brúnni við Jökulsárlón á öðrum tímanum í dag. 28. febrúar 2019 15:22 Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15 BBC fjallar um glæfralega hegðun og skeytingarleysi áhrifavalda á Íslandi Íslendingar eru langþreyttir á virðingarleysi erlendra áhrifavalda, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um áhrifavaldastrauminn hingað til lands síðustu ár og vaxandi vinsældir Íslands á samfélagsmiðlum. 25. júní 2019 08:25 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Tveir ungir menn hugsuðu sig ekki tvisvar um þegar þeir hlupu á undirfötunum út í Jökulsárlón fyrr í kvöld. Þegar í lónið var komið færðu þeir sig að ísjaka sem flaut í lóninu og klifruðu upp á hann. Adolf Ingi Erlingsson birti myndir og myndband af atvikinu á síðu Facebook-hópsins Bakland ferðaþjónustunnar. Í samtali við Vísi segir Adolf Ingi mennina hafa líklega verið í kringum tvítugt og heldur að þarna hafi verið um erlenda ferðamenn að ræða. „Þetta eru kornungir strákar, kannski rétt um tvítugt. Ég hef aldrei séð svona áður, þeir komu keyrandi þarna, stukku út úr bílnum og hlupu út í. Svo bara syntu þeir út að jakanum og príluðu upp á hann,“ segir Adolf Ingi um atvikið.Á myndbandinu sjást mennirnir reyna að halda jafnvægi á jakanum á meðan hann flýtur að landi. Þeir virðast hæstánægðir með afrekið, ef svo má að orði komast, og steyta hnefann sigri hrósandi upp í loft. „Það náttúrulega flæddi að og það ýtti jakanum upp aftur og þeir krupu bara þarna á honum. Þeim fannst þetta alveg stórsniðugt.“ Töluverður fjöldi ferðamanna var við lónið þegar atvikið átti sér stað en segir Adolf fólk ekki hafa kippt sér mikið upp við þetta uppátæki.Feta í fótspor Bieber? Þetta er ekki í fyrsta sinn sem frakkir menn stinga sér til sunds í Jökulsárlóni. Árið 2015 gaf söngvarinn og stórstjarnan Justin Bieber út tónlistarmyndband við lagið I‘ll Show You þar sem hann, meðal annars, hleypur út í lónið á nærbuxum einum fata. Við lónið er skilti þar sem kemur fram að bannað sé að synda í lóninu en hingað til hafa þó ansi margir farið á svig við þær reglur. Í mars á síðasta ári vakti það athygli þegar ungur ferðamaður frá Kanada stökk á milli ísjaka til þess að ná betri mynd. Árið 2015 fækkuðu svo tveir ferðamenn fötum á ísnum og stilltu sér upp fyrir myndatöku.
Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Steig línudans á brúnni við Jökulsárlón: „Síðasti hálfvitinn er sko ekki fæddur!“ Ferðamaður gerði sér að leik að ganga á milli kaplanna á brúnni við Jökulsárlón á öðrum tímanum í dag. 28. febrúar 2019 15:22 Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15 BBC fjallar um glæfralega hegðun og skeytingarleysi áhrifavalda á Íslandi Íslendingar eru langþreyttir á virðingarleysi erlendra áhrifavalda, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um áhrifavaldastrauminn hingað til lands síðustu ár og vaxandi vinsældir Íslands á samfélagsmiðlum. 25. júní 2019 08:25 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Steig línudans á brúnni við Jökulsárlón: „Síðasti hálfvitinn er sko ekki fæddur!“ Ferðamaður gerði sér að leik að ganga á milli kaplanna á brúnni við Jökulsárlón á öðrum tímanum í dag. 28. febrúar 2019 15:22
Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15
BBC fjallar um glæfralega hegðun og skeytingarleysi áhrifavalda á Íslandi Íslendingar eru langþreyttir á virðingarleysi erlendra áhrifavalda, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um áhrifavaldastrauminn hingað til lands síðustu ár og vaxandi vinsældir Íslands á samfélagsmiðlum. 25. júní 2019 08:25