Íslenski boltinn

Sjáðu markið sem tryggði HK sigur í Þjóðhátíðarleiknum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarni skoraði eina mark leiksins.
Bjarni skoraði eina mark leiksins. vísir/bára
HK vann 0-1 sigur á ÍBV í fyrsta leik 15. umferðar Pepsi Max-deildar karla. Þetta var fyrsti deildarleikur liðanna frá upphafi í Vestmannaeyjum.

Bjarni Gunnarsson skoraði eina mark leiksins á 47. mínútu. Hann nýtti sér þá misskilning Halldórs Páls Geirssonar og Sigurðar Arnars Magnússonar og skoraði í autt markið. Bjarni lék áður með ÍBV og skoraði því gegn sínum gömlu félögum.

Þetta var fimmti sigur HK í síðustu sjö leikjum. Liðið er í 5. sæti deildarinnar með 21 stig.

Staða ÍBV er hins vegar mjög slæm. Eyjamenn eru með fimm stig í tólfta og neðsta sæti deildarinnar, ellefu stigum frá öruggu sæti. ÍBV hefur tapað átta deildarleikjum í röð.

Markið sem réði úrslitum í Þjóðhátíðarleiknum má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: ÍBV 0-1 HK
 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×