Íslenski boltinn

Víðir: Loksins eru komnir almennilegir menn í stjórn sem eru tilbúnir að taka erfiðar ákvarðanir

Einar Kárason skrifar
Víðir Þorvarðarson, fyrirliði Eyjamanna.
Víðir Þorvarðarson, fyrirliði Eyjamanna. vísir/daníel
„Þetta er orðið erfitt hjá okkur,“ sagði Víðir Þorvarðarson, fyrirliði ÍBV, eftir tapið gegn HK í dag.

„Við spiluðum vel í dag en en ein helvítis mistökin kosta okkur. Þegar maður er kominn í þessa stöðu þá margfaldast allt mótlæti í hausnum á manni. Þetta er ógeðslega erfitt ef ég á að segja eins og er. Menn lögðu sig heldur betur fram og hentu líkama fyrir málstaðinn en því miður töðum við. Enn eitt skiptið.”

Eina mark leiksins kom strax í byrjun síðari hálfleiks án þess að hvorugt liðið hafi skapað sér alvöru marktækifæri.

„Þess vegna eru þetta ógeðslega mikið vonbrigði. Það hefur verið helvítis ströggl að halda hreinu í sumar og það virtist vera að ganga ágætlega í dag en við verðum bara að byggja á þessu.”

„Credit til HK. Þeir eru vel drillaðir og skipulagðir. Við reyndum að komast afturfyrir þá sem gekk svona ágætlega til að byrja með. Þegar þeir skora þá henda þeir sér algjörlega allir aftur og halda því sem er komið þannig að það var erfitt að finna færi í dag. Því miður.”

Gengi liðsins í sumar hefur ekki verið gott og liðið er svo gott sem fallið niður í Inkasso deildina. Félagið seldi Sindra Snæ Magnússon til ÍA í glugganum og svo virðist sem liðið og stjórn félagssins sé að undirbúa sig fyrir komandi tíð.

„Ég held áfram að berjast í Pepsi Max deildinni. Ég er í Pepsi Max deildinni. Það eru aðrir menn að taka ákvarðanir sem líta út fyrir að við séum að henda árum í bát og sumir virðast vera fallnir.“

„ÍBV fellur ekki á einum manni. Það eru síðustu 9 mánuðir sem hafa bara verið í lausu lofti og loksins eru komnir almennilegir menn í stjórn og tilbúnir að taka erfiðar ákvarðanir. Þó ég sé ósammála þeim ákvörðunum þá eru þeir allavega til staðar til að taka þær,” sagði Víðir að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×