Leikmaður sem enginn vill lengur Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 3. ágúst 2019 09:00 Bale að skora markið sitt gegn Liverpool árið 2018 í Úkraínu eftir að hafa komið af bekknum. vísir/getty Ein furðulegasta saga sumarsins, allavega fótboltans, er saga Zinedine Zidane, stjóra Real Madrid, og Gareths Bale, leikmanns félagsins. Zidane sneri aftur í stjórasætið hjá Real Madrid eftir martraðartímabil Madrídinga og af einhverjum ástæðum vill hann losna við Bale. Merkilegt nokk þá var það Zidane sem fékk Bale til að koma til Madrídar frá Tottenham árið 2013 og fór nokkrum sinnum til London að horfa á hann spila. Hreifst af honum og taldi Real Madrid á að splæsa fúlgum fjár í guttann. Þá var hann starfsmaður Real Madrid en eftir að hann tók við stjórastarfinu hefur Bale verið þyrnir í augum hans. Þann 23. júlí sagði Zidane svo hreint út að félagið væri að vinna að því að finna nýtt félag fyrir Bale og komið væri að leiðarlokum. „Við vonum að hann fari fljótlega. Það væri best fyrir alla,“ sagði Zidane og bætti við að hann hefði ekkert á móti Bale persónulega. Daginn eftir bætti hann við að Bale hefði neitað að koma inn á í æfingarleik.Real Madrid hefur unnið Meistaradeildina 13 sinnum sem er ótrúlegt afrek. Hér fagna þeir titlinum 2017.NordicPhotos/GettyBale er ein stærsta stjarna fótboltans og þegar hann er heill standast honum fáir snúning. Málið er að hann er ekki mjög oft heill. Fjölmiðlar um allan heim hafa keppst við að skrifa um framtíð hans í sumar og var hann nálægt því að semja við Jiangsu Suning frá Kína. Það eru ekki mörg lið sem ráða við að kaupa Bale og borga honum ofurlaun og er hann í raun fastur hjá Real Madrid. Bale er þrítugur og á nóg eftir. Trúlega er Manchester United eina liðið sem gæti keypt hann. Chelsea er í félagaskiptabanni og önnur ensk lið eru ekki til í að veðja á þrítugan meiðslapésa á ofurlaunum.Bale og Zidane hafa eldað grátt silfur saman.FBL/GETTYZidane hefur látið ungu strákana spila frammi, Vinicius Junior, Mariano og Rodrygo og hefur engan áhuga á að nota Bale. Nýjustu vendingar í málefnum Bales er að hann ætli sér að vera um kyrrt í Madrídarborg því hann hafi tilfinningu fyrir því að Zidane verði farinn á undan honum. Hvernig fjölmiðlar komust inn í hausinn á Bale og vita hvaða tilfinningu hann hefur skal ósagt látið. Það er þó ljóst að pressan á Zidane er gríðarleg. Ekki aðeins varðandi Bale. Það varð allt vitlaust í Madrídarborg þegar grannar þeirra í Atletico tóku þrettánfalda Evrópumeistara og pökkuðu þeim saman í æfingarleik 7-3. Og ef það er eitthvað sem sagan hefur kennt þá er það að þjálfarar eru ekkert endilega mjög langlífir hjá Real Madrid – hvort sem þeir vinna titla eða ekki. Þá er Bale með eitt tromp á hendi. Zidane vill fá Paul Pogba á miðjuna og skipta Bale yfir til Manchester United til að yngja upp miðjuna hjá liðinu. Ef það gerist ekki er Madrid að horfa á Donny van de Beek, leikmann Ajax – sem Zidane vill ekki fá. Getur það verið að Florentino Perez, forseti Real Madrid, sem afturkallaði félagaskipti Bales til Kína á síðustu stundu, reki Zidane og ráði þjálfara sem vill nota Bale? Hver veit. Sögunni er allavega ekki lokið – svo mikið er víst. Birtist í Fréttablaðinu Spænski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Ein furðulegasta saga sumarsins, allavega fótboltans, er saga Zinedine Zidane, stjóra Real Madrid, og Gareths Bale, leikmanns félagsins. Zidane sneri aftur í stjórasætið hjá Real Madrid eftir martraðartímabil Madrídinga og af einhverjum ástæðum vill hann losna við Bale. Merkilegt nokk þá var það Zidane sem fékk Bale til að koma til Madrídar frá Tottenham árið 2013 og fór nokkrum sinnum til London að horfa á hann spila. Hreifst af honum og taldi Real Madrid á að splæsa fúlgum fjár í guttann. Þá var hann starfsmaður Real Madrid en eftir að hann tók við stjórastarfinu hefur Bale verið þyrnir í augum hans. Þann 23. júlí sagði Zidane svo hreint út að félagið væri að vinna að því að finna nýtt félag fyrir Bale og komið væri að leiðarlokum. „Við vonum að hann fari fljótlega. Það væri best fyrir alla,“ sagði Zidane og bætti við að hann hefði ekkert á móti Bale persónulega. Daginn eftir bætti hann við að Bale hefði neitað að koma inn á í æfingarleik.Real Madrid hefur unnið Meistaradeildina 13 sinnum sem er ótrúlegt afrek. Hér fagna þeir titlinum 2017.NordicPhotos/GettyBale er ein stærsta stjarna fótboltans og þegar hann er heill standast honum fáir snúning. Málið er að hann er ekki mjög oft heill. Fjölmiðlar um allan heim hafa keppst við að skrifa um framtíð hans í sumar og var hann nálægt því að semja við Jiangsu Suning frá Kína. Það eru ekki mörg lið sem ráða við að kaupa Bale og borga honum ofurlaun og er hann í raun fastur hjá Real Madrid. Bale er þrítugur og á nóg eftir. Trúlega er Manchester United eina liðið sem gæti keypt hann. Chelsea er í félagaskiptabanni og önnur ensk lið eru ekki til í að veðja á þrítugan meiðslapésa á ofurlaunum.Bale og Zidane hafa eldað grátt silfur saman.FBL/GETTYZidane hefur látið ungu strákana spila frammi, Vinicius Junior, Mariano og Rodrygo og hefur engan áhuga á að nota Bale. Nýjustu vendingar í málefnum Bales er að hann ætli sér að vera um kyrrt í Madrídarborg því hann hafi tilfinningu fyrir því að Zidane verði farinn á undan honum. Hvernig fjölmiðlar komust inn í hausinn á Bale og vita hvaða tilfinningu hann hefur skal ósagt látið. Það er þó ljóst að pressan á Zidane er gríðarleg. Ekki aðeins varðandi Bale. Það varð allt vitlaust í Madrídarborg þegar grannar þeirra í Atletico tóku þrettánfalda Evrópumeistara og pökkuðu þeim saman í æfingarleik 7-3. Og ef það er eitthvað sem sagan hefur kennt þá er það að þjálfarar eru ekkert endilega mjög langlífir hjá Real Madrid – hvort sem þeir vinna titla eða ekki. Þá er Bale með eitt tromp á hendi. Zidane vill fá Paul Pogba á miðjuna og skipta Bale yfir til Manchester United til að yngja upp miðjuna hjá liðinu. Ef það gerist ekki er Madrid að horfa á Donny van de Beek, leikmann Ajax – sem Zidane vill ekki fá. Getur það verið að Florentino Perez, forseti Real Madrid, sem afturkallaði félagaskipti Bales til Kína á síðustu stundu, reki Zidane og ráði þjálfara sem vill nota Bale? Hver veit. Sögunni er allavega ekki lokið – svo mikið er víst.
Birtist í Fréttablaðinu Spænski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira