„Ég er bara að reyna vinna mína vinnu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 15:30 Seðlabanki Íslands stefndi Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins. Málið var tekið fyrir í dag. Mál Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Bankinn stefndi blaðamanninum til að reyna fá úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál hnekkt. Samkvæmt honum ber bankanum að afhenda blaðamanninum samning sem var gerður við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, um styrk og laun í námsleyfi á meðan hún sótti nám við Harvard-háskóla. Ingibjörg kom ekki aftur til starfa fyrir bankann eftir námið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða greiðslu upp á annan tug milljóna króna. Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt framgöngu bankans. „Þessi vinnubrögð bankans bera keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum sem á ekki að viðgangast hjá opinberum stofnunum. Að mati Blaðamannafélags Íslands er ólíðandi að blaðamenn þurfi að standa í langvinnum, dýrum og tímafrekum málarekstri til að fá upplýsingar frá opinberum aðilum sem þeir eiga rétt á að fá samkvæmt upplýsingalögum," segir í yfirlýsingu blaðamannafélagsins.Við fyrirtökuna í dag sagði Ari það vera súrrealískt að vera mættur fyrir dóm vegna málsins. „Ég er bara að reyna að vinna mína vinnu og tel að þessar upplýsingar eigi erindi við almenning. Seðlabankinn er ekki á sama máli. Þeir eru búnir að senda frá sér þrjú sett af röksemdum. Það er búið að hrekja fyrstu tvær og nú er sú þriðja komin fyrir dómstóla," segir hann. „Fyrsta röksemdin var að seðlabankinn þyrfti ekki að svara fyrir málefni bankans. Seinni röksemdin laut að persónulegum málum og núna er þess krafist að við birtum forsögu málsins," segir hann og bætir við að það hafi nú þegar verið gert. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna, og fyrrverandi blaðamaður á Fréttablaðinu gagnrýnir framgöngu seðlabankans harðlega á Facebook-síðu sinni. „Alveg er það galið að opinber stofnun stefni blaðamanni fyrir dóm fyrir það eitt að vinna vinnuna sína og biðja um upplýsingar. Opinber stjórnsýsla á að starfa eftir þeirri almennu reglu að allt sé uppi á borðum og gögn opinber," segir Kolbeinn.Ari segist ætla að halda málinu til streitu og bíður enn eftir gögnum. „Að sjálfsögðu ætla ég að gera það. Ég er með mjög góðan stuðning og yfirmenn sem eru tilbúnir að borga fyrir lögfræðikostnað. Ég er mjög heppinn með það," segir Ari. Í yfirlýsingu sem Ólöf Skaftadóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, sendi fréttastofu segir að seðlabankinn hafi með þessu sýnt af sér þöggunartilburði. Þá virðist sem svo að umræddur styrkur, sem bankinn veitti Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, hafi verið veglegur starfslokasamningur á kostnað skattgreiðenda. „Það er bagalegt að fjölmiðlar þurfi að standa undir dýrum málarekstri til að fá upplýsingar sem sannarlega varða almenning fram í dagsljósið. Í þessu tilfelli finnst forsvarsmönnum bankans réttlætanlegt að leita á náðir dómstóla til að forðast skýringu á því að skattgreiðendur borgi háar fjárhæðir fyrir starfslok embættismanns," segir í yfirlýsingu Ólafar.Ólöf Skaftadóttir, ritstjóri Fréttablaðsins.Yfirlýsing Ólafar Skaftadóttur, ritstjóra Fréttablaðsins í heild:Seðlabankinn stefnir nú blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm til að freista þess að kæfa umfjöllun hans um launakjör og hlunnindi sem seðlabankastjóri hefur veitt starfsmönnum í efsta lagi bankans. Um er að ræða styrki og laun í námsleyfi meðan þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins sótti dýrt nám í Bandaríkjunum sem bankinn greiddi fyrir. Starfsmaðurinn kom ekki aftur til starfa fyrir bankann, þannig að svo virðist sem um hafi verið að ræða veglegan starfslokasamning embættismanns á kostnað skattgreiðenda.Það er bagalegt að fjölmiðlar þurfi að standa undir dýrum málarekstri til að fá upplýsingar sem sannarlega varða almenning fram í dagsljósið. Í þessu tilfelli finnst forsvarsmönnum bankans réttlætanlegt að leita á náðir dómstóla til að forðast skýringu á því að skattgreiðendur borgi háar fjárhæðir fyrir starfslok embættismanns.Fréttablaðið mun halda áfram að fjalla um hvers kyns mál sem kunna upp að koma í Seðlabankanum og varða almenning, þrátt fyrir þöggunartilburði. Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Fordæma stefnu Seðlabankans á hendur blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur stefnt blaðamanni Fréttablaðsins vegna fyrirspurnar hans um innri mál bankans. Blaðamannafélag Íslands segir vinnubrögð Seðlabankans bera keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur kveðið á um að bankanum beri að afhenda gögnin sem um ræðir. 1. ágúst 2019 17:57 Vinnubrögð SÍ beri keim af kúgunartilburðum Dómsmál Blaðamannafélag Íslands fordæmir fráleita tilraun Seðlabanka Íslands til að þagga niður mál sem tengist launakjörum og hlunnindum sem bankinn veitti þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 2. ágúst 2019 06:15 Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Mál Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Bankinn stefndi blaðamanninum til að reyna fá úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál hnekkt. Samkvæmt honum ber bankanum að afhenda blaðamanninum samning sem var gerður við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, um styrk og laun í námsleyfi á meðan hún sótti nám við Harvard-háskóla. Ingibjörg kom ekki aftur til starfa fyrir bankann eftir námið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða greiðslu upp á annan tug milljóna króna. Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt framgöngu bankans. „Þessi vinnubrögð bankans bera keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum sem á ekki að viðgangast hjá opinberum stofnunum. Að mati Blaðamannafélags Íslands er ólíðandi að blaðamenn þurfi að standa í langvinnum, dýrum og tímafrekum málarekstri til að fá upplýsingar frá opinberum aðilum sem þeir eiga rétt á að fá samkvæmt upplýsingalögum," segir í yfirlýsingu blaðamannafélagsins.Við fyrirtökuna í dag sagði Ari það vera súrrealískt að vera mættur fyrir dóm vegna málsins. „Ég er bara að reyna að vinna mína vinnu og tel að þessar upplýsingar eigi erindi við almenning. Seðlabankinn er ekki á sama máli. Þeir eru búnir að senda frá sér þrjú sett af röksemdum. Það er búið að hrekja fyrstu tvær og nú er sú þriðja komin fyrir dómstóla," segir hann. „Fyrsta röksemdin var að seðlabankinn þyrfti ekki að svara fyrir málefni bankans. Seinni röksemdin laut að persónulegum málum og núna er þess krafist að við birtum forsögu málsins," segir hann og bætir við að það hafi nú þegar verið gert. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna, og fyrrverandi blaðamaður á Fréttablaðinu gagnrýnir framgöngu seðlabankans harðlega á Facebook-síðu sinni. „Alveg er það galið að opinber stofnun stefni blaðamanni fyrir dóm fyrir það eitt að vinna vinnuna sína og biðja um upplýsingar. Opinber stjórnsýsla á að starfa eftir þeirri almennu reglu að allt sé uppi á borðum og gögn opinber," segir Kolbeinn.Ari segist ætla að halda málinu til streitu og bíður enn eftir gögnum. „Að sjálfsögðu ætla ég að gera það. Ég er með mjög góðan stuðning og yfirmenn sem eru tilbúnir að borga fyrir lögfræðikostnað. Ég er mjög heppinn með það," segir Ari. Í yfirlýsingu sem Ólöf Skaftadóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, sendi fréttastofu segir að seðlabankinn hafi með þessu sýnt af sér þöggunartilburði. Þá virðist sem svo að umræddur styrkur, sem bankinn veitti Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, hafi verið veglegur starfslokasamningur á kostnað skattgreiðenda. „Það er bagalegt að fjölmiðlar þurfi að standa undir dýrum málarekstri til að fá upplýsingar sem sannarlega varða almenning fram í dagsljósið. Í þessu tilfelli finnst forsvarsmönnum bankans réttlætanlegt að leita á náðir dómstóla til að forðast skýringu á því að skattgreiðendur borgi háar fjárhæðir fyrir starfslok embættismanns," segir í yfirlýsingu Ólafar.Ólöf Skaftadóttir, ritstjóri Fréttablaðsins.Yfirlýsing Ólafar Skaftadóttur, ritstjóra Fréttablaðsins í heild:Seðlabankinn stefnir nú blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm til að freista þess að kæfa umfjöllun hans um launakjör og hlunnindi sem seðlabankastjóri hefur veitt starfsmönnum í efsta lagi bankans. Um er að ræða styrki og laun í námsleyfi meðan þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins sótti dýrt nám í Bandaríkjunum sem bankinn greiddi fyrir. Starfsmaðurinn kom ekki aftur til starfa fyrir bankann, þannig að svo virðist sem um hafi verið að ræða veglegan starfslokasamning embættismanns á kostnað skattgreiðenda.Það er bagalegt að fjölmiðlar þurfi að standa undir dýrum málarekstri til að fá upplýsingar sem sannarlega varða almenning fram í dagsljósið. Í þessu tilfelli finnst forsvarsmönnum bankans réttlætanlegt að leita á náðir dómstóla til að forðast skýringu á því að skattgreiðendur borgi háar fjárhæðir fyrir starfslok embættismanns.Fréttablaðið mun halda áfram að fjalla um hvers kyns mál sem kunna upp að koma í Seðlabankanum og varða almenning, þrátt fyrir þöggunartilburði.
Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Fordæma stefnu Seðlabankans á hendur blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur stefnt blaðamanni Fréttablaðsins vegna fyrirspurnar hans um innri mál bankans. Blaðamannafélag Íslands segir vinnubrögð Seðlabankans bera keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur kveðið á um að bankanum beri að afhenda gögnin sem um ræðir. 1. ágúst 2019 17:57 Vinnubrögð SÍ beri keim af kúgunartilburðum Dómsmál Blaðamannafélag Íslands fordæmir fráleita tilraun Seðlabanka Íslands til að þagga niður mál sem tengist launakjörum og hlunnindum sem bankinn veitti þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 2. ágúst 2019 06:15 Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Fordæma stefnu Seðlabankans á hendur blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur stefnt blaðamanni Fréttablaðsins vegna fyrirspurnar hans um innri mál bankans. Blaðamannafélag Íslands segir vinnubrögð Seðlabankans bera keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur kveðið á um að bankanum beri að afhenda gögnin sem um ræðir. 1. ágúst 2019 17:57
Vinnubrögð SÍ beri keim af kúgunartilburðum Dómsmál Blaðamannafélag Íslands fordæmir fráleita tilraun Seðlabanka Íslands til að þagga niður mál sem tengist launakjörum og hlunnindum sem bankinn veitti þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 2. ágúst 2019 06:15