Lögreglan setur bann við búrkum ekki í forgang Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 2. ágúst 2019 07:00 Svokallað "búrkubann“ eða bann við klæðum sem hylja andlit fólks tók gildi í Hollandi í gær. Nordicphotos/Getty Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi í Hollandi í gær er fólki bannað að hylja andlit sitt á almenningsstöðum svo sem í skólum, sjúkrahúsum og á lögreglustöðvum og í almenningssamgöngum. Lögreglu er gert að bjóða fólki að fjarlægja klæðnaðinn ellegar hljóta sekt upp á tuttugu til sextíu þúsund íslenskar krónur. Strax á fyrsta degi bannsins má segja að það hafi fallið um sjálft sig þegar lögreglan sagðist ekki setja það í forgang og að löggæslumönnum þætti óþægilegt að framfylgja því. Einnig benti lögreglan á þau óþægindi sem það gæti valdið að konur væru ekki velkomnar inn á lögreglustöð bæru þær blæju. Talsmenn almenningssamgangna í Hollandi hafa gefið það út að starfsfólki verði ekki gert að tryggja að lögunum verði framfylgt í lestum, neðanjarðarlestum, rútum og sporvögnum sé lögregla ekki á staðnum. „Lögreglan hefur sagt að búrkubannið sé ekki í forgangi og að það muni taka 30 mínútur í það minnsta að bregðast við útkalli af því tagi,“ segir Petro Peters, talsmaður almenningssamgangna. „Þetta þýðir að ef starfsmenn okkar eiga að framfylgja banninu geri þeir það án aðstoðar lögreglu og það er ekki í þeirra verkahring að gefa út sektir og tryggja að fólk fari eftir lögum,“ bætir hann við. Starfsmönnum hefur verið ráðlagt að minna konur sem hylja andlit sitt á lögin en meina þeim þó ekki að nota almenningssamgöngur. Bann við búrkum og öðrum fatnaði sem hylur andlit fólks hefur tekið gildi í mörgum löndum Evrópu og eru um það skiptar skoðanir. Margir segja það ekki hlutverk annarra að segja fólki hvernig það eigi að klæða sig, aðrir segja það brot á trúfrelsi og sumir telja búrkur og annan hyljandi andlitsklæði kúgandi fyrir konur. Um fjögur prósent íbúa Hollands eru múslimar en talið er að einungis 150 konur hylji andlit sitt daglega og að um 400 geri það við ákveðin tækifæri. Femke Halsema, borgarstjóri Amsterdam, hefur lýst óánægju sinni með lögin en ekki er gert ráð fyrir að yfirvöld muni bregðast sérstaklega við því. Amnesty International hefur sagt að bannið sé brot á rétti kvenna til að velja hvernig þær klæði sig en Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði árið 2014 að slíkt bann færi ekki í bága við Evrópusáttmálann um mannréttindi. Birtist í Fréttablaðinu Holland Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi í Hollandi í gær er fólki bannað að hylja andlit sitt á almenningsstöðum svo sem í skólum, sjúkrahúsum og á lögreglustöðvum og í almenningssamgöngum. Lögreglu er gert að bjóða fólki að fjarlægja klæðnaðinn ellegar hljóta sekt upp á tuttugu til sextíu þúsund íslenskar krónur. Strax á fyrsta degi bannsins má segja að það hafi fallið um sjálft sig þegar lögreglan sagðist ekki setja það í forgang og að löggæslumönnum þætti óþægilegt að framfylgja því. Einnig benti lögreglan á þau óþægindi sem það gæti valdið að konur væru ekki velkomnar inn á lögreglustöð bæru þær blæju. Talsmenn almenningssamgangna í Hollandi hafa gefið það út að starfsfólki verði ekki gert að tryggja að lögunum verði framfylgt í lestum, neðanjarðarlestum, rútum og sporvögnum sé lögregla ekki á staðnum. „Lögreglan hefur sagt að búrkubannið sé ekki í forgangi og að það muni taka 30 mínútur í það minnsta að bregðast við útkalli af því tagi,“ segir Petro Peters, talsmaður almenningssamgangna. „Þetta þýðir að ef starfsmenn okkar eiga að framfylgja banninu geri þeir það án aðstoðar lögreglu og það er ekki í þeirra verkahring að gefa út sektir og tryggja að fólk fari eftir lögum,“ bætir hann við. Starfsmönnum hefur verið ráðlagt að minna konur sem hylja andlit sitt á lögin en meina þeim þó ekki að nota almenningssamgöngur. Bann við búrkum og öðrum fatnaði sem hylur andlit fólks hefur tekið gildi í mörgum löndum Evrópu og eru um það skiptar skoðanir. Margir segja það ekki hlutverk annarra að segja fólki hvernig það eigi að klæða sig, aðrir segja það brot á trúfrelsi og sumir telja búrkur og annan hyljandi andlitsklæði kúgandi fyrir konur. Um fjögur prósent íbúa Hollands eru múslimar en talið er að einungis 150 konur hylji andlit sitt daglega og að um 400 geri það við ákveðin tækifæri. Femke Halsema, borgarstjóri Amsterdam, hefur lýst óánægju sinni með lögin en ekki er gert ráð fyrir að yfirvöld muni bregðast sérstaklega við því. Amnesty International hefur sagt að bannið sé brot á rétti kvenna til að velja hvernig þær klæði sig en Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði árið 2014 að slíkt bann færi ekki í bága við Evrópusáttmálann um mannréttindi.
Birtist í Fréttablaðinu Holland Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira