Lögreglan á Suðurlandi óskar eftir vitnum að meintri líkamsárás sem varð á eða við göngustíg á Selfossi við Hólatjörn klukkan 00:45 aðfaranótt þriðjudags en þar er karlmaður talinn hafa veist að konu.
Lögreglan biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að líkamsárásinni að hafa samband í síma 444 2000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið sudurland@logreglan.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á Suðurlandi.
Áverkar konunnar sem talin er hafa orðið fyrir árásinni eru taldir minniháttar en engu að síður mikilvægt að upplýsa um málsatvik eins og kostur er.
Óska eftir vitnum að meintri árás við göngustíg á Selfossi
Birgir Olgeirsson skrifar

Mest lesið




Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent


Svava Lydia komin í leitirnar
Innlent


ÍR kveikti á skiltinu án leyfis
Innlent

