Biden enn miðpunktur athyglinnar á kappræðum demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2019 10:34 Biden er með forskot í skoðanakönnunum og hefur verið með lengi. Öll spjót stóðu því á honum í kappræðunum í gær. AP/Paul Sancya Sótt var að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, úr öllum áttum í seinni hluta annarra sjónvarpskappræðna frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í gærkvöldi. Biden þótti standa árásirnar betur af sér en í fyrstu kappræðunum og gagnrýndi róttækar hugmyndir mótframbjóðenda sinna. Tíu frambjóðendur af tuttugu sem komust í sjónvarpskappræður demókrata tókust á í Detroit í gærkvöldi. Auk Biden voru Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, Corey Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey og Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingmaður frá New York, stærstu nöfnin á sviðinu. Aðrir þungavigtarframbjóðendur eins og Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, og Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, öttu kappi í fyrri hluta kappræðnanna á þriðjudagskvöld.Frambjóðendurnir tíu. Frá vinstri: Michael Bennet, Kirsten Gillibrand, Julian Castro, Cory Booker, Joe Biden, Kamala Harris, Andrew Yang, Tulsi Gabbard, Jay Inslee og Bill de Blasio.AP/Paul SancyaDeildu um kostnaðinn við heilbrigðisáætlanir Heilbrigðismál hafa verið helsta hitamálið í kappræðunum til þessa og engin breyting varð á því í gærkvöldi. Nokkrir frambjóðendur demókrata hafa lýst stuðningi við opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Þeirra á meðal er Harris sem lét Biden finna til tevatnsins vegna kynþáttamálefna í fyrstu kappræðunum. Biden, sem þótti standa sig illa í fyrstu sjónvarpskappræðunum, sagði aftur á móti best að byggja á heilbrigðistryggingalögum Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Sagði hann hugmyndir um almenna og opinbera heilbrigðisþjónustu of dýrar, þær tækju of langan tíma í framkvæmd og hækka þyrfti skatta á miðstétt til að fjármagna þær. „Það kostar alltof mikið að gera ekkert,“ svaraði Harris fyrir sig. Harris, sem bætti fylgi sitt eftir fyrstu kappræðurnar, var einnig gagnrýnd vegna refsilöggjafarinnar sem hún framfylgdi sem saksóknari í heimaríki sínu. „Hún setti fleiri en 1.500 manns í fangelsi fyrir maríjúanabrot og hló svo að því þegar hún var spurð að því hvort hún hefði einhvern tímann reykt maríjúana,“ skaut Tulsi Gabbard, fulltrúadeildarþingmaður frá Havaí á Harris.Líkt og í fyrri kappræðunum tókust Biden og Harris á. Í þetta skipti þótti Harris ekki standa sig eins vel og Biden koma skárr út.AP/Paul SancyaBiden gagnrýndur fyrir refsilöggjöfina Booker skaut á Biden, sem er með töluvert forskot á aðra frambjóðendur í skoðanakönnunum, vegna afstöðu hans til refsilöggjafarinnar í gegnum tíðina. Gagnrýnendur umdeilds frumvarps sem Biden vann að árið 1994 segja að það hafi leitt til þess að blökkumenn séu handteknir hlutfallslega oftar en aðrir. „Það er fólk í lífstíðarfangelsi fyrir fíkniefnabrot núna vegna þess að þú stóðst upp og notaðir þessa fölsku orðræðu um að „taka hart á glæpum“ sem tryggði mörgum kjör,“ sagði Booker. Aðrir frambjóðendur höfðu fleiri umkvörtunarefni gegn Biden. Julián Castro, húsnæðismálaráðherra í ríkisstjórn Obama, sakaði Biden um að hafa ekki lært neitt af fyrri reynslu þegar talið barst að landamæra- og innflytjendamálum. Þá hafði Biden mótmælt því að afglæpavæða ætti að fara ólöglega yfir landamærin að Mexíkó. Hálft ár er enn þar til fyrstu atkvæðin í forvali demókrata verða greidd í Iowa og forsetaframbjóðandi flokksins verður ekki útnefndur fyrr en í júlí á næsta ári. Alls er á þriðja tug frambjóðenda í slagnum en kappræðurnar í þessari viku voru síðasta tækifæri margra þeirra til að fá landsathygli. Strangari kröfur verða gerða til frambjóðendanna um stuðning í skoðanakönnunum og fjáröflun til að þeir teljist gjaldgengir í næstu kappræður. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Sótt var að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, úr öllum áttum í seinni hluta annarra sjónvarpskappræðna frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í gærkvöldi. Biden þótti standa árásirnar betur af sér en í fyrstu kappræðunum og gagnrýndi róttækar hugmyndir mótframbjóðenda sinna. Tíu frambjóðendur af tuttugu sem komust í sjónvarpskappræður demókrata tókust á í Detroit í gærkvöldi. Auk Biden voru Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, Corey Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey og Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingmaður frá New York, stærstu nöfnin á sviðinu. Aðrir þungavigtarframbjóðendur eins og Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, og Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, öttu kappi í fyrri hluta kappræðnanna á þriðjudagskvöld.Frambjóðendurnir tíu. Frá vinstri: Michael Bennet, Kirsten Gillibrand, Julian Castro, Cory Booker, Joe Biden, Kamala Harris, Andrew Yang, Tulsi Gabbard, Jay Inslee og Bill de Blasio.AP/Paul SancyaDeildu um kostnaðinn við heilbrigðisáætlanir Heilbrigðismál hafa verið helsta hitamálið í kappræðunum til þessa og engin breyting varð á því í gærkvöldi. Nokkrir frambjóðendur demókrata hafa lýst stuðningi við opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Þeirra á meðal er Harris sem lét Biden finna til tevatnsins vegna kynþáttamálefna í fyrstu kappræðunum. Biden, sem þótti standa sig illa í fyrstu sjónvarpskappræðunum, sagði aftur á móti best að byggja á heilbrigðistryggingalögum Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Sagði hann hugmyndir um almenna og opinbera heilbrigðisþjónustu of dýrar, þær tækju of langan tíma í framkvæmd og hækka þyrfti skatta á miðstétt til að fjármagna þær. „Það kostar alltof mikið að gera ekkert,“ svaraði Harris fyrir sig. Harris, sem bætti fylgi sitt eftir fyrstu kappræðurnar, var einnig gagnrýnd vegna refsilöggjafarinnar sem hún framfylgdi sem saksóknari í heimaríki sínu. „Hún setti fleiri en 1.500 manns í fangelsi fyrir maríjúanabrot og hló svo að því þegar hún var spurð að því hvort hún hefði einhvern tímann reykt maríjúana,“ skaut Tulsi Gabbard, fulltrúadeildarþingmaður frá Havaí á Harris.Líkt og í fyrri kappræðunum tókust Biden og Harris á. Í þetta skipti þótti Harris ekki standa sig eins vel og Biden koma skárr út.AP/Paul SancyaBiden gagnrýndur fyrir refsilöggjöfina Booker skaut á Biden, sem er með töluvert forskot á aðra frambjóðendur í skoðanakönnunum, vegna afstöðu hans til refsilöggjafarinnar í gegnum tíðina. Gagnrýnendur umdeilds frumvarps sem Biden vann að árið 1994 segja að það hafi leitt til þess að blökkumenn séu handteknir hlutfallslega oftar en aðrir. „Það er fólk í lífstíðarfangelsi fyrir fíkniefnabrot núna vegna þess að þú stóðst upp og notaðir þessa fölsku orðræðu um að „taka hart á glæpum“ sem tryggði mörgum kjör,“ sagði Booker. Aðrir frambjóðendur höfðu fleiri umkvörtunarefni gegn Biden. Julián Castro, húsnæðismálaráðherra í ríkisstjórn Obama, sakaði Biden um að hafa ekki lært neitt af fyrri reynslu þegar talið barst að landamæra- og innflytjendamálum. Þá hafði Biden mótmælt því að afglæpavæða ætti að fara ólöglega yfir landamærin að Mexíkó. Hálft ár er enn þar til fyrstu atkvæðin í forvali demókrata verða greidd í Iowa og forsetaframbjóðandi flokksins verður ekki útnefndur fyrr en í júlí á næsta ári. Alls er á þriðja tug frambjóðenda í slagnum en kappræðurnar í þessari viku voru síðasta tækifæri margra þeirra til að fá landsathygli. Strangari kröfur verða gerða til frambjóðendanna um stuðning í skoðanakönnunum og fjáröflun til að þeir teljist gjaldgengir í næstu kappræður.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent