Biden enn miðpunktur athyglinnar á kappræðum demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2019 10:34 Biden er með forskot í skoðanakönnunum og hefur verið með lengi. Öll spjót stóðu því á honum í kappræðunum í gær. AP/Paul Sancya Sótt var að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, úr öllum áttum í seinni hluta annarra sjónvarpskappræðna frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í gærkvöldi. Biden þótti standa árásirnar betur af sér en í fyrstu kappræðunum og gagnrýndi róttækar hugmyndir mótframbjóðenda sinna. Tíu frambjóðendur af tuttugu sem komust í sjónvarpskappræður demókrata tókust á í Detroit í gærkvöldi. Auk Biden voru Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, Corey Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey og Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingmaður frá New York, stærstu nöfnin á sviðinu. Aðrir þungavigtarframbjóðendur eins og Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, og Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, öttu kappi í fyrri hluta kappræðnanna á þriðjudagskvöld.Frambjóðendurnir tíu. Frá vinstri: Michael Bennet, Kirsten Gillibrand, Julian Castro, Cory Booker, Joe Biden, Kamala Harris, Andrew Yang, Tulsi Gabbard, Jay Inslee og Bill de Blasio.AP/Paul SancyaDeildu um kostnaðinn við heilbrigðisáætlanir Heilbrigðismál hafa verið helsta hitamálið í kappræðunum til þessa og engin breyting varð á því í gærkvöldi. Nokkrir frambjóðendur demókrata hafa lýst stuðningi við opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Þeirra á meðal er Harris sem lét Biden finna til tevatnsins vegna kynþáttamálefna í fyrstu kappræðunum. Biden, sem þótti standa sig illa í fyrstu sjónvarpskappræðunum, sagði aftur á móti best að byggja á heilbrigðistryggingalögum Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Sagði hann hugmyndir um almenna og opinbera heilbrigðisþjónustu of dýrar, þær tækju of langan tíma í framkvæmd og hækka þyrfti skatta á miðstétt til að fjármagna þær. „Það kostar alltof mikið að gera ekkert,“ svaraði Harris fyrir sig. Harris, sem bætti fylgi sitt eftir fyrstu kappræðurnar, var einnig gagnrýnd vegna refsilöggjafarinnar sem hún framfylgdi sem saksóknari í heimaríki sínu. „Hún setti fleiri en 1.500 manns í fangelsi fyrir maríjúanabrot og hló svo að því þegar hún var spurð að því hvort hún hefði einhvern tímann reykt maríjúana,“ skaut Tulsi Gabbard, fulltrúadeildarþingmaður frá Havaí á Harris.Líkt og í fyrri kappræðunum tókust Biden og Harris á. Í þetta skipti þótti Harris ekki standa sig eins vel og Biden koma skárr út.AP/Paul SancyaBiden gagnrýndur fyrir refsilöggjöfina Booker skaut á Biden, sem er með töluvert forskot á aðra frambjóðendur í skoðanakönnunum, vegna afstöðu hans til refsilöggjafarinnar í gegnum tíðina. Gagnrýnendur umdeilds frumvarps sem Biden vann að árið 1994 segja að það hafi leitt til þess að blökkumenn séu handteknir hlutfallslega oftar en aðrir. „Það er fólk í lífstíðarfangelsi fyrir fíkniefnabrot núna vegna þess að þú stóðst upp og notaðir þessa fölsku orðræðu um að „taka hart á glæpum“ sem tryggði mörgum kjör,“ sagði Booker. Aðrir frambjóðendur höfðu fleiri umkvörtunarefni gegn Biden. Julián Castro, húsnæðismálaráðherra í ríkisstjórn Obama, sakaði Biden um að hafa ekki lært neitt af fyrri reynslu þegar talið barst að landamæra- og innflytjendamálum. Þá hafði Biden mótmælt því að afglæpavæða ætti að fara ólöglega yfir landamærin að Mexíkó. Hálft ár er enn þar til fyrstu atkvæðin í forvali demókrata verða greidd í Iowa og forsetaframbjóðandi flokksins verður ekki útnefndur fyrr en í júlí á næsta ári. Alls er á þriðja tug frambjóðenda í slagnum en kappræðurnar í þessari viku voru síðasta tækifæri margra þeirra til að fá landsathygli. Strangari kröfur verða gerða til frambjóðendanna um stuðning í skoðanakönnunum og fjáröflun til að þeir teljist gjaldgengir í næstu kappræður. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Sjá meira
Sótt var að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, úr öllum áttum í seinni hluta annarra sjónvarpskappræðna frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í gærkvöldi. Biden þótti standa árásirnar betur af sér en í fyrstu kappræðunum og gagnrýndi róttækar hugmyndir mótframbjóðenda sinna. Tíu frambjóðendur af tuttugu sem komust í sjónvarpskappræður demókrata tókust á í Detroit í gærkvöldi. Auk Biden voru Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, Corey Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey og Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingmaður frá New York, stærstu nöfnin á sviðinu. Aðrir þungavigtarframbjóðendur eins og Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, og Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, öttu kappi í fyrri hluta kappræðnanna á þriðjudagskvöld.Frambjóðendurnir tíu. Frá vinstri: Michael Bennet, Kirsten Gillibrand, Julian Castro, Cory Booker, Joe Biden, Kamala Harris, Andrew Yang, Tulsi Gabbard, Jay Inslee og Bill de Blasio.AP/Paul SancyaDeildu um kostnaðinn við heilbrigðisáætlanir Heilbrigðismál hafa verið helsta hitamálið í kappræðunum til þessa og engin breyting varð á því í gærkvöldi. Nokkrir frambjóðendur demókrata hafa lýst stuðningi við opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Þeirra á meðal er Harris sem lét Biden finna til tevatnsins vegna kynþáttamálefna í fyrstu kappræðunum. Biden, sem þótti standa sig illa í fyrstu sjónvarpskappræðunum, sagði aftur á móti best að byggja á heilbrigðistryggingalögum Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Sagði hann hugmyndir um almenna og opinbera heilbrigðisþjónustu of dýrar, þær tækju of langan tíma í framkvæmd og hækka þyrfti skatta á miðstétt til að fjármagna þær. „Það kostar alltof mikið að gera ekkert,“ svaraði Harris fyrir sig. Harris, sem bætti fylgi sitt eftir fyrstu kappræðurnar, var einnig gagnrýnd vegna refsilöggjafarinnar sem hún framfylgdi sem saksóknari í heimaríki sínu. „Hún setti fleiri en 1.500 manns í fangelsi fyrir maríjúanabrot og hló svo að því þegar hún var spurð að því hvort hún hefði einhvern tímann reykt maríjúana,“ skaut Tulsi Gabbard, fulltrúadeildarþingmaður frá Havaí á Harris.Líkt og í fyrri kappræðunum tókust Biden og Harris á. Í þetta skipti þótti Harris ekki standa sig eins vel og Biden koma skárr út.AP/Paul SancyaBiden gagnrýndur fyrir refsilöggjöfina Booker skaut á Biden, sem er með töluvert forskot á aðra frambjóðendur í skoðanakönnunum, vegna afstöðu hans til refsilöggjafarinnar í gegnum tíðina. Gagnrýnendur umdeilds frumvarps sem Biden vann að árið 1994 segja að það hafi leitt til þess að blökkumenn séu handteknir hlutfallslega oftar en aðrir. „Það er fólk í lífstíðarfangelsi fyrir fíkniefnabrot núna vegna þess að þú stóðst upp og notaðir þessa fölsku orðræðu um að „taka hart á glæpum“ sem tryggði mörgum kjör,“ sagði Booker. Aðrir frambjóðendur höfðu fleiri umkvörtunarefni gegn Biden. Julián Castro, húsnæðismálaráðherra í ríkisstjórn Obama, sakaði Biden um að hafa ekki lært neitt af fyrri reynslu þegar talið barst að landamæra- og innflytjendamálum. Þá hafði Biden mótmælt því að afglæpavæða ætti að fara ólöglega yfir landamærin að Mexíkó. Hálft ár er enn þar til fyrstu atkvæðin í forvali demókrata verða greidd í Iowa og forsetaframbjóðandi flokksins verður ekki útnefndur fyrr en í júlí á næsta ári. Alls er á þriðja tug frambjóðenda í slagnum en kappræðurnar í þessari viku voru síðasta tækifæri margra þeirra til að fá landsathygli. Strangari kröfur verða gerða til frambjóðendanna um stuðning í skoðanakönnunum og fjáröflun til að þeir teljist gjaldgengir í næstu kappræður.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Sjá meira