Sundlaugar og sæmdarvíg Þorvaldur Gylfason skrifar 1. ágúst 2019 08:00 Reykjavík – Saga heimsins geymir dæmi um sátt og samlyndi ólíkra kynþátta í nábýli og einnig um ósátt og sundurlyndi.Frá Singapúr til Suður-Afríku Singapúr er dæmi um sátt og samlyndi. Þar hafa ólíkir kynþættir búið þröngt í örlitlu borgríki í meira en hálfa öld án nokkurra verulegra vandkvæða. Landsfaðirinn Lee Kuan Yew tók af skarið þegar landið tók sér sjálfstæði 1965. Hann sagði: Allir kynþættir eiga sama rétt í Singapúr. Þannig hughreysti hann, Kínverjinn, minnihlutahópana í nýju ríki þar sem sjötti hver íbúi er Indverji og fjórtándi hver íbúi er frá Malasíu auk Araba og annarra smærri hópa. Þrír af hverjum fjórum íbúum landsins eru Kínverjar. Í Malasíu í næsta nágrenni býr kínverskur minni hluti íbúanna við margvíslega fordóma og mismunun af hálfu innfædda meiri hlutans, Malajanna. Annað gott en öðruvísi dæmi um sátt og samlyndi ólíkra kynþátta er Suður-Afríka þar sem ólíkir kynþættir – blökkumenn og hvítir, Indverjar, Arabar o.s.frv. – bjuggu lengi saman í friði og spekt. Svo gerðist það 1948 að Þjóðarflokkurinn náði völdum í landinu fyrir tilstilli örlítils nasistaflokks. Ríkisstjórnin lýsti Svæði sex í Höfðaborg „hvítt“ 1966, rak íbúana burt eins og búfénað og jafnaði byggðina við jörðu með stórvirkum vinnuvélum. Hvers vegna? Sambúð ólíkra kynþátta í friði og spekt rímaði ekki við hugmyndafræði aðskilnaðarstefnunnar. Aðskilnaðarstjórninni var loksins steypt í frjálsum kosningum 1994, en sárin sem hún risti í þjóðlífið hafa ekki enn náð að gróa til fulls.Bandaríkin og Brasilía Bandarískir blökkumenn, afkomendur þrælanna, eru nú 44 milljónir talsins. Ef þeir mynduðu eigið ríki yrði það fjölmennara en Pólland (39 milljónir) og næstum jafnfjölmennt og Spánn (46). Það kostaði borgarastyrjöld 1861-1865 og 600 þúsund mannslíf að binda enda á þrælahald í Bandaríkjunum. Eftirfylgnin tókst þó ekki vel. Norðurríkin höfðu suðurríkin undir allströngu eftirliti 1865-1877 en slökuðu síðan á klónni. Hatursmenn blökkumanna höfðu stofnað með sér samtökin Ku Klux Klan strax 1865, samtök sem enn eru til undir því nafni, og gengu á lagið, myrtu blökkumenn þúsundum saman án dóms og laga og brenndu heimili þeirra og kirkjur. Réttindi blökkumanna voru skert með staðbundinni löggjöf í suðurríkjunum, m.a. kosningarréttur og aðgangur að skólum. Það tók önnur hundrað ár að tryggja bandarískum blökkumönnum sama rétt og hvítum skv. lögum. Það hefur samt ekki dugað til því enn búa þeir við margvíslega mismunun. Og nú situr rasisti, hinn fyrsti í meira en hundrað ár, á forsetastóli í Bandaríkjunum. Fjórir af hverjum tíu þrælum sem voru fluttir vestur um haf frá Afríku lentu í Brasilíu þar sem hvítir menn, afkomendur Portúgala, Ítala, Spánverja og Þjóðverja, eru tæpur helmingur mannfjöldans. Afkomendur þrælanna hafa blandazt öðrum íbúum landsins í ríkari mæli en í Bandaríkjunum svo minna ber því á kynþáttafordómum og öðru misrétti í Brasilíu en í Bandaríkjunum. Brasilía vitnar betur en Bandaríkin um getu manna af ólíkum uppruna til að lifa saman í sæmilegri sátt og friði.Ísland og Evrópa Evrópa er engu síður fjölbreytt en Bandaríkin og Brasilía. Í Evrópu búa 87 ólíkar þjóðir, þar af 33 sem mynda meiri hluta í a.m.k. einu þjóðríki og 54 sem mynda minni hluta. Sjöundi hver íbúi Íslands (14%) er fæddur utan lands borið saman við 12% í Danmörku, 15% í Noregi, 18% í Svíþjóð og 28% í Sviss. Pólverjar á Íslandi eru nú 17 þúsund eða tæp 5% mannfjöldans í heild. Útlendingar, þ.e. borgarar annarra landa, eru 11% af íbúafjölda Íslands og Noregs borið saman við 8% í Danmörku og Svíþjóð og 25% í Sviss. Flestir Íslendingar og Svíar fagna innflytjendum enda var íslenzkum og sænskum innflytjendum vel tekið í Ameríku á sinni tíð þegar fimmti hver Íslendingur flutti vestur um haf og fjórði hver Svíi. Sænskar konur kvarta þó sumar undan því að geta ekki lengur með góðu móti farið í sund þar eð í sundlaugunum séu Arabar sem láta þær ekki í friði, karlar sem sjá ekkert athugavert við yfirgang gagnvart konum, jafnvel sæmdarvíg. Fyrir liggur hvernig rasistinn í Hvíta húsinu myndi bregðast við vandanum. Hann myndi banna múslimum að flytja til Svíþjóðar. Hann reyndi þetta heima fyrir en dómstólar settu honum stólinn fyrir dyrnar. Einfaldari og mannúðlegri leið er að herða eftirlit í sundlaugum og vísa þeim gestum frá sem láta aðra gesti ekki í friði. Rómarsáttmálinn sem er eins konar stjórnarskrá ESB bannar mismunun eftir þjóðerni. Hér kemur gestgjafaregla Kristjáns Hreinssonar skálds til skjalanna. Gesturinn getur því aðeins ætlazt til að geta gert sig heimakominn að hann semji sig skv. reglunni að siðum gestgjafans sem hefur framfylgd reglunnar í hendi sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Reykjavík – Saga heimsins geymir dæmi um sátt og samlyndi ólíkra kynþátta í nábýli og einnig um ósátt og sundurlyndi.Frá Singapúr til Suður-Afríku Singapúr er dæmi um sátt og samlyndi. Þar hafa ólíkir kynþættir búið þröngt í örlitlu borgríki í meira en hálfa öld án nokkurra verulegra vandkvæða. Landsfaðirinn Lee Kuan Yew tók af skarið þegar landið tók sér sjálfstæði 1965. Hann sagði: Allir kynþættir eiga sama rétt í Singapúr. Þannig hughreysti hann, Kínverjinn, minnihlutahópana í nýju ríki þar sem sjötti hver íbúi er Indverji og fjórtándi hver íbúi er frá Malasíu auk Araba og annarra smærri hópa. Þrír af hverjum fjórum íbúum landsins eru Kínverjar. Í Malasíu í næsta nágrenni býr kínverskur minni hluti íbúanna við margvíslega fordóma og mismunun af hálfu innfædda meiri hlutans, Malajanna. Annað gott en öðruvísi dæmi um sátt og samlyndi ólíkra kynþátta er Suður-Afríka þar sem ólíkir kynþættir – blökkumenn og hvítir, Indverjar, Arabar o.s.frv. – bjuggu lengi saman í friði og spekt. Svo gerðist það 1948 að Þjóðarflokkurinn náði völdum í landinu fyrir tilstilli örlítils nasistaflokks. Ríkisstjórnin lýsti Svæði sex í Höfðaborg „hvítt“ 1966, rak íbúana burt eins og búfénað og jafnaði byggðina við jörðu með stórvirkum vinnuvélum. Hvers vegna? Sambúð ólíkra kynþátta í friði og spekt rímaði ekki við hugmyndafræði aðskilnaðarstefnunnar. Aðskilnaðarstjórninni var loksins steypt í frjálsum kosningum 1994, en sárin sem hún risti í þjóðlífið hafa ekki enn náð að gróa til fulls.Bandaríkin og Brasilía Bandarískir blökkumenn, afkomendur þrælanna, eru nú 44 milljónir talsins. Ef þeir mynduðu eigið ríki yrði það fjölmennara en Pólland (39 milljónir) og næstum jafnfjölmennt og Spánn (46). Það kostaði borgarastyrjöld 1861-1865 og 600 þúsund mannslíf að binda enda á þrælahald í Bandaríkjunum. Eftirfylgnin tókst þó ekki vel. Norðurríkin höfðu suðurríkin undir allströngu eftirliti 1865-1877 en slökuðu síðan á klónni. Hatursmenn blökkumanna höfðu stofnað með sér samtökin Ku Klux Klan strax 1865, samtök sem enn eru til undir því nafni, og gengu á lagið, myrtu blökkumenn þúsundum saman án dóms og laga og brenndu heimili þeirra og kirkjur. Réttindi blökkumanna voru skert með staðbundinni löggjöf í suðurríkjunum, m.a. kosningarréttur og aðgangur að skólum. Það tók önnur hundrað ár að tryggja bandarískum blökkumönnum sama rétt og hvítum skv. lögum. Það hefur samt ekki dugað til því enn búa þeir við margvíslega mismunun. Og nú situr rasisti, hinn fyrsti í meira en hundrað ár, á forsetastóli í Bandaríkjunum. Fjórir af hverjum tíu þrælum sem voru fluttir vestur um haf frá Afríku lentu í Brasilíu þar sem hvítir menn, afkomendur Portúgala, Ítala, Spánverja og Þjóðverja, eru tæpur helmingur mannfjöldans. Afkomendur þrælanna hafa blandazt öðrum íbúum landsins í ríkari mæli en í Bandaríkjunum svo minna ber því á kynþáttafordómum og öðru misrétti í Brasilíu en í Bandaríkjunum. Brasilía vitnar betur en Bandaríkin um getu manna af ólíkum uppruna til að lifa saman í sæmilegri sátt og friði.Ísland og Evrópa Evrópa er engu síður fjölbreytt en Bandaríkin og Brasilía. Í Evrópu búa 87 ólíkar þjóðir, þar af 33 sem mynda meiri hluta í a.m.k. einu þjóðríki og 54 sem mynda minni hluta. Sjöundi hver íbúi Íslands (14%) er fæddur utan lands borið saman við 12% í Danmörku, 15% í Noregi, 18% í Svíþjóð og 28% í Sviss. Pólverjar á Íslandi eru nú 17 þúsund eða tæp 5% mannfjöldans í heild. Útlendingar, þ.e. borgarar annarra landa, eru 11% af íbúafjölda Íslands og Noregs borið saman við 8% í Danmörku og Svíþjóð og 25% í Sviss. Flestir Íslendingar og Svíar fagna innflytjendum enda var íslenzkum og sænskum innflytjendum vel tekið í Ameríku á sinni tíð þegar fimmti hver Íslendingur flutti vestur um haf og fjórði hver Svíi. Sænskar konur kvarta þó sumar undan því að geta ekki lengur með góðu móti farið í sund þar eð í sundlaugunum séu Arabar sem láta þær ekki í friði, karlar sem sjá ekkert athugavert við yfirgang gagnvart konum, jafnvel sæmdarvíg. Fyrir liggur hvernig rasistinn í Hvíta húsinu myndi bregðast við vandanum. Hann myndi banna múslimum að flytja til Svíþjóðar. Hann reyndi þetta heima fyrir en dómstólar settu honum stólinn fyrir dyrnar. Einfaldari og mannúðlegri leið er að herða eftirlit í sundlaugum og vísa þeim gestum frá sem láta aðra gesti ekki í friði. Rómarsáttmálinn sem er eins konar stjórnarskrá ESB bannar mismunun eftir þjóðerni. Hér kemur gestgjafaregla Kristjáns Hreinssonar skálds til skjalanna. Gesturinn getur því aðeins ætlazt til að geta gert sig heimakominn að hann semji sig skv. reglunni að siðum gestgjafans sem hefur framfylgd reglunnar í hendi sér.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun