Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin úr stórleiknum í Kópavogi og mark Kristjáns Flóka á Meistaravöllum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Blikar fagna Brynjólfi Darra eftir að hann kom þeim í 3-2 gegn Valsmönnum.
Blikar fagna Brynjólfi Darra eftir að hann kom þeim í 3-2 gegn Valsmönnum. vísir/bára
Sautjándu umferð Pepsi Max-deildar karla lauk í kvöld með tveimur leikjum. Í Kópavoginum gerðu Breiðablik og Valur 3-3 jafntefli og í vesturbæ Reykjavík vann KR Víking R., 1-0.

Leikur Breiðabliks og Vals var mikil skemmtun. Valur komst í 2-0 eftir 19 mínútur með mörkum Birkis Más Sævarssonar og Patricks Pedersen.

En Breiðablik jafnaði með mörkum Brynjólfs Darra Willumssonar og Andra Rafns Yeoman á fjögurra mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks.

Á 60. mínútu kom Brynjólfur Darri Blikum yfir með sínu öðru marki. Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, átti hins vegar síðasta orðið þegar hann jafnaði á 69. mínútu. Lokatölur 3-3.

Valur er í 6. sæti deildarinnar með 24 stig. Breiðablik er í 2. sætinu með 30 stig, níu stigum á eftir toppliði KR.

Kristján Flóki Finnbogason tryggði KR-ingum sigur á Víkingum með marki á 41. mínútu. Hann slapp þá í gegnum vörn Víkings eftir frábæra sendingu Kristins Jónssonar.

Víkingur er í 10. sæti deildarinnar með 19 stig, einu stigi frá fallsæti.

Mörkin sjö úr leikjum kvöldsins má sjá hér fyrir neðan.

Breiðablik 3-3 Valur
Klippa: Breiðablik 3-3 Valur
 

KR 1-0 Víkingur
Klippa: KR 1-0 Víkingur
 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×