Ákvörðun Katrínar valdi engu fjaðrafoki í alþjóðasamskiptum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. ágúst 2019 12:12 Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, segir að ekki sé hægt að lesa neitt mikið í ákvörðun forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, verður ekki stödd á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna kemur í opinbera heimsókn 4. september næstkomandi. Forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar telur það ekki vera til marks um vanvirðingu því utanríkisráðherrann sé gestgjafinn. Forsætisráðherra sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að hún gæti ekki tekið á móti Pence því hún hefði samþykkt að vera ræðumaður á þingi Norrænu verkalýðssamtakanna á þessum tíma. Hún sæi ekki ástæðu til að breyta dagskránni.Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, og sérfræðingum í alþjóðasamskiptum segir að ekki sé hægt að lesa neitt sérstakt úr ákvörðun forsætisráðherra. „Í sjálfu sér er eðlilegt að þeir sem bjóða leiðtoganum séu þeir sem taka á móti þeim erlendu gestum sem síðan koma þannig að þó að forsætisráðherrann sé ekki á landinu og hún er með sína dagskrá og hefur ýmislegt annað að gera. Það þarf ekki að lesa mikið í það. Utanríkisráðherra er gestgjafinn.“ Málið myndi horfa öðruvísi við ef von væri á sjálfum forsetanum. Það væri náttúrulega annað mál ef að forsætisráðherra væri þá ekki tilbúinn til að taka á móti þjóðarleiðtoga. Það væri náttúrulega svolítið furðulegt þannig að auðvitað er varaforseti annað en forsetaembættið. Pia segir að þjóðir horfi í auknum mæli til Norðurslóða. Aukin hernaðarumsvif á svæðinu séu áhyggjuefni. Það er klárlega verið að setja þetta mikið ofar á listann heldur en verið hefur og það er óskaplega skiljanlegt þegar við lítum í kringum okkur og sjáum hvers lags áskoranir blasa við. Þá er náttúrulega ljóst að það er að færast aukinn þungi í öll mál sem lúta að öryggismálum á Norðurslóðum og við sjáum líka þennan aukna áhuga Bandaríkjamanna á þessu heimasvæði. Uppbyggingin í Keflavík segir náttúrulega sína sögu. Þeir eru að setja töluvert mikið af peningum í, ekki bara viðhald heldur uppbyggingu þar.Vel fór á með Merkel og Katrínu þegar þær hittust í Þýskalandi í mars í fyrra.Vísir/EPAMerkel sé einn merkasti stjórnmálamaður samtímans Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tekur á móti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Pia segir að henni hafi tekist vel að tengjast þjóðarleiðtogum. „Það er mjög mikilvæg heimsókn og mér finnst gaman að sjá hvernig mér sýnist Katrínu hafa gengið mjög vel að tengjast henni. Þær eru ábyggilega orðnar alveg hreint ágætis vinkonur bara, gæti manni dottið í hug. Allavega hafa þær hist nokkrum sinnum og það að hún komi hingað á þessum tíma, það er gríðarlega mikilvægt. Þetta er náttúrulega einn merkilegasti stjórnmálamaður samtímans.“ Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, verður ekki stödd á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna kemur í opinbera heimsókn 4. september næstkomandi. Forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar telur það ekki vera til marks um vanvirðingu því utanríkisráðherrann sé gestgjafinn. Forsætisráðherra sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að hún gæti ekki tekið á móti Pence því hún hefði samþykkt að vera ræðumaður á þingi Norrænu verkalýðssamtakanna á þessum tíma. Hún sæi ekki ástæðu til að breyta dagskránni.Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, og sérfræðingum í alþjóðasamskiptum segir að ekki sé hægt að lesa neitt sérstakt úr ákvörðun forsætisráðherra. „Í sjálfu sér er eðlilegt að þeir sem bjóða leiðtoganum séu þeir sem taka á móti þeim erlendu gestum sem síðan koma þannig að þó að forsætisráðherrann sé ekki á landinu og hún er með sína dagskrá og hefur ýmislegt annað að gera. Það þarf ekki að lesa mikið í það. Utanríkisráðherra er gestgjafinn.“ Málið myndi horfa öðruvísi við ef von væri á sjálfum forsetanum. Það væri náttúrulega annað mál ef að forsætisráðherra væri þá ekki tilbúinn til að taka á móti þjóðarleiðtoga. Það væri náttúrulega svolítið furðulegt þannig að auðvitað er varaforseti annað en forsetaembættið. Pia segir að þjóðir horfi í auknum mæli til Norðurslóða. Aukin hernaðarumsvif á svæðinu séu áhyggjuefni. Það er klárlega verið að setja þetta mikið ofar á listann heldur en verið hefur og það er óskaplega skiljanlegt þegar við lítum í kringum okkur og sjáum hvers lags áskoranir blasa við. Þá er náttúrulega ljóst að það er að færast aukinn þungi í öll mál sem lúta að öryggismálum á Norðurslóðum og við sjáum líka þennan aukna áhuga Bandaríkjamanna á þessu heimasvæði. Uppbyggingin í Keflavík segir náttúrulega sína sögu. Þeir eru að setja töluvert mikið af peningum í, ekki bara viðhald heldur uppbyggingu þar.Vel fór á með Merkel og Katrínu þegar þær hittust í Þýskalandi í mars í fyrra.Vísir/EPAMerkel sé einn merkasti stjórnmálamaður samtímans Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tekur á móti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Pia segir að henni hafi tekist vel að tengjast þjóðarleiðtogum. „Það er mjög mikilvæg heimsókn og mér finnst gaman að sjá hvernig mér sýnist Katrínu hafa gengið mjög vel að tengjast henni. Þær eru ábyggilega orðnar alveg hreint ágætis vinkonur bara, gæti manni dottið í hug. Allavega hafa þær hist nokkrum sinnum og það að hún komi hingað á þessum tíma, það er gríðarlega mikilvægt. Þetta er náttúrulega einn merkilegasti stjórnmálamaður samtímans.“
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira