Rándýrir tjaldhælar í Staðarskála Jakob Bjarnar skrifar 19. ágúst 2019 11:48 Pakkinn af tjaldhælunum kostar rétt tæpar 5.200 krónur sem þýðir að hver og einn tjaldhæll kostar 650 krónur. En, þeir eru léttir og fyrir mikla göngumenn munar um hvert gramm. Lesandi Vísis, sem staldraði við í Staðarskála í gærkvöldi, rak augu í tjaldhæla sem þar voru til sölu. Átta hælar kosta 5.195 krónur sem þýðir að hver hæll kostar heilar 650 krónur. Lesandinn sendi Vísi mynd af þessum rándýru tjaldhælum og taldi þetta til marks um að heldur betur væri verið að okra á ferðamanninum. Vísir heyrði í Einari Rúnari Ísfjörð sem er svæðisstjóri N1 í Staðarskála og hann var ekki frá því að þetta væri vel í lagt. Og fór sérstaklega til að kynna sér málið betur, með neytendavakt Vísis í eyranu. „Jájá, þetta eru áltjaldhælar. Sem eru aðeins 14 grömm stykkið. Með sérstökum krækjum svo tjaldið fjúki síður. Eitthvað „fansí“. Þetta er líklega sérstaklega hugsað fyrir þá sem eru í miklum göngum og eru að fara á hálendið. Þetta er eins og í golfinu. Sumir vilja bara einhverja merkjavöru og kaupa sér rándýrar kúlur,“ segir Einar Rúnar sem vill meina að meðaljónar eins og hann og blaðamaður Vísis hljóti að láta sér duga ódýrari vöru. Kaupum það sem er hentugast. Einar Rúnar bendir á að hann sé einnig með venjulega stáltjaldhæla, sex stykki í pakka sem fá má á innan við þúsund krónur. „Ég held að við séum ekki að selja mikið af þessu en, þeir sem eru í miklum göngum velja sér þetta.“ Svæðisstjórinn bendir jafnframt á að það séu ekki þau í skálanum sem sjái um verðlagningu á vörum, heldur hafi innkaupadeild N1 það með höndum. Ferðamennska á Íslandi Húnaþing vestra Neytendur Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Lesandi Vísis, sem staldraði við í Staðarskála í gærkvöldi, rak augu í tjaldhæla sem þar voru til sölu. Átta hælar kosta 5.195 krónur sem þýðir að hver hæll kostar heilar 650 krónur. Lesandinn sendi Vísi mynd af þessum rándýru tjaldhælum og taldi þetta til marks um að heldur betur væri verið að okra á ferðamanninum. Vísir heyrði í Einari Rúnari Ísfjörð sem er svæðisstjóri N1 í Staðarskála og hann var ekki frá því að þetta væri vel í lagt. Og fór sérstaklega til að kynna sér málið betur, með neytendavakt Vísis í eyranu. „Jájá, þetta eru áltjaldhælar. Sem eru aðeins 14 grömm stykkið. Með sérstökum krækjum svo tjaldið fjúki síður. Eitthvað „fansí“. Þetta er líklega sérstaklega hugsað fyrir þá sem eru í miklum göngum og eru að fara á hálendið. Þetta er eins og í golfinu. Sumir vilja bara einhverja merkjavöru og kaupa sér rándýrar kúlur,“ segir Einar Rúnar sem vill meina að meðaljónar eins og hann og blaðamaður Vísis hljóti að láta sér duga ódýrari vöru. Kaupum það sem er hentugast. Einar Rúnar bendir á að hann sé einnig með venjulega stáltjaldhæla, sex stykki í pakka sem fá má á innan við þúsund krónur. „Ég held að við séum ekki að selja mikið af þessu en, þeir sem eru í miklum göngum velja sér þetta.“ Svæðisstjórinn bendir jafnframt á að það séu ekki þau í skálanum sem sjái um verðlagningu á vörum, heldur hafi innkaupadeild N1 það með höndum.
Ferðamennska á Íslandi Húnaþing vestra Neytendur Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira