Íslenski boltinn

Nýliðarnir gætu myndað saman stórglæsilegt tímabil

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
HK-ingar fagna góðum sigri í sumar.
HK-ingar fagna góðum sigri í sumar. vísir/bára
HK og ÍA eru nýliðar í Pepsi Max deild karla í fótbolta í sumar en knattspyrnuáhugafólk hefur séð tvær mjög ólíkar útgáfur af báðum liðum í sumar.

Skagamenn voru á toppnum eftir sex umferðir og HK-ingar voru komnir í baráttuna um Evrópusætið þegar þegar töpuðu tveimur stigum í Grindavík í gær.

Nú er svo komið að nýliðarnir gætu myndað í sameiningu stórglæsilegt tímabil, það er ef við tækjum byrjun Skagamanna og myndum leggja hana saman við miðhluta tímabils HK-inga.

Þetta ímyndaða lið væri nefnilega með 36 stig og +15 í markatölu eða sama árangur og topplið KR-inga. KR-ingar fá reyndar tækifæri til að bæta við það á heimavelli á móti Víkingum í kvöld.

Að sama skapi er hægt að setja saman ansi slakt tímabil með byrjun HK-inga og svo miðhlutanum hjá Skagamönnum. Það lið væri bara með 11 stig og -10 í markatölu og væri í slæmum málum í fallsæti.

Góða tímabil sameinaða nýliða

Fyrstu sex umferðirnar hjá ÍA: 16 stig (+8 í markatölu)

Síðustu ellefu umferðirnar hjá HK: 20 stig (+7 í markatölu)

Þessar sautján umferðir lagðar saman: 36 stig (+15 í markatölu)

Toppliðin væru:

KR 36 stig (+15)

HK/ÍA 36 stig (+15)

Breiðablik 29 stig (+12)

FH 28 stig (0)

Stjarnan 27 stig (+4)

Slæma tímabil sameinaða nýliða

Fyrstu sex umferðirnar hjá HK: 5 stig (-2 í markatölu)

Síðustu ellefu umferðirnar hjá ÍA: 6 stig (-8 í markatölu)

Þessar sautján umferðir lagðar saman: 11 stig (-10 í markatölu)

Botnliðin væru:

Fylkir 22 stig (-3)

KA 20 stig (-5)

Víkingur 19 stig (-1)

Grindavík 18 stig (-5)

HK/ÍA 11 stig (-10)

ÍBV 6 stig (-26)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×