Prófuðu Mars-geimbúning á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2019 08:55 MS-1 geimbúningurinn. Mynd/Daniel Leeb. Hópur á vegum Iceland Space Agency dvaldi fyrr í mánuðinum við Grímsvötn á Vatnajökli til þess að safna gögnum og prófa geimbúning sem iðnhönnuður hannaði í samstarfi við NASA, bandarísku geimferðastofnunina. Markmiðið var að kanna hvernig geimbúningurinn virkar í umhverfi sem líkist því sem finna má á Mars, auk þess sem að rannsakað var hvort Grímsvötn séu fýsilegur staður til að hýsa undirbúningsleiðangur fyrir Mars-ferðir.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Iceland Space Agency en þar segir að Daniel Leeb, framkvæmdastjóri ISA, hafi leitt alþjóðlegt teymi rannsakenda með fjölbreytta sérþekkingu og frá ólíkum bakgrunni. Hópurinn hafi farið á afskekktan stað í Grímsvötnum á Vatnajökli og dvalið í sex daga í skála með einu herbergi og kojum. Staðsetningin hafi orðið fyrir valinu vegna þess að þar megi finna áþekkar aðstæður og þær sem búast má við að finna megi á heimskautum plánetunnar Mars.Geimbúningurinn góði.Mynd/Daniel Leeb.Með í för var Michael Lye, hönnuður MS1 geimbúningsins sem prófaður var, en Lye er bandarískur iðnhönnuður sem unnið hefur með NASA auk þess sem hann er prófessor við Rhode Island School of Design. Aðalmarkmið leiðangursins var að prófa búninginn. Búningurinn var hannaður af Lye ásamt samstarfsaðilum við Rhode Island School of Design í samstarfi við NASA. Búningurinn er svokallaður þjálfunarbúningur sem ætlaður er að hjálpa geimförum og vísindamönnum sem vinna að því að koma mönnuðu geimfari til Mars. Er búningnum ætlað að vera eins líkur þeim geimbúningum sem fyrirséð er að notaðir verði við könnun á Mars. Búningurinn er um 20 kíló, um það bil jafn þungur og reiknað er með að geimbúningar sem notast eigi við á Mars muni vera.Vatnajökull varð fyrir valinu.Mynd/Daniel Leeb.„Ef menn ætla í alvöru að rannsaka möguleikana á langtímabúsetu manna á annað hvort tunglinu eða á mars eða annars staðar í geimnum þarf að byrja þá vegferð með því að gera vettvangsrannsóknir og prófanir á hliðstæðum jarðsvæðum eins og þeim sem hægt er að finna á Íslandi,” er haft eftir Leeb í tilkynningunni. Með í för var einnig Benjamin Pothier frá ESA, evrópsku Geimvísindastofnunni, Helga Kristín Torfadóttir, doktorsnemi í eldfjallafræði við Háskóla Íslands auk annarra sem aðstoðuði við leiðangurinn sem meðal annars kostaður var af United Airlines, Arctic Trucks og Iceland Pro Guides.Leiðangursmeðlimir.Mynd/Daniel Leeb. Geimurinn Skaftárhreppur Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Hópur á vegum Iceland Space Agency dvaldi fyrr í mánuðinum við Grímsvötn á Vatnajökli til þess að safna gögnum og prófa geimbúning sem iðnhönnuður hannaði í samstarfi við NASA, bandarísku geimferðastofnunina. Markmiðið var að kanna hvernig geimbúningurinn virkar í umhverfi sem líkist því sem finna má á Mars, auk þess sem að rannsakað var hvort Grímsvötn séu fýsilegur staður til að hýsa undirbúningsleiðangur fyrir Mars-ferðir.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Iceland Space Agency en þar segir að Daniel Leeb, framkvæmdastjóri ISA, hafi leitt alþjóðlegt teymi rannsakenda með fjölbreytta sérþekkingu og frá ólíkum bakgrunni. Hópurinn hafi farið á afskekktan stað í Grímsvötnum á Vatnajökli og dvalið í sex daga í skála með einu herbergi og kojum. Staðsetningin hafi orðið fyrir valinu vegna þess að þar megi finna áþekkar aðstæður og þær sem búast má við að finna megi á heimskautum plánetunnar Mars.Geimbúningurinn góði.Mynd/Daniel Leeb.Með í för var Michael Lye, hönnuður MS1 geimbúningsins sem prófaður var, en Lye er bandarískur iðnhönnuður sem unnið hefur með NASA auk þess sem hann er prófessor við Rhode Island School of Design. Aðalmarkmið leiðangursins var að prófa búninginn. Búningurinn var hannaður af Lye ásamt samstarfsaðilum við Rhode Island School of Design í samstarfi við NASA. Búningurinn er svokallaður þjálfunarbúningur sem ætlaður er að hjálpa geimförum og vísindamönnum sem vinna að því að koma mönnuðu geimfari til Mars. Er búningnum ætlað að vera eins líkur þeim geimbúningum sem fyrirséð er að notaðir verði við könnun á Mars. Búningurinn er um 20 kíló, um það bil jafn þungur og reiknað er með að geimbúningar sem notast eigi við á Mars muni vera.Vatnajökull varð fyrir valinu.Mynd/Daniel Leeb.„Ef menn ætla í alvöru að rannsaka möguleikana á langtímabúsetu manna á annað hvort tunglinu eða á mars eða annars staðar í geimnum þarf að byrja þá vegferð með því að gera vettvangsrannsóknir og prófanir á hliðstæðum jarðsvæðum eins og þeim sem hægt er að finna á Íslandi,” er haft eftir Leeb í tilkynningunni. Með í för var einnig Benjamin Pothier frá ESA, evrópsku Geimvísindastofnunni, Helga Kristín Torfadóttir, doktorsnemi í eldfjallafræði við Háskóla Íslands auk annarra sem aðstoðuði við leiðangurinn sem meðal annars kostaður var af United Airlines, Arctic Trucks og Iceland Pro Guides.Leiðangursmeðlimir.Mynd/Daniel Leeb.
Geimurinn Skaftárhreppur Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira