Íslenski boltinn

Gary Martin skýtur á gagnrýnendur og birtir hlaupatölurnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gary er hann lék með Val.
Gary er hann lék með Val. vísir/vilhelm
Gary Martin skoraði jöfnunarmark ÍBV sem gerði 1-1 jafntefli við KA í Vestmannaeyjum í gær er liðin mættust í 17. umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Gary gekk í raðir Eyjamanna í sumar eftir að hafa komist að samkomulagi um starfslok hjá Val en Englendingurinn hefur skorað þrjú mörk úr sjö leikjum fyrir botnliðið.

Framherjinn hefur legið undir gagnrýni fyrir að vera of þungur og ekki nægilega hraður í sumar. Þessir gagnrýnendur fengu nokkur skot frá Gary á Twitter eftir leikinn í gær.

„Getur ekki hlaupið, of þungur, of hægur,“ skrifaði Gary á Twitter og birti mynd af hlaupatölum sínum úr leiknum þar sem kemur fram að hann hljóp rúma 11 kílómetra.







Hraðast fór hann upp í 34,5 kílómetra á klukkustund sem er góður hraði en koma Gary til Eyjamanna hefur að minnsta kosti ekki hjálpað þeim upp úr fallsætinu.

Þeir sitja fast við botninn með sex stig eftir sautján leiki. Fimmtán stig eru enn í pottinum og er ÍBV svo gott sem fallið því þrettán stig eru í 10. sætið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×