Óli Stefán: Aðalmarkmiðið að tryggja okkar sess í þessari deild Einar Kárason skrifar 18. ágúst 2019 19:15 Óli Stefán Flóventsson. vísir/bára ,,Þetta er hundfúlt,” sagði Óli Stefán Flóventsson eftir jafnteflið gegn Eyjamönnum. ,,Við erum sjálfum okkur verstir. Við fáum svo flott færi og flottar stöður til að ganga frá þessum leik en á meðan þetta er í járnum getur allt gerst. Við verðum að klára okkar. Við erum klaufar í byrjun seinni hálfleiks þegar við fáum á okkur markið. Þá er fókusinn ekki rétti stilltur og okkur refsað. Þetta er fúlt en við verðum að gjöra svo vel og virða þetta stig.” ,,Það sem ég horfi fyrst og fremst í er að það eru stór batamerki í okkar leik. Við erum búnir að spila leiki þar sem við erum að spila vel og bæta okkar leik. Það er það sem við erum að fókusa á. Að frammistaðan sé góð og við séum félaginu til sóma. Því leytinu til er ég ánægður með liðið í dag en við þurfum að klára þessa stöðu sem við erum komnir í til að fá þrjú stig. Í dag gerðum við það bara ekki og því verðskulduðum við bara eitt.” ,,Þetta var sjálfsagt rétt víti,” sagði Óli um vítaspyrnudóminn. ,,Ég svo sem sá þetta ekki alveg nógu vel. Ég er fyrst og fremst bara ósáttur með okkar innkomu inn í seinni hálfleikinn. Við lögðum áherslu á að við værum tilbúnir. Við stóðum það ekki. Það vantaði fókus á okkar leik og okkur er refsað ef við erum ekki klárir.” KA menn fengu gullið tækifæri til að taka öll stigin í dag þegar þeir fengu vítaspyrnu seint í uppbótartíma síðari hálfleiks. Hallgrímur Mar Steingrímsson fór á punktinn en Halldór Páll varði spyrnu hans. ,,Þetta mun ekki hafa nein áhrif á hann. Við verðum að athuga það að Hallgrímur Mar er búinn að vera frábær í sumar og unnið fullt af punktum fyrir okkur. Við virkum bara þannig að við stöndum saman og núna er það okkar hlutverk að klappa honum á bakið og hjálpa honum áfram. Hann verður örugglega svekktur á heimleiðinni en svo er hann bara klár á næstu æfingu og tilbúinn að gera sitt.” ,,Það er mjög auðvelt að fara þá leið (að svekkja sig) en við kjósum að taka það sem við erum að gera vel og fjölga þeim köflum. Í þessum leik í dag er ekki erfitt að laga þá hluti sem fóru úrskeiðis.” Er KA ekki alltof gott lið til að fara niður? ,,Ég segi það alltaf að við erum að keppa við 11 bestu lið Íslands og við berum virðingu fyrir öllum andstæðingum sem við förum í. Ef við ætlum einhverntímann að halda það að við séum of góðir til að halda að við getum ekki verið í einhvernskonar fallbaráttu þá fyrst erum við í vandræðum. Aðalmarkmið okkar er að tryggja okkar sess í þessari deild” sagði Óli Stefán. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV 1-1 KA │Tíu leikja taphrina Eyjamanna á enda ÍBV náði í sitt fyrsta stig síðan 2.júní þegar KA kom í heimsókn á Hásteinsvöll í Pepsi-Max deild karla í dag. 18. ágúst 2019 17:45 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
,,Þetta er hundfúlt,” sagði Óli Stefán Flóventsson eftir jafnteflið gegn Eyjamönnum. ,,Við erum sjálfum okkur verstir. Við fáum svo flott færi og flottar stöður til að ganga frá þessum leik en á meðan þetta er í járnum getur allt gerst. Við verðum að klára okkar. Við erum klaufar í byrjun seinni hálfleiks þegar við fáum á okkur markið. Þá er fókusinn ekki rétti stilltur og okkur refsað. Þetta er fúlt en við verðum að gjöra svo vel og virða þetta stig.” ,,Það sem ég horfi fyrst og fremst í er að það eru stór batamerki í okkar leik. Við erum búnir að spila leiki þar sem við erum að spila vel og bæta okkar leik. Það er það sem við erum að fókusa á. Að frammistaðan sé góð og við séum félaginu til sóma. Því leytinu til er ég ánægður með liðið í dag en við þurfum að klára þessa stöðu sem við erum komnir í til að fá þrjú stig. Í dag gerðum við það bara ekki og því verðskulduðum við bara eitt.” ,,Þetta var sjálfsagt rétt víti,” sagði Óli um vítaspyrnudóminn. ,,Ég svo sem sá þetta ekki alveg nógu vel. Ég er fyrst og fremst bara ósáttur með okkar innkomu inn í seinni hálfleikinn. Við lögðum áherslu á að við værum tilbúnir. Við stóðum það ekki. Það vantaði fókus á okkar leik og okkur er refsað ef við erum ekki klárir.” KA menn fengu gullið tækifæri til að taka öll stigin í dag þegar þeir fengu vítaspyrnu seint í uppbótartíma síðari hálfleiks. Hallgrímur Mar Steingrímsson fór á punktinn en Halldór Páll varði spyrnu hans. ,,Þetta mun ekki hafa nein áhrif á hann. Við verðum að athuga það að Hallgrímur Mar er búinn að vera frábær í sumar og unnið fullt af punktum fyrir okkur. Við virkum bara þannig að við stöndum saman og núna er það okkar hlutverk að klappa honum á bakið og hjálpa honum áfram. Hann verður örugglega svekktur á heimleiðinni en svo er hann bara klár á næstu æfingu og tilbúinn að gera sitt.” ,,Það er mjög auðvelt að fara þá leið (að svekkja sig) en við kjósum að taka það sem við erum að gera vel og fjölga þeim köflum. Í þessum leik í dag er ekki erfitt að laga þá hluti sem fóru úrskeiðis.” Er KA ekki alltof gott lið til að fara niður? ,,Ég segi það alltaf að við erum að keppa við 11 bestu lið Íslands og við berum virðingu fyrir öllum andstæðingum sem við förum í. Ef við ætlum einhverntímann að halda það að við séum of góðir til að halda að við getum ekki verið í einhvernskonar fallbaráttu þá fyrst erum við í vandræðum. Aðalmarkmið okkar er að tryggja okkar sess í þessari deild” sagði Óli Stefán.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV 1-1 KA │Tíu leikja taphrina Eyjamanna á enda ÍBV náði í sitt fyrsta stig síðan 2.júní þegar KA kom í heimsókn á Hásteinsvöll í Pepsi-Max deild karla í dag. 18. ágúst 2019 17:45 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Leik lokið: ÍBV 1-1 KA │Tíu leikja taphrina Eyjamanna á enda ÍBV náði í sitt fyrsta stig síðan 2.júní þegar KA kom í heimsókn á Hásteinsvöll í Pepsi-Max deild karla í dag. 18. ágúst 2019 17:45