Sinubruninn sagður áminning um að fara varlega með eld við þurran gróður Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2019 14:15 Nokkur eldur kviknaði í sinu vegna flugeldasýningarinnar í gærkvöldi. Mynd/Hákon Sigþórsson Enginn hætta var til staðar þegar kviknaði í sinu út frá flugeldasýningu á bæjarhátíð í Hveragerði í gærkvöldi, að mati varaslökkviliðsstjóra. Eldurinn sé þó áminning um að fara verði varlega með eld og hitagjafa við gróður þegar jarðvegur er þurr eins og hann er nú á Suðurlandi. Formaður hjálparsveitar skáta í Hveragerði segir að kviknað hafi í út frá glóð. Sex slökkviliðsmenn frá brunavörnum Árnessýslu voru um þrjátíu til fjörutíu mínútur að slökkva í eldinum sem kviknaði nærri sundlauginni og lystigarðinum í Laugaskarði á tólfta tímanum í gærkvöldi, að sögn Sverris Hauks Grönli, varaslökkviliðsstjóra. Vitað sé að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldasýningunni á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum. Sverrir Haukur segir jarðveginn þurran þannig að auðveldlega kvikni í gróðri. Í roki eins og gerði í gærkvöldi geti eldur brunnið enn hraðar en ella. Áhorfandi á flugeldasýningunni sagði við Vísi að eitthvað hafi virst hafa farið úrskeiðis. Að minnsta kosti tveir flugeldar hafi ekki farið upp í loftið heldur sprungið við jörðina og kveikt í sinunni. Fólk hafi verið hrætt og forðað sér með grátandi börn. Sævar Logi Ólafsson, formaður Hjálparsveitar skáta í Hveragerði sem sá um flugeldasýninguna, segir hluta úr einni skottertu hafi ringt yfir áhorfendur en það hafi ekki orsakað brunann heldur glóð úr flugeldunum sem skotið var á loft. Björgunarsveitarmennirnir hafi í fyrstu reynt að slökva eldinn en þegar þeir sáu fram á að umfangið væri of mikið hafi þeir kallað á slökkvilið. Sverrir Haukur segir björgunarsveitarmennina hafa brugðist rétt við með því að kalla strax til slökkvilið. Eldurinn hafi litið illa út á myndbandi sem hann segist hafa séð en ástandið hafi þó ekki verið svo slæmt. Engin hætta hafi verið til staðar. Slökkviliðsmenn hafi brugðist hratt og vel við. Hefði meiri hætta verið á ferðum hefði verið hægt að kalla til fjölmennara lið. Spurður að því hvort að til greina hafi komið að hætta við flugeldasýninguna vegna aðstæðna segir Sævar Logi að björgunarsveitarmennirnir hafi metið þær þannig að eldhættan væri ekki eins mikil og raunin varð.Töldu sýninguna á öruggu svæði og viðbúnað til staðar Sækja þarf um leyfi til brunavarna fyrir flugeldasýningu eins og þeirri sem var í Hveragerði í gær. Spurður að því hvort að rétt hafi verið að leyfa sýninguna í gær í ljósi aðstæðna segir Sverrir Haukur að það sé metið í hverju tilfelli fyrir sig. Í þessu tilfelli hafi sýningin verið á tiltölulega öruggu svæði sem er afmarkað við Varmá þar sem lítið sé um gróður. Þá hafi viðbúnaður vegna mögulegrar íkveikju verið til staðar. „Það má alltaf örugglega ræða það. Þetta sýnir okkur bara hvað hann er þurr gróðurinn og þetta er fljótt að gerast. Þetta á að vera áminning fyrir okkur að fara varlega með eld og hitagjafa í kringum gróður,“ segir Sverrir Haukur. Hveragerði Slökkvilið Tengdar fréttir Kviknaði í út frá flugeldasýningu í Hveragerði: „Hér skíðlogar brekkan“ Eldur kviknaði í gróðri út frá flugeldasýningunni á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum á ellefta tímanum í kvöld. Eldurinn varð talsverður að sögn sjónarvotta. 18. ágúst 2019 00:06 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira
Enginn hætta var til staðar þegar kviknaði í sinu út frá flugeldasýningu á bæjarhátíð í Hveragerði í gærkvöldi, að mati varaslökkviliðsstjóra. Eldurinn sé þó áminning um að fara verði varlega með eld og hitagjafa við gróður þegar jarðvegur er þurr eins og hann er nú á Suðurlandi. Formaður hjálparsveitar skáta í Hveragerði segir að kviknað hafi í út frá glóð. Sex slökkviliðsmenn frá brunavörnum Árnessýslu voru um þrjátíu til fjörutíu mínútur að slökkva í eldinum sem kviknaði nærri sundlauginni og lystigarðinum í Laugaskarði á tólfta tímanum í gærkvöldi, að sögn Sverris Hauks Grönli, varaslökkviliðsstjóra. Vitað sé að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldasýningunni á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum. Sverrir Haukur segir jarðveginn þurran þannig að auðveldlega kvikni í gróðri. Í roki eins og gerði í gærkvöldi geti eldur brunnið enn hraðar en ella. Áhorfandi á flugeldasýningunni sagði við Vísi að eitthvað hafi virst hafa farið úrskeiðis. Að minnsta kosti tveir flugeldar hafi ekki farið upp í loftið heldur sprungið við jörðina og kveikt í sinunni. Fólk hafi verið hrætt og forðað sér með grátandi börn. Sævar Logi Ólafsson, formaður Hjálparsveitar skáta í Hveragerði sem sá um flugeldasýninguna, segir hluta úr einni skottertu hafi ringt yfir áhorfendur en það hafi ekki orsakað brunann heldur glóð úr flugeldunum sem skotið var á loft. Björgunarsveitarmennirnir hafi í fyrstu reynt að slökva eldinn en þegar þeir sáu fram á að umfangið væri of mikið hafi þeir kallað á slökkvilið. Sverrir Haukur segir björgunarsveitarmennina hafa brugðist rétt við með því að kalla strax til slökkvilið. Eldurinn hafi litið illa út á myndbandi sem hann segist hafa séð en ástandið hafi þó ekki verið svo slæmt. Engin hætta hafi verið til staðar. Slökkviliðsmenn hafi brugðist hratt og vel við. Hefði meiri hætta verið á ferðum hefði verið hægt að kalla til fjölmennara lið. Spurður að því hvort að til greina hafi komið að hætta við flugeldasýninguna vegna aðstæðna segir Sævar Logi að björgunarsveitarmennirnir hafi metið þær þannig að eldhættan væri ekki eins mikil og raunin varð.Töldu sýninguna á öruggu svæði og viðbúnað til staðar Sækja þarf um leyfi til brunavarna fyrir flugeldasýningu eins og þeirri sem var í Hveragerði í gær. Spurður að því hvort að rétt hafi verið að leyfa sýninguna í gær í ljósi aðstæðna segir Sverrir Haukur að það sé metið í hverju tilfelli fyrir sig. Í þessu tilfelli hafi sýningin verið á tiltölulega öruggu svæði sem er afmarkað við Varmá þar sem lítið sé um gróður. Þá hafi viðbúnaður vegna mögulegrar íkveikju verið til staðar. „Það má alltaf örugglega ræða það. Þetta sýnir okkur bara hvað hann er þurr gróðurinn og þetta er fljótt að gerast. Þetta á að vera áminning fyrir okkur að fara varlega með eld og hitagjafa í kringum gróður,“ segir Sverrir Haukur.
Hveragerði Slökkvilið Tengdar fréttir Kviknaði í út frá flugeldasýningu í Hveragerði: „Hér skíðlogar brekkan“ Eldur kviknaði í gróðri út frá flugeldasýningunni á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum á ellefta tímanum í kvöld. Eldurinn varð talsverður að sögn sjónarvotta. 18. ágúst 2019 00:06 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira
Kviknaði í út frá flugeldasýningu í Hveragerði: „Hér skíðlogar brekkan“ Eldur kviknaði í gróðri út frá flugeldasýningunni á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum á ellefta tímanum í kvöld. Eldurinn varð talsverður að sögn sjónarvotta. 18. ágúst 2019 00:06