Íslenski boltinn

Þorvaldur telur Blika ekki líklega til afreka

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gísli Eyjólfsson og félagar í Breiðabliki eru sjö stigum á eftir toppliði KR.
Gísli Eyjólfsson og félagar í Breiðabliki eru sjö stigum á eftir toppliði KR. vísir/bára
Þorvaldur Örlygsson, sérfræðingur í Pepsi Max-mörkunum, hefur ekki mikla trú á Breiðabliki í Pepsi Max-deild karla.

Hann útilokar að Blikar nái toppliði KR-inga og er ekki viss um liðið haldi 2. sætinu. Breiðablik tekur á móti Val í stórleik 17. umferðar Pepsi Max-deildarinnar annað kvöld. Umferðin hefst í dag með fjórum leikjum.

„Ég hef ekki trú á að neitt lið þjarmi að KR. Þeir eru eiginlega komnir með titilinn í sínar hendar þótt nokkrir leikir séu eftir. KR er búið að vera það traust að ég sé þá ekki tapa öllum leikjunum sem þeir eiga eftir, þótt þeir hafi hikstað aðeins,“ sagði Þorvaldur í samtali við Hörð Magnússon í Sportpakkanum.

„Ég held að aðalmálið hjá Breiðabliki sé að halda 2. sætinu. Það hefur ekki gengið vel fyrir hin liðin að sækja á þá þrátt fyrir að Blikar hafi ekki unnið marga leiki. En miðað við leikina sem Breiðablik á eftir sé ég önnur lið herja á þá, eins og FH, Stjarnan og jafnvel Valur.“

Tveir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í dag. Klukkan 17:00 hefst leikur Grindavíkur og HK og klukkan 19:15 tekur Stjarnan á móti ÍA.

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×