Neytendasamtökin skera upp herör gegn smálánastarfsemi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2019 14:11 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Þorbjörn Þórðarson Neytendasamtökin hafa sent inn umsögn um fyrirhugað frumvarp atvinnuvegaráðuneytisins um til breytingar á lögum til að taka á ólöglegri smálánastarfsemi. Í umsögn Neytendasamtakanna kemur fram að samtökin telji nauðsynlegt að heildstætt átak margra aðila eigi sér stað til þess að unnt sé að tryggja að ólögmæt lánastarfsemi þrífist ekki hérlendis. Samtökin hafa sett fram fimmtán tillögur sem útfærðar eru nánar í umsögninni. Umsögnina í heild sinni má nálgast hér. Atriðin fimmtán má svo sjá hér að neðan:Tryggja þarf að enginn geti greitt hærra hærri vexti enn lög gera ráð fyrir.Smálánafyrirtækjum ber að vera skráningar- og/eða leyfisskylt.Lánveitandi skuli bera sönnunarbyrði fyrir því að lánveitandi sé borgunarmaður fyrir láni.Tilhögun eftirlits með lánafyrirtækjum verði breytt þannig að Fjármálaeftirlitið fari með allt eftirlit og hafi virk úrræði til að bregðast við ólögmætri lánastarfsemi.Regluverki verði breytt þannig að lántakar hafi skýlausan rétt á að fá sundurliðun á lánum, innheimtukostnaði og vöxtum.Þak verði sett á allan innheimtukostnað, þar með talið löginnheimtu, eins og í tilfelli frum- og milliinnheimtu.Virkt eftirlit og úrræði standi neytendum til boða ef verið er að innheimta ólögmætar kröfur. Fjármálaeftirlitið fari með eftirlit með öllum innheimtufyrirtækjum.Endurskoða þurfi verkferla og heimildir fyrirtækja til að skrá aðila á vanskilaskrá. Jafnframt að slíkum fyrirtækjum beri að veita tölulegar upplýsingar úr rekstri sínum um umfang og greiningu vanskila.Bregðast þarf við víðtækum skuldfærsluheimildum í skilmálum þar sem lántakanda er gert að samþykkja t.d. framtíðar skuldfærslur af bankareikningi eða korti.Koma þarf í veg fyrir ágenga markaðssetningu smálánafyrirtækja.Fella smálán undir gildissvið laga um lagaskil á sviði samningaréttar.Lækka þarf hámark árlegrar hlutfallstölu kostnaðar lána.Tryggja þarf neytendum skilvirk og ódýr úrræði til að leita réttar síns vegna brota á lánastarfsemi, innheimtu og skuldfærslu.Tryggja þarf rannsóknir á sviði neytendamála og ekki síst á sviði fjármála.Efla þarf fjármálalæsi og jafnframt að tryggja að umhverfi hins opinbera og atvinnulífs styðji við almenning.Samtökin í góðu sambandi við stjórvöld í baráttunni „Samtökin hafa frá upphafi barist gegn þessum ólöglegu smálánum og í gegnum tíðina höfum við verið stjórnvöldum innan handar við að gera breytingar og við höfum verið mjög dugleg að benda á þetta mein sem smálánin eru. Til dæmis má nefna 2017 skrifuðum við bréf til ráðuneytisins og í kjölfarið var stofnuð smálánanefnd sem skilaði af sér í upphafi árs tillögum og stórri skýrslu,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna í samtali við Vísi. Hann bætir við að undanfarna mánuði hafi samtökin skorið upp herör gegn smálánastarfsemi. „Þessar tillögur eru vonandi lokahnykkurinn í baráttunni því þetta það sem við höfum fundið í baráttunni að skorti í íslenskum lögum að tekið sé á.“ Samtökin telji að með þeim 15 atriðum sem lögð voru til megi endanlega loka fyrir „það mein sem smálán eru.“ Breki segist gera fastlega ráð fyrir því að tillögunum verði vel tekið af ráðuneytinu og þær muni skila árangri. „Ég hef ekki enn hitt einn heiðvirðan einstakling sem er ekki á mót smálánum,“ segir Breki að lokum. Neytendur Smálán Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Neytendasamtökin hafa sent inn umsögn um fyrirhugað frumvarp atvinnuvegaráðuneytisins um til breytingar á lögum til að taka á ólöglegri smálánastarfsemi. Í umsögn Neytendasamtakanna kemur fram að samtökin telji nauðsynlegt að heildstætt átak margra aðila eigi sér stað til þess að unnt sé að tryggja að ólögmæt lánastarfsemi þrífist ekki hérlendis. Samtökin hafa sett fram fimmtán tillögur sem útfærðar eru nánar í umsögninni. Umsögnina í heild sinni má nálgast hér. Atriðin fimmtán má svo sjá hér að neðan:Tryggja þarf að enginn geti greitt hærra hærri vexti enn lög gera ráð fyrir.Smálánafyrirtækjum ber að vera skráningar- og/eða leyfisskylt.Lánveitandi skuli bera sönnunarbyrði fyrir því að lánveitandi sé borgunarmaður fyrir láni.Tilhögun eftirlits með lánafyrirtækjum verði breytt þannig að Fjármálaeftirlitið fari með allt eftirlit og hafi virk úrræði til að bregðast við ólögmætri lánastarfsemi.Regluverki verði breytt þannig að lántakar hafi skýlausan rétt á að fá sundurliðun á lánum, innheimtukostnaði og vöxtum.Þak verði sett á allan innheimtukostnað, þar með talið löginnheimtu, eins og í tilfelli frum- og milliinnheimtu.Virkt eftirlit og úrræði standi neytendum til boða ef verið er að innheimta ólögmætar kröfur. Fjármálaeftirlitið fari með eftirlit með öllum innheimtufyrirtækjum.Endurskoða þurfi verkferla og heimildir fyrirtækja til að skrá aðila á vanskilaskrá. Jafnframt að slíkum fyrirtækjum beri að veita tölulegar upplýsingar úr rekstri sínum um umfang og greiningu vanskila.Bregðast þarf við víðtækum skuldfærsluheimildum í skilmálum þar sem lántakanda er gert að samþykkja t.d. framtíðar skuldfærslur af bankareikningi eða korti.Koma þarf í veg fyrir ágenga markaðssetningu smálánafyrirtækja.Fella smálán undir gildissvið laga um lagaskil á sviði samningaréttar.Lækka þarf hámark árlegrar hlutfallstölu kostnaðar lána.Tryggja þarf neytendum skilvirk og ódýr úrræði til að leita réttar síns vegna brota á lánastarfsemi, innheimtu og skuldfærslu.Tryggja þarf rannsóknir á sviði neytendamála og ekki síst á sviði fjármála.Efla þarf fjármálalæsi og jafnframt að tryggja að umhverfi hins opinbera og atvinnulífs styðji við almenning.Samtökin í góðu sambandi við stjórvöld í baráttunni „Samtökin hafa frá upphafi barist gegn þessum ólöglegu smálánum og í gegnum tíðina höfum við verið stjórnvöldum innan handar við að gera breytingar og við höfum verið mjög dugleg að benda á þetta mein sem smálánin eru. Til dæmis má nefna 2017 skrifuðum við bréf til ráðuneytisins og í kjölfarið var stofnuð smálánanefnd sem skilaði af sér í upphafi árs tillögum og stórri skýrslu,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna í samtali við Vísi. Hann bætir við að undanfarna mánuði hafi samtökin skorið upp herör gegn smálánastarfsemi. „Þessar tillögur eru vonandi lokahnykkurinn í baráttunni því þetta það sem við höfum fundið í baráttunni að skorti í íslenskum lögum að tekið sé á.“ Samtökin telji að með þeim 15 atriðum sem lögð voru til megi endanlega loka fyrir „það mein sem smálán eru.“ Breki segist gera fastlega ráð fyrir því að tillögunum verði vel tekið af ráðuneytinu og þær muni skila árangri. „Ég hef ekki enn hitt einn heiðvirðan einstakling sem er ekki á mót smálánum,“ segir Breki að lokum.
Neytendur Smálán Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira