Mun auðveldara að fá læknistíma á Selfossi með tilkomu teymisvinnu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. ágúst 2019 12:30 Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands en hún var ein af frummælendum á opnum fundi þar sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra kynnti heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga var fundarstjóri. Vísir/Magnús Hlynur Teymisvinna lækna og hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöð Selfoss hefur tekist svo vel að nú komast nánast allir í viðtalstíma hjá lækni innan tveggja daga en áður þurfti fólk að bíða vikum saman eftir að komast til læknis. Eftir símtal við hjúkrunarfræðing fá um sextíu prósent úrlausn sinna mála án þess að þurfa viðtalstíma hjá lækni. Verkefnið um teymisvinnu lækna og hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi hefur heppnast einstaklega vel en það hófst 1. febrúar á þessu ári. Tilgangur teymisvinnunnar er að forgangsraða og dreifa verkefnum á þann fagaðila sem er hæfastur eða best til þess fallinn að sinna þeim hverju sinni. Allir hjúkrunarfræðingar og læknar á heilsugæslustöðinni á Selfossi koma að teymisvinnunni. Inn í teymið fléttast svo starfskraftar sjúkraliða, sálfræðinga, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfara, auk annarra sérfræðinga þegar við á. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands kynnti teymisvinnuna á opnum fundi með heilbrigðisráðherra á Selfossi í vikunni. „Í stað þess að allir séu að hringja inn á morgnanna í kappi við að fá tíma hjá lækni þá hringja hjúkrunarfræðingarnir til baka í alla þá sem óska þess að koma með erindi á heilsugæsluna og sjá til þess að koma erindum í réttan farveg. Þannig að hjúkrunarfræðingarnir eftir eðli erindis geta bókað sjúkling í tíma hjá lækni, annað hvort í tíu mínútur, tuttugu mínútur eða þrjátíu mínútur, eftir því hversu stórt og viðamikið erindið er,“ segir Herdís. Thelma Dröfn Ásmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur að sinna teymisvinnu með því að taka á móti símtali frá skjólstæðingi heilsugæslunnar á Selfossi og aðstoða viðkomandi með sín mál.Vísir/Magnús HlynurHerdís segir að hjúkrunarfræðingarnir séu að hringja daglega um 110 til 200 símtöl. „Það er skemmst frá því að segja að í sextíu prósent tilfella þá geta hjúkrunarfræðingarnir leyst erindið án þess að þú þurfir að panta tíma hjá lækninum og þá ýmist eru erindin leyst af hjúkrunarfræðingnum sjálfum eða í samvinnu að sjálfsögðu við lækni eða þá að erindið fer inn til læknaritara eða leyst með öðrum hætti,“ segir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Herdís segir að með nýja fyrirkomulagi þá komist skjólstæðingar heilsugæslustöðvarinnar miklu fyrr til læknis en áður og þjónustan er orðin mjög markviss og skýr, sem sé mjög ánægjuleg þróun í bættri þjónustu heilsugæslustöðvarinnar á Selfossi. Um 15-18% fleiri komast nú að í hefðbundinn viðtalstíma hjá lækni innan tveggja daga en áður var, sem þakka má teymisvinnunni. Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Teymisvinna lækna og hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöð Selfoss hefur tekist svo vel að nú komast nánast allir í viðtalstíma hjá lækni innan tveggja daga en áður þurfti fólk að bíða vikum saman eftir að komast til læknis. Eftir símtal við hjúkrunarfræðing fá um sextíu prósent úrlausn sinna mála án þess að þurfa viðtalstíma hjá lækni. Verkefnið um teymisvinnu lækna og hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi hefur heppnast einstaklega vel en það hófst 1. febrúar á þessu ári. Tilgangur teymisvinnunnar er að forgangsraða og dreifa verkefnum á þann fagaðila sem er hæfastur eða best til þess fallinn að sinna þeim hverju sinni. Allir hjúkrunarfræðingar og læknar á heilsugæslustöðinni á Selfossi koma að teymisvinnunni. Inn í teymið fléttast svo starfskraftar sjúkraliða, sálfræðinga, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfara, auk annarra sérfræðinga þegar við á. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands kynnti teymisvinnuna á opnum fundi með heilbrigðisráðherra á Selfossi í vikunni. „Í stað þess að allir séu að hringja inn á morgnanna í kappi við að fá tíma hjá lækni þá hringja hjúkrunarfræðingarnir til baka í alla þá sem óska þess að koma með erindi á heilsugæsluna og sjá til þess að koma erindum í réttan farveg. Þannig að hjúkrunarfræðingarnir eftir eðli erindis geta bókað sjúkling í tíma hjá lækni, annað hvort í tíu mínútur, tuttugu mínútur eða þrjátíu mínútur, eftir því hversu stórt og viðamikið erindið er,“ segir Herdís. Thelma Dröfn Ásmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur að sinna teymisvinnu með því að taka á móti símtali frá skjólstæðingi heilsugæslunnar á Selfossi og aðstoða viðkomandi með sín mál.Vísir/Magnús HlynurHerdís segir að hjúkrunarfræðingarnir séu að hringja daglega um 110 til 200 símtöl. „Það er skemmst frá því að segja að í sextíu prósent tilfella þá geta hjúkrunarfræðingarnir leyst erindið án þess að þú þurfir að panta tíma hjá lækninum og þá ýmist eru erindin leyst af hjúkrunarfræðingnum sjálfum eða í samvinnu að sjálfsögðu við lækni eða þá að erindið fer inn til læknaritara eða leyst með öðrum hætti,“ segir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Herdís segir að með nýja fyrirkomulagi þá komist skjólstæðingar heilsugæslustöðvarinnar miklu fyrr til læknis en áður og þjónustan er orðin mjög markviss og skýr, sem sé mjög ánægjuleg þróun í bættri þjónustu heilsugæslustöðvarinnar á Selfossi. Um 15-18% fleiri komast nú að í hefðbundinn viðtalstíma hjá lækni innan tveggja daga en áður var, sem þakka má teymisvinnunni.
Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira