Tyrkjaránsins hefnt? Óttar Guðmundsson skrifar 17. ágúst 2019 08:00 Ég hef ferðast um hina landamæralausu Evrópu síðustu mánuði þar sem passaskoðun heyrir víðast sögunni til. Kom til Tyrklands á dögunum með leiguflugvél gegnum flugvöllinn í Ismir. Glaðlegur landamæravörður leit kæruleysislega á passann minn, brosti og sagði: „Iceland. Við ættum kannski að stoppa ykkur í nokkra klukkutíma.“ Síðan hló hann og bauð mig velkominn til Tyrklands. Mér varð hugsað til hinna nákvæmu og samviskusömu Isavia-manna sem létu grandskoða allan farangur og vegabréf landsliðs Tyrkja í vor. Ástæðan var sögð sú að þeir komu í leiguflugvél frá „óvottuðum“ flugvelli. Isavia-menn báru við alls konar reglugerðum og sögðust í fullum rétti að búa til milliríkjadeilu. Tyrkir hafa ekki gleymt þessu máli og hafa spurt mig hvort Ísland sé lögregluríki þar sem yfirvöld geti sigað embættismönnum á gestkomandi íþróttamenn. Ég hef sagt að þetta sé allt á misskilningi byggt. Alsírskir sjóræningjar komu til Íslands fyrir fjórum öldum. Landsmenn töldu að þeir hefðu verið Tyrkir og íslenskir embættismenn væru af þessum sökum alltaf á varðbergi. Málið þótti minna á gamla Austur-Þýskaland þar sem landamæralöggan var sérlega óþægileg og fór í manngreinarálit. Fyrir nokkrum mánuðum lánaði Isavia ónefndu flugfélagi rúmlega 2 milljarða sem töpuðust allir í gjaldþroti. Auk þess eiga þeir von á himinháum skaðabótum vegna einkennilegrar kyrrsetningar á flugvél. Forsvarsmenn hjá einkafyrirtæki, sem hefðu stefnt í voða vinsamlegum samskiptum og hagsmunum Íslands gagnvart bandalagsríki og auk þess tapað tæpum þremur milljörðum á vafasömum viðskiptum, hefðu sennilega lent í skammarkróknum. Ætli forsvarsmenn Isavia fái ekki riddarakross fyrir vel unnin embættisstörf? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Ég hef ferðast um hina landamæralausu Evrópu síðustu mánuði þar sem passaskoðun heyrir víðast sögunni til. Kom til Tyrklands á dögunum með leiguflugvél gegnum flugvöllinn í Ismir. Glaðlegur landamæravörður leit kæruleysislega á passann minn, brosti og sagði: „Iceland. Við ættum kannski að stoppa ykkur í nokkra klukkutíma.“ Síðan hló hann og bauð mig velkominn til Tyrklands. Mér varð hugsað til hinna nákvæmu og samviskusömu Isavia-manna sem létu grandskoða allan farangur og vegabréf landsliðs Tyrkja í vor. Ástæðan var sögð sú að þeir komu í leiguflugvél frá „óvottuðum“ flugvelli. Isavia-menn báru við alls konar reglugerðum og sögðust í fullum rétti að búa til milliríkjadeilu. Tyrkir hafa ekki gleymt þessu máli og hafa spurt mig hvort Ísland sé lögregluríki þar sem yfirvöld geti sigað embættismönnum á gestkomandi íþróttamenn. Ég hef sagt að þetta sé allt á misskilningi byggt. Alsírskir sjóræningjar komu til Íslands fyrir fjórum öldum. Landsmenn töldu að þeir hefðu verið Tyrkir og íslenskir embættismenn væru af þessum sökum alltaf á varðbergi. Málið þótti minna á gamla Austur-Þýskaland þar sem landamæralöggan var sérlega óþægileg og fór í manngreinarálit. Fyrir nokkrum mánuðum lánaði Isavia ónefndu flugfélagi rúmlega 2 milljarða sem töpuðust allir í gjaldþroti. Auk þess eiga þeir von á himinháum skaðabótum vegna einkennilegrar kyrrsetningar á flugvél. Forsvarsmenn hjá einkafyrirtæki, sem hefðu stefnt í voða vinsamlegum samskiptum og hagsmunum Íslands gagnvart bandalagsríki og auk þess tapað tæpum þremur milljörðum á vafasömum viðskiptum, hefðu sennilega lent í skammarkróknum. Ætli forsvarsmenn Isavia fái ekki riddarakross fyrir vel unnin embættisstörf?
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar