Vilja afleggja golfkort til forréttindahóps Jakob Bjarnar skrifar 16. ágúst 2019 16:15 GSÍ-kortin eru þyrnir í augum margra sem reka golfvelli en handhafar þeirra þurfa aðeins að borga málamyndagjald fyrir það að leika vellina. Golfklúbbur Brautarholts leggur til að útgáfa svokallaðra GSÍ-korta verði hætt eða þau takmörkuð verulega. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birtist á Facebooksíðu Golfklúbbsins. Þar segir að Golfsamband Íslands gefi út tæplega 1.300 slík kort. Handhafi slíks korts getur boðið með sér gesti á alla golfvelli landsins og þurfa þeir sem og handhafar kortanna einungis að greiða 1.500 krónur fyrir að spila á vellinum. Þetta hefur verið þyrnir í augum margra sem reka golfvellina og nú hafa forsvarsmenn Golfklúbbs Brautarholts skorið upp herör gegn kortunum sem þeir segja forréttindakort og lýsi vanvirðu við golfið.Vanvirða við golfið „Þetta verð er sennilega undir 40% af kostnaðarverði. 7% meðlima golfklúbba, 16 ára og eldri á suðvesturhorninu eru því með GSÍ kort. Flestir sem koma með slík kort bjóði með sér gesti. Það eru því nálægt 14% meðlima golfklúbba þar sem njóta þessara kjara.“ Bent er á að þrívegis í sumar hafi komið í Brautarholtið aðilar sem voru með 2 slík kort. „Okkur þykir það vanvirðing við golfið og rekstraraðila golfvalla að verðleggja golfhringi þetta lágt og að veita forréttindahópi slík ofurkjör,“ segir í yfirlýsingunni.Margeir Vilhjálmsson liggur sjaldnast á skoðunum sínum og hann lýsir sig hjartanlega sammála þeim hjá Golfklúbbi Brautarholts. Burtu með kortin.Lengi var það svo að þeir sem voru með slík kort í veski sínu þurftu ekkert að borga. En, því var breytt á þingi GSÍ og þá var tekið upp þetta gjald sem þeir sem reka golfvellina telja algert málamyndagjald.Þeir sem ráða örlögum kortanna eru handhafar þeirra Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri og einn af forsvarsmönnum golfhreyfingarinnar til margra ára, leggur orð í belg á síðu Golfklúbbs Brautarholts. Og lýsir sig hjartanlega sammála. „Burtu með þetta,“ segir Margeir. En, bendir jafnframt á að þar kunni að vera við ramman reip að draga. „En þetta verður lagt fyrir á þingi þar sem fulltrúarnir eru allir korthafar,“ segir Margeir og bendir á að áður hafi verið reynt að skrúfa fyrir þessa fyrirgreiðslu. „Og hverjir skyldu það hafa verið sem helst vildu halda kortunum,“ spyr Margeir og svarið liggur í loftinu: Handhafar kortanna. Golf Reykjavík Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Golfklúbbur Brautarholts leggur til að útgáfa svokallaðra GSÍ-korta verði hætt eða þau takmörkuð verulega. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birtist á Facebooksíðu Golfklúbbsins. Þar segir að Golfsamband Íslands gefi út tæplega 1.300 slík kort. Handhafi slíks korts getur boðið með sér gesti á alla golfvelli landsins og þurfa þeir sem og handhafar kortanna einungis að greiða 1.500 krónur fyrir að spila á vellinum. Þetta hefur verið þyrnir í augum margra sem reka golfvellina og nú hafa forsvarsmenn Golfklúbbs Brautarholts skorið upp herör gegn kortunum sem þeir segja forréttindakort og lýsi vanvirðu við golfið.Vanvirða við golfið „Þetta verð er sennilega undir 40% af kostnaðarverði. 7% meðlima golfklúbba, 16 ára og eldri á suðvesturhorninu eru því með GSÍ kort. Flestir sem koma með slík kort bjóði með sér gesti. Það eru því nálægt 14% meðlima golfklúbba þar sem njóta þessara kjara.“ Bent er á að þrívegis í sumar hafi komið í Brautarholtið aðilar sem voru með 2 slík kort. „Okkur þykir það vanvirðing við golfið og rekstraraðila golfvalla að verðleggja golfhringi þetta lágt og að veita forréttindahópi slík ofurkjör,“ segir í yfirlýsingunni.Margeir Vilhjálmsson liggur sjaldnast á skoðunum sínum og hann lýsir sig hjartanlega sammála þeim hjá Golfklúbbi Brautarholts. Burtu með kortin.Lengi var það svo að þeir sem voru með slík kort í veski sínu þurftu ekkert að borga. En, því var breytt á þingi GSÍ og þá var tekið upp þetta gjald sem þeir sem reka golfvellina telja algert málamyndagjald.Þeir sem ráða örlögum kortanna eru handhafar þeirra Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri og einn af forsvarsmönnum golfhreyfingarinnar til margra ára, leggur orð í belg á síðu Golfklúbbs Brautarholts. Og lýsir sig hjartanlega sammála. „Burtu með þetta,“ segir Margeir. En, bendir jafnframt á að þar kunni að vera við ramman reip að draga. „En þetta verður lagt fyrir á þingi þar sem fulltrúarnir eru allir korthafar,“ segir Margeir og bendir á að áður hafi verið reynt að skrúfa fyrir þessa fyrirgreiðslu. „Og hverjir skyldu það hafa verið sem helst vildu halda kortunum,“ spyr Margeir og svarið liggur í loftinu: Handhafar kortanna.
Golf Reykjavík Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira