Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. ágúst 2019 08:45 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill breytingar á stöðu Ríkisútvarpsins. VÍSIR/VILHELM Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir ráðuneyti sitt leita nú leiða til að „jafna stöðu á auglýsingamarkaði.“ Í undirbúningi sé að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði, sem miðlinum verði svo bætt upp með greiðslum úr ríkissjóði. Heildarfjárheimildir til Ríkisútvarpsins fyrir árið 2019 voru áætlaðar 4,7 milljarðar í síðasta fjárlagafrumvarpi. Lilja viðrar þessa hugmynd í samtali við Morgunblaðið í morgun, eftir að hafa gert slíkt hið sama í Þjóðmálum í upphafi mánaðar. Hún segist vilja að Íslendingar horfi til Norðurlanda í þessum efnum, þar sem ríkisfjölmiðlarnir standi ekki í auglýsingasölu og birtingu, í samkeppni við miðla sem ekki fá milljarða framlag úr ríkissjóði. „Ég teldi farsælast að svo væri líka á Íslandi, ásamt því að vera með styrki til fjölmiðla,“ segir Lilja og vísar þar til fjölmiðlafrumvarpsins sem ríkisstjórnin hefur tekið til umfjöllunnar - þó við litla hrifningu Sjálfstæðisfólks. Í frumvarpinu er lagður til tvíþættur ríkisstuðningur við einkarekna miðla. Annars vegar í formi endurgreiðslu af tilteknum ritstjórnarkostnaði sem þó getur ekki verið meiri en 50 milljónir á ári. Aukinheldur gerir frumvarpið ráð fyrir stuðningi sem nemur allt að 5,15 prósent af launum starfsfólks á ritstjórn, fellur undir lægra skattþrep tekjuskattsstofna.Óánægja Sjálfstæðisfólks Frumvarp Lilju komst ekki til umræðu á Alþingi fyrir sumarleyfi og var það ekki síst vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Þingflokkur lagði mikla áherslu á að frumvarpið tæki „verulegum breytingum“ áður en það yrði lagt fram að nýju í haust, til að mynda þyrfti að taka á málefnum RÚV. „Ef það er einhver alvara í því að styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla þá verða menn að taka á þátttöku RÚV á samkeppnismarkaði þar sem það nýtur yfirburða. Það verður að jafna leikvöllinn,“ eins og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í júní.Ætla má að tillögur Lilju séu einmitt hugsaðar til þess að friða þessar óánægjuraddir innan ríkisstjórnarsamstarfsins. Í Morgunblaðinu í dag segir Lilja að ráðuneyti hennar sé jafnframt að kanna hvernig megi jafna stöðu íslenska og erlendra miðla. Þeir íslensku greiði t.a.m. virðisaukasaktt af auglýsingasölu sem þeir erlendu gera ekki. Með því missi innlendir fjölmiðlar tekjur um leið og ríkið verði af skatttekjum. Þetta sé unnið í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið, sem lýtur stjórn Sjálfstæðismannsins Bjarna Benediktssonar, því um skattamál sé að ræða. Lilja segist vona að tillögur hennar leitt til verulegra breytinga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Veik staða einkarekinna fjölmiðla sé áhyggjuefni. Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vilja verulega breytt fjölmiðlafrumvarp í haust Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill sjá verulegar breytingar á fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Ekki tókst að mæla fyrir frumvarpinu á þessu þingi. 24. júní 2019 06:00 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir ráðuneyti sitt leita nú leiða til að „jafna stöðu á auglýsingamarkaði.“ Í undirbúningi sé að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði, sem miðlinum verði svo bætt upp með greiðslum úr ríkissjóði. Heildarfjárheimildir til Ríkisútvarpsins fyrir árið 2019 voru áætlaðar 4,7 milljarðar í síðasta fjárlagafrumvarpi. Lilja viðrar þessa hugmynd í samtali við Morgunblaðið í morgun, eftir að hafa gert slíkt hið sama í Þjóðmálum í upphafi mánaðar. Hún segist vilja að Íslendingar horfi til Norðurlanda í þessum efnum, þar sem ríkisfjölmiðlarnir standi ekki í auglýsingasölu og birtingu, í samkeppni við miðla sem ekki fá milljarða framlag úr ríkissjóði. „Ég teldi farsælast að svo væri líka á Íslandi, ásamt því að vera með styrki til fjölmiðla,“ segir Lilja og vísar þar til fjölmiðlafrumvarpsins sem ríkisstjórnin hefur tekið til umfjöllunnar - þó við litla hrifningu Sjálfstæðisfólks. Í frumvarpinu er lagður til tvíþættur ríkisstuðningur við einkarekna miðla. Annars vegar í formi endurgreiðslu af tilteknum ritstjórnarkostnaði sem þó getur ekki verið meiri en 50 milljónir á ári. Aukinheldur gerir frumvarpið ráð fyrir stuðningi sem nemur allt að 5,15 prósent af launum starfsfólks á ritstjórn, fellur undir lægra skattþrep tekjuskattsstofna.Óánægja Sjálfstæðisfólks Frumvarp Lilju komst ekki til umræðu á Alþingi fyrir sumarleyfi og var það ekki síst vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Þingflokkur lagði mikla áherslu á að frumvarpið tæki „verulegum breytingum“ áður en það yrði lagt fram að nýju í haust, til að mynda þyrfti að taka á málefnum RÚV. „Ef það er einhver alvara í því að styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla þá verða menn að taka á þátttöku RÚV á samkeppnismarkaði þar sem það nýtur yfirburða. Það verður að jafna leikvöllinn,“ eins og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í júní.Ætla má að tillögur Lilju séu einmitt hugsaðar til þess að friða þessar óánægjuraddir innan ríkisstjórnarsamstarfsins. Í Morgunblaðinu í dag segir Lilja að ráðuneyti hennar sé jafnframt að kanna hvernig megi jafna stöðu íslenska og erlendra miðla. Þeir íslensku greiði t.a.m. virðisaukasaktt af auglýsingasölu sem þeir erlendu gera ekki. Með því missi innlendir fjölmiðlar tekjur um leið og ríkið verði af skatttekjum. Þetta sé unnið í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið, sem lýtur stjórn Sjálfstæðismannsins Bjarna Benediktssonar, því um skattamál sé að ræða. Lilja segist vona að tillögur hennar leitt til verulegra breytinga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Veik staða einkarekinna fjölmiðla sé áhyggjuefni.
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vilja verulega breytt fjölmiðlafrumvarp í haust Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill sjá verulegar breytingar á fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Ekki tókst að mæla fyrir frumvarpinu á þessu þingi. 24. júní 2019 06:00 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Vilja verulega breytt fjölmiðlafrumvarp í haust Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill sjá verulegar breytingar á fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Ekki tókst að mæla fyrir frumvarpinu á þessu þingi. 24. júní 2019 06:00