Mældu geislavirkni í Noregi eftir sprenginguna í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2019 12:27 Skilti við æfingarsvæði rússneska hersins við þorpið Njonoksa í norðvestanverðu Rússlandi. AP/Sergei Yakovlev Geislavarnir Noregs greina geislavirkt joð sem mældist í lofti í norðanverðu landinu nærri landamærunum að Rússlandi dagana eftir sprengingu sem kostaði fimm vísindamenn lífið þar í síðustu viku. Rússar hafa litlar upplýsingar gefið um sprenginguna. Í fyrstu sögðu rússnesk yfirvöld að slys hefði orðið við prófanir á eldflaugarhreyfli með fljótandi eldsneyti á æfingarsvæði hersins nærri borginni Severodvinsk í norðanverðu Rússlandi á fimmtudag fyrir viku. Síðar sagði kjarnorkustofnun Rússlands að sprenging hefði orðið í litlum kjarnaofni og að fimm vísindamenn hennar hefðu látið lífið. Yfirvöld bönnuðu skipaumferð um Dvinaflóa í Hvítahafi í mánuð vegna slyssins. Loftsíur á Svanahöfða í Norður-Noregi við landamærin að Rússlandi tóku upp geislavirkt joð dagana eftir sprenginguna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Slíkt er þó ekki óvanalegt á þeim slóðum. Geislavirkt joð finnst þar sex til átta sinnum á ári, yfirleitt frá óþekktum uppsprettum. „Eins og stendur er ekki hægt að ákvarða hvort að greiningin á joði tengist slysinu í Arkhangelsk í síðustu viku. Geislavarnir halda áfram að taka sýni oftar og greina þau,“ segir í yfirlýsingu geislavarna Noregs.Pútín forseti þegar hann sagði frá nýrri langdrægi stýriflaug í mars í fyrra.Vísir/EPATvennum sögum fer af því hvort að þorp í grennd við sprenginguna í Rússlandi hafi verið rýmd. AP-fréttastofan segir að íbúar í þorpin Njonoksa nærri æfingarsvæði hersins hafi verið beðnir um að yfirgefa heimili sín. Herinn hafi síðan dregið rýminguna til baka. Igor Orlov, ríkisstjóri Arkhangelsk-héraðs, sagði síðar að það væri fáránlegt að því hafi verið haldið fram að íbúar hefðu verið beðnir um að yfirgefa heimili sín. Veðurstofa Rússlands sagði í vikunni að geislun við Severodvinsk hafi aukist allt að sextánfalt eftir sprenginguna. Geislunin náði þó ekki gildum sem væru hættuleg mönnum. TASS-fréttastofan rússneska segir að engu síður hafi heilbrigðisstarfsmenn sem önnuðust fórnarlömb slyssins verið sendir til Moskvu til læknisrannsóknar. Grunur leikur á að sprengingin hafi orðið við tilraunir með nýja tegund kjarnaknúinnar stýriflaugar sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti stærði sig af að gæti náð til allra heimshorna fyrr á þessu ári. Noregur Rússland Tengdar fréttir Geislun margfaldaðist eftir sprenginguna í Rússlandi Mælingar veðurstofu Rússlands á geislun í Severodvinsk stangast á við yfirlýsingar varnarmálaráðuneytisins um að engin aukning hafi orðið í geislun eftir sprengingu á æfingarsvæði hersins í síðustu viku. 13. ágúst 2019 10:42 Óttast að dularfullar sprengingar tengist nýjum kjarnavopnum Kjarnorkustofnun Rússlands viðurkenndi í fyrsta skipti í gær að sprenging hefði orðið í litlum kjarnaofni á fimmtudag. Sjö fórust. 12. ágúst 2019 12:09 Yfirvöld í Rússlandi tjá sig um sprenginguna: „Slysin gerast, því miður“ Yfirvöld í Rússlandi hafa loks tjáð sig sprenginguna sem varð á tilraunasvæði rússneska hersins í nágrenni við borgina Severodvinsk á fimmtudag 13. ágúst 2019 20:00 Geislamengunar vart eftir mannskætt eldflaugarslys Eldflaugarhreyfill sprakk á skotsvæði rússneska sjóhersins með þeim afleiðingum að tveir fórust og sex slösuðust. 8. ágúst 2019 17:47 Fimm nú sagðir látnir í eldflaugarslysi í Rússlandi Engin skýring hefur verið gefin á geislavirkni sem mældist eftir sprenginguna og tilkynning um aukna geislun hvarf skyndilega af netinu í dag. 9. ágúst 2019 22:37 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Geislavarnir Noregs greina geislavirkt joð sem mældist í lofti í norðanverðu landinu nærri landamærunum að Rússlandi dagana eftir sprengingu sem kostaði fimm vísindamenn lífið þar í síðustu viku. Rússar hafa litlar upplýsingar gefið um sprenginguna. Í fyrstu sögðu rússnesk yfirvöld að slys hefði orðið við prófanir á eldflaugarhreyfli með fljótandi eldsneyti á æfingarsvæði hersins nærri borginni Severodvinsk í norðanverðu Rússlandi á fimmtudag fyrir viku. Síðar sagði kjarnorkustofnun Rússlands að sprenging hefði orðið í litlum kjarnaofni og að fimm vísindamenn hennar hefðu látið lífið. Yfirvöld bönnuðu skipaumferð um Dvinaflóa í Hvítahafi í mánuð vegna slyssins. Loftsíur á Svanahöfða í Norður-Noregi við landamærin að Rússlandi tóku upp geislavirkt joð dagana eftir sprenginguna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Slíkt er þó ekki óvanalegt á þeim slóðum. Geislavirkt joð finnst þar sex til átta sinnum á ári, yfirleitt frá óþekktum uppsprettum. „Eins og stendur er ekki hægt að ákvarða hvort að greiningin á joði tengist slysinu í Arkhangelsk í síðustu viku. Geislavarnir halda áfram að taka sýni oftar og greina þau,“ segir í yfirlýsingu geislavarna Noregs.Pútín forseti þegar hann sagði frá nýrri langdrægi stýriflaug í mars í fyrra.Vísir/EPATvennum sögum fer af því hvort að þorp í grennd við sprenginguna í Rússlandi hafi verið rýmd. AP-fréttastofan segir að íbúar í þorpin Njonoksa nærri æfingarsvæði hersins hafi verið beðnir um að yfirgefa heimili sín. Herinn hafi síðan dregið rýminguna til baka. Igor Orlov, ríkisstjóri Arkhangelsk-héraðs, sagði síðar að það væri fáránlegt að því hafi verið haldið fram að íbúar hefðu verið beðnir um að yfirgefa heimili sín. Veðurstofa Rússlands sagði í vikunni að geislun við Severodvinsk hafi aukist allt að sextánfalt eftir sprenginguna. Geislunin náði þó ekki gildum sem væru hættuleg mönnum. TASS-fréttastofan rússneska segir að engu síður hafi heilbrigðisstarfsmenn sem önnuðust fórnarlömb slyssins verið sendir til Moskvu til læknisrannsóknar. Grunur leikur á að sprengingin hafi orðið við tilraunir með nýja tegund kjarnaknúinnar stýriflaugar sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti stærði sig af að gæti náð til allra heimshorna fyrr á þessu ári.
Noregur Rússland Tengdar fréttir Geislun margfaldaðist eftir sprenginguna í Rússlandi Mælingar veðurstofu Rússlands á geislun í Severodvinsk stangast á við yfirlýsingar varnarmálaráðuneytisins um að engin aukning hafi orðið í geislun eftir sprengingu á æfingarsvæði hersins í síðustu viku. 13. ágúst 2019 10:42 Óttast að dularfullar sprengingar tengist nýjum kjarnavopnum Kjarnorkustofnun Rússlands viðurkenndi í fyrsta skipti í gær að sprenging hefði orðið í litlum kjarnaofni á fimmtudag. Sjö fórust. 12. ágúst 2019 12:09 Yfirvöld í Rússlandi tjá sig um sprenginguna: „Slysin gerast, því miður“ Yfirvöld í Rússlandi hafa loks tjáð sig sprenginguna sem varð á tilraunasvæði rússneska hersins í nágrenni við borgina Severodvinsk á fimmtudag 13. ágúst 2019 20:00 Geislamengunar vart eftir mannskætt eldflaugarslys Eldflaugarhreyfill sprakk á skotsvæði rússneska sjóhersins með þeim afleiðingum að tveir fórust og sex slösuðust. 8. ágúst 2019 17:47 Fimm nú sagðir látnir í eldflaugarslysi í Rússlandi Engin skýring hefur verið gefin á geislavirkni sem mældist eftir sprenginguna og tilkynning um aukna geislun hvarf skyndilega af netinu í dag. 9. ágúst 2019 22:37 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Geislun margfaldaðist eftir sprenginguna í Rússlandi Mælingar veðurstofu Rússlands á geislun í Severodvinsk stangast á við yfirlýsingar varnarmálaráðuneytisins um að engin aukning hafi orðið í geislun eftir sprengingu á æfingarsvæði hersins í síðustu viku. 13. ágúst 2019 10:42
Óttast að dularfullar sprengingar tengist nýjum kjarnavopnum Kjarnorkustofnun Rússlands viðurkenndi í fyrsta skipti í gær að sprenging hefði orðið í litlum kjarnaofni á fimmtudag. Sjö fórust. 12. ágúst 2019 12:09
Yfirvöld í Rússlandi tjá sig um sprenginguna: „Slysin gerast, því miður“ Yfirvöld í Rússlandi hafa loks tjáð sig sprenginguna sem varð á tilraunasvæði rússneska hersins í nágrenni við borgina Severodvinsk á fimmtudag 13. ágúst 2019 20:00
Geislamengunar vart eftir mannskætt eldflaugarslys Eldflaugarhreyfill sprakk á skotsvæði rússneska sjóhersins með þeim afleiðingum að tveir fórust og sex slösuðust. 8. ágúst 2019 17:47
Fimm nú sagðir látnir í eldflaugarslysi í Rússlandi Engin skýring hefur verið gefin á geislavirkni sem mældist eftir sprenginguna og tilkynning um aukna geislun hvarf skyndilega af netinu í dag. 9. ágúst 2019 22:37