Daimler sektað um 140 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2019 08:00 Mercedes Benz C350e. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes-Benz, á yfir höfði sér háa sekt fyrir dísilvélasvindl og gæti sektarupphæðin numið 1 milljarði evra, eða um 140 milljörðum króna. Það eru saksóknarar í Stuttgart, heimaborg Mercedes-Benz, sem munu leggja fram sektina á hendur Daimler. Mun sektarupphæðin að líkindum nema 5.000 evrum á hvern þann bíl sem Mercedes-Benz seldi með svindlhugbúnaði og því gæti sektarupphæðin jafnvel orðið hærri en 1 milljarður evra. Rannsóknin á svindli Mercedes-Benz stendur enn yfir og verða lyktir hennar ekki ljósar fyrr en við enda þessa árs. Samkvæmt rannsókninni er líklega um að ræða 280.000 Benz-bíla af gerðunum C-Class og E-Class og hefur Mercedes-Benz verið gert að innkalla alla þessa bíla og lagfæra þá svo búnaður þeirra falli að lögum. Líklega verður Daimler einnig ákært af bandarískum yfirvöldum af sömu ástæðu. Þýsk yfirvöld hafa þegar lagt sektir á Volkswagen upp á 1 milljarð evra, Audi 800 milljónir evra, Porsche 535 milljónir evra og Bosch, sem hannaði svindlhugbúnaðinn, upp á 90 milljónir evra. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent
Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes-Benz, á yfir höfði sér háa sekt fyrir dísilvélasvindl og gæti sektarupphæðin numið 1 milljarði evra, eða um 140 milljörðum króna. Það eru saksóknarar í Stuttgart, heimaborg Mercedes-Benz, sem munu leggja fram sektina á hendur Daimler. Mun sektarupphæðin að líkindum nema 5.000 evrum á hvern þann bíl sem Mercedes-Benz seldi með svindlhugbúnaði og því gæti sektarupphæðin jafnvel orðið hærri en 1 milljarður evra. Rannsóknin á svindli Mercedes-Benz stendur enn yfir og verða lyktir hennar ekki ljósar fyrr en við enda þessa árs. Samkvæmt rannsókninni er líklega um að ræða 280.000 Benz-bíla af gerðunum C-Class og E-Class og hefur Mercedes-Benz verið gert að innkalla alla þessa bíla og lagfæra þá svo búnaður þeirra falli að lögum. Líklega verður Daimler einnig ákært af bandarískum yfirvöldum af sömu ástæðu. Þýsk yfirvöld hafa þegar lagt sektir á Volkswagen upp á 1 milljarð evra, Audi 800 milljónir evra, Porsche 535 milljónir evra og Bosch, sem hannaði svindlhugbúnaðinn, upp á 90 milljónir evra.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent