10 milljónir Mini-bíla framleiddar Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2019 07:00 10 milljónasta Mini-bílnum fagnað. Starfsmenn breska bílaframleiðandans Mini fögnuðu þeim áfanga fyrr í þessum mánuði að framleiddur var 10 milljónasti Mini-bíllinn í verksmiðju Mini í Oxford. Mini hefur verið framleiddur í 60 ár, frá árinu 1959. Til ársins 2000 voru framleiddir 5,3 milljón Mini-bílar og á þessum tíma var Mini í breskri eigu. Síðan BMW keypti Mini árið 2000 hefur framleiðslan þar af leiðandi alls náð 4,7 milljónum bíla. Nú í dag eru um 1.000 Mini-bílar framleiddir á dag og nýr Mini-bíll kemur af færiböndunum á 67 sekúndna fresti. Megnið af bílunum er framleitt í Bretlandi, eða um 80% þeirra, en um 20% í Hollandi. Mini var í eigu British Motor Corporation árin 1959 til 1968, British Leyland frá 1968 til 1986 og Rover Group frá 1986 til 2000. Þegar Mini-bíllinn var hannaður var helsta ástæða smæðar hans bensínskorturinn sem ríkti í heiminum um þær mundir vegna Súesdeilunnar. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Bretland Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent
Starfsmenn breska bílaframleiðandans Mini fögnuðu þeim áfanga fyrr í þessum mánuði að framleiddur var 10 milljónasti Mini-bíllinn í verksmiðju Mini í Oxford. Mini hefur verið framleiddur í 60 ár, frá árinu 1959. Til ársins 2000 voru framleiddir 5,3 milljón Mini-bílar og á þessum tíma var Mini í breskri eigu. Síðan BMW keypti Mini árið 2000 hefur framleiðslan þar af leiðandi alls náð 4,7 milljónum bíla. Nú í dag eru um 1.000 Mini-bílar framleiddir á dag og nýr Mini-bíll kemur af færiböndunum á 67 sekúndna fresti. Megnið af bílunum er framleitt í Bretlandi, eða um 80% þeirra, en um 20% í Hollandi. Mini var í eigu British Motor Corporation árin 1959 til 1968, British Leyland frá 1968 til 1986 og Rover Group frá 1986 til 2000. Þegar Mini-bíllinn var hannaður var helsta ástæða smæðar hans bensínskorturinn sem ríkti í heiminum um þær mundir vegna Súesdeilunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Bretland Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent