Salan í Evrópu fallið um 7,9 prósent fyrri hluta árs Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Frá einni af þýsku hraðbrautunum. Á fyrri helmingi ársins féll bílasala í Evrópu um 7,9% og salan í júní féll um 9,2% og fór 1,62 milljón bílum í 1,49 milljón bíla, en þó er rétt að hafa í huga að tveimur færri söludagar voru í júní nú en í fyrra. Sem fyrr er misjafnt gengi hjá bílaframleiðendum og féll sala Nissan mest í júní, eða um heil 26,6%. Sala Volvo-bíla féll líka um 21,7%, hjá Honda um 15,4%, hjá Fiat Chrysler um 13,5%, 10,1% hjá BMW og 9,6% hjá Volkswagen Group. Örlítið skárra gengi var hjá Mercedes Benz en samt sölufall um 8,2% og það sama var upp á teningnum hjá Peugeot-Citroën. Sala Renault féll þó aðeins um 3,9%. Þessi dræma sala bíla í Evrópu veldur bílaframleiðendum áhyggjum en ekki síður veldur það þeim áhyggjum að á stærsta bílamarkaði heims í Kína minnkaði salan um heil 14% á fyrri helmingi ársins, en þar seldust þó rétt tæpar 10 milljónir bíla. Í Bandaríkjunum minnkaði salan um 1,9%, á Indlandi um 10,9%, en aðeins um 0,3% í Japan. Eina stóra landið sem salan jókst í á fyrstu 6 mánuðum ársins var í Brasilíu, en þar jókst hún um 10,9%. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður
Á fyrri helmingi ársins féll bílasala í Evrópu um 7,9% og salan í júní féll um 9,2% og fór 1,62 milljón bílum í 1,49 milljón bíla, en þó er rétt að hafa í huga að tveimur færri söludagar voru í júní nú en í fyrra. Sem fyrr er misjafnt gengi hjá bílaframleiðendum og féll sala Nissan mest í júní, eða um heil 26,6%. Sala Volvo-bíla féll líka um 21,7%, hjá Honda um 15,4%, hjá Fiat Chrysler um 13,5%, 10,1% hjá BMW og 9,6% hjá Volkswagen Group. Örlítið skárra gengi var hjá Mercedes Benz en samt sölufall um 8,2% og það sama var upp á teningnum hjá Peugeot-Citroën. Sala Renault féll þó aðeins um 3,9%. Þessi dræma sala bíla í Evrópu veldur bílaframleiðendum áhyggjum en ekki síður veldur það þeim áhyggjum að á stærsta bílamarkaði heims í Kína minnkaði salan um heil 14% á fyrri helmingi ársins, en þar seldust þó rétt tæpar 10 milljónir bíla. Í Bandaríkjunum minnkaði salan um 1,9%, á Indlandi um 10,9%, en aðeins um 0,3% í Japan. Eina stóra landið sem salan jókst í á fyrstu 6 mánuðum ársins var í Brasilíu, en þar jókst hún um 10,9%.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður