Johnson sakar andstæðinga Brexit um samvinnu við ESB Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2019 17:01 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, telur andstæðinga Brexit ganga erinda Evrópusambandsins. Vísir/EPA Breskir þingmenn sem vonast til þess að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings eiga í „hræðilegri samvinnu“ við sambandið, að mati Boris Johnson, forsætisráðherra. Forseti neðri deildar Bandaríkjaþings útilokar fríverslunarsamning við Bretland verði ákvæði útgöngusamnings um Írland rift. Johnson greip til hernámstals þegar hann var spurður út í hvort að breska þingið gæti lagt stein í götu hans hvað varðaði að draga Bretland úr Evrópusambandinu án samnings 31. október í fyrirspurnartíma á Facebook í dag. Forsætisráðherrann hefur heitið því að útgangan fari fram þá, með eða án samnings við Evrópusambandið. „Þetta er hræðileg tegund samvinnu í reynd á milli þeirra sem telja sig geta stöðvað Brexit á þingi og evrópskra vina okkar,“ sagði Johnson. Virtist hann þannig tala um andstæðinga útgöngunnar á sama hátt og þá sem vinna með hernámsliði. Sakaði Johnson fulltrúa Evrópusambandsins jafnframt um að neita að miðla málum. Því lengur sem þráteflið ríkti, því líklegri yrði útganga án samnings.Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ætlar ekki að samþykkja fríverslunarsamning við Bretland ef útgangan úr ESB skapar glundroða á Írlandi.Vísir/EPAÚtilokar fríverslunarsamning ef friður verður ekki tryggður Harðlínumenn innan Íhaldsflokksins hafa krafist þess að írska baktryggingin svonefnda verði felld úr útgöngusamningnum sem Theresa May, forveri Johnson í embætti, gerði við sambandið. Það er ákvæði sem er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands við útgöngu Bretlands. Fulltrúar Evrópusambandsins og Írlands hafa ekki tekið það í mál. Sumir óttast að friðarsamkomulagið sem gert var á Norður-Írlandi árið 1998 og kennt er við föstudaginn langa gæti verið í hættu verði landamæraeftirliti komið upp á Írlandi. Í þann hóp bættist Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Hún sagði ekki koma til greina að skrifa undir fríverslunarsamning við Bretland eftir útgönguna grafi hún undan friðsamkomulaginu á Írlandi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Hvert sem formið verður er ekki hægt að leyfa Brexit að ógna samkomulagi frá föstudeginum langa, þar á meðal fyrirstöðulausum landamærum Írlands og Norður-Írlands,“ sagði Pelosi en Demókrataflokkur hennar er með meirihluta í fulltrúadeildinni. Ummæli Pelosi koma í kjölfar þess að Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump forseta, sögðu Bandaríkjastjórn tilbúna að gera fríverslunarsamning við Breta um leið og þeir ganga úr Evrópusambandinu. Bolton sagðist jafnframt styðja útgöngu Breta án samnings eftir að hann fundaði með Johnson í gær.John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, sagði Breta fyrsta í röðinni eftir fríverslunarsamningi þegar þeir ganga úr Evrópusambandinu þegar hann heimsótti London í gær.Vísir/AP Bandaríkin Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bandaríkin tilbúin að semja við Bretland eftir Brexit Eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu verður Bandaríkjastjórn tilbúin að skrifa undir fríverslunarsamning, að sögn bandaríska utanríkisráðherrans. 7. ágúst 2019 21:21 Flestir Bretar vilja ganga úr ESB sama hvað það kostar Skoðanakönnun leiðir í ljós að fleiri vilja að forsætisráðherra Bretlands beiti allra bragða til að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu en eru mótfallnir því. 14. ágúst 2019 11:13 Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár Fjármálaráðherrann hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi. 9. ágúst 2019 18:41 Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. 14. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Breskir þingmenn sem vonast til þess að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings eiga í „hræðilegri samvinnu“ við sambandið, að mati Boris Johnson, forsætisráðherra. Forseti neðri deildar Bandaríkjaþings útilokar fríverslunarsamning við Bretland verði ákvæði útgöngusamnings um Írland rift. Johnson greip til hernámstals þegar hann var spurður út í hvort að breska þingið gæti lagt stein í götu hans hvað varðaði að draga Bretland úr Evrópusambandinu án samnings 31. október í fyrirspurnartíma á Facebook í dag. Forsætisráðherrann hefur heitið því að útgangan fari fram þá, með eða án samnings við Evrópusambandið. „Þetta er hræðileg tegund samvinnu í reynd á milli þeirra sem telja sig geta stöðvað Brexit á þingi og evrópskra vina okkar,“ sagði Johnson. Virtist hann þannig tala um andstæðinga útgöngunnar á sama hátt og þá sem vinna með hernámsliði. Sakaði Johnson fulltrúa Evrópusambandsins jafnframt um að neita að miðla málum. Því lengur sem þráteflið ríkti, því líklegri yrði útganga án samnings.Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ætlar ekki að samþykkja fríverslunarsamning við Bretland ef útgangan úr ESB skapar glundroða á Írlandi.Vísir/EPAÚtilokar fríverslunarsamning ef friður verður ekki tryggður Harðlínumenn innan Íhaldsflokksins hafa krafist þess að írska baktryggingin svonefnda verði felld úr útgöngusamningnum sem Theresa May, forveri Johnson í embætti, gerði við sambandið. Það er ákvæði sem er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands við útgöngu Bretlands. Fulltrúar Evrópusambandsins og Írlands hafa ekki tekið það í mál. Sumir óttast að friðarsamkomulagið sem gert var á Norður-Írlandi árið 1998 og kennt er við föstudaginn langa gæti verið í hættu verði landamæraeftirliti komið upp á Írlandi. Í þann hóp bættist Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Hún sagði ekki koma til greina að skrifa undir fríverslunarsamning við Bretland eftir útgönguna grafi hún undan friðsamkomulaginu á Írlandi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Hvert sem formið verður er ekki hægt að leyfa Brexit að ógna samkomulagi frá föstudeginum langa, þar á meðal fyrirstöðulausum landamærum Írlands og Norður-Írlands,“ sagði Pelosi en Demókrataflokkur hennar er með meirihluta í fulltrúadeildinni. Ummæli Pelosi koma í kjölfar þess að Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump forseta, sögðu Bandaríkjastjórn tilbúna að gera fríverslunarsamning við Breta um leið og þeir ganga úr Evrópusambandinu. Bolton sagðist jafnframt styðja útgöngu Breta án samnings eftir að hann fundaði með Johnson í gær.John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, sagði Breta fyrsta í röðinni eftir fríverslunarsamningi þegar þeir ganga úr Evrópusambandinu þegar hann heimsótti London í gær.Vísir/AP
Bandaríkin Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bandaríkin tilbúin að semja við Bretland eftir Brexit Eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu verður Bandaríkjastjórn tilbúin að skrifa undir fríverslunarsamning, að sögn bandaríska utanríkisráðherrans. 7. ágúst 2019 21:21 Flestir Bretar vilja ganga úr ESB sama hvað það kostar Skoðanakönnun leiðir í ljós að fleiri vilja að forsætisráðherra Bretlands beiti allra bragða til að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu en eru mótfallnir því. 14. ágúst 2019 11:13 Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár Fjármálaráðherrann hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi. 9. ágúst 2019 18:41 Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. 14. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Bandaríkin tilbúin að semja við Bretland eftir Brexit Eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu verður Bandaríkjastjórn tilbúin að skrifa undir fríverslunarsamning, að sögn bandaríska utanríkisráðherrans. 7. ágúst 2019 21:21
Flestir Bretar vilja ganga úr ESB sama hvað það kostar Skoðanakönnun leiðir í ljós að fleiri vilja að forsætisráðherra Bretlands beiti allra bragða til að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu en eru mótfallnir því. 14. ágúst 2019 11:13
Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár Fjármálaráðherrann hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi. 9. ágúst 2019 18:41
Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. 14. ágúst 2019 07:00