Tímapantanir í skimun vegna krabbameins margfaldast Sighvatur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 12:00 Deildarstjóri hjá Krabbameinsfélaginu segir að aukin notkun samfélagsmiðla við markaðsstarf hafi þau áhrif að fleiri konur en áður óska eftir skoðun. Getty/Dan Kitwood Tímapantanir í skimun vegna krabbameins hafa margfaldast hjá Krabbameinsfélaginu. Deildarstjóri leitarstöðvar félagsins segir að tilraunaverkefni sé að skila árangri, þar sem konum sem koma í fyrsta sinn er boðin gjaldfrjáls skoðun. Krabbameinsfélag Íslands boðar konur á aldrinum 23-65 ára í leghálsskimun á þriggja ára fresti. 40-69 ára konur eru boðaðar í brjóstamyndatöku á tveggja ára fresti. Halldóra Hálfdánardóttir, deildarstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, segir að 800 tölvupóstar hafi beðið starfsmanna eftir fjögurra vikna sumarfrí, stærstur hluti þeirra hafi verið vegna tímapantana. Vanalega hafi póstar vegna tímapantana verið á bilinu 2-300 eftir sumarfrí starfsmanna. Halldóra segir þetta vera í takti við að þátttaka í skimun hafi verið betri síðustu mánuði en áður.Konur eru greinilega að taka við sér og átta sig á því hvað það er mikilvægt að mæta í skimun. „Það hefur verið heilmikil umfjöllun í fjölmiðlum um starfið hér og annað slíkt. Við höfum líka verið að auglýsa grimmt. Það virðist vera að skila sér. Hann hefur margfaldast fjöldinn þar sem konur eru að óska eftir tímum í skimun hjá okkur.“Boð um gjaldfrjálsa skoðun skilar árangri Tilraunaverkefni var sett á laggirnar fyrr á árinu til að bregðast við því að yngri konur mættu síður í skoðun en þær eldri. Fyrstu árgöngum er boðið upp á gjaldfrjálsa skoðun. Annars vegar er konum sem verða 23 ára á árinu boðið í sína fyrstu leghálsskimun og hins vegar er konum sem verða fertugar á árinu boðið í fyrstu brjóstamyndatökuna. „Við sjáum það strax, án þess að geta tekið það algjörlega út, en svo sannarlega hefur fjöldi skoðana kvenna í þessum árgöngum aukist mikið frá því sem hefur verið,“ segir Halldóra.Eruð þið farin að nálgast fólk með öðrum hætti en með gömlu góðu bréfunum? „Já, boðsbréfin eru ennþá send út í bréfpósti. Hins vegar erum við farin að nota samfélagsmiðla miklu meira en verið hefur áður til þess að auglýsa okkur. Konur sem eru á þessum ákveðna aldri fá skilaboð inn á samfélagsmiðlana sína.“ Um þriggja vikna bið er eftir leghálsskimun. Lengri bið er yfirleitt eftir brjóstamyndatöku. Halldóra Hálfdánardóttir, deildarstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, segir að reynt verði að bæta við tímum eftir þörfum. Hún bendir konum á að hafa samband til að kanna hvort tímar losni fyrr. Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Tímapantanir í skimun vegna krabbameins hafa margfaldast hjá Krabbameinsfélaginu. Deildarstjóri leitarstöðvar félagsins segir að tilraunaverkefni sé að skila árangri, þar sem konum sem koma í fyrsta sinn er boðin gjaldfrjáls skoðun. Krabbameinsfélag Íslands boðar konur á aldrinum 23-65 ára í leghálsskimun á þriggja ára fresti. 40-69 ára konur eru boðaðar í brjóstamyndatöku á tveggja ára fresti. Halldóra Hálfdánardóttir, deildarstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, segir að 800 tölvupóstar hafi beðið starfsmanna eftir fjögurra vikna sumarfrí, stærstur hluti þeirra hafi verið vegna tímapantana. Vanalega hafi póstar vegna tímapantana verið á bilinu 2-300 eftir sumarfrí starfsmanna. Halldóra segir þetta vera í takti við að þátttaka í skimun hafi verið betri síðustu mánuði en áður.Konur eru greinilega að taka við sér og átta sig á því hvað það er mikilvægt að mæta í skimun. „Það hefur verið heilmikil umfjöllun í fjölmiðlum um starfið hér og annað slíkt. Við höfum líka verið að auglýsa grimmt. Það virðist vera að skila sér. Hann hefur margfaldast fjöldinn þar sem konur eru að óska eftir tímum í skimun hjá okkur.“Boð um gjaldfrjálsa skoðun skilar árangri Tilraunaverkefni var sett á laggirnar fyrr á árinu til að bregðast við því að yngri konur mættu síður í skoðun en þær eldri. Fyrstu árgöngum er boðið upp á gjaldfrjálsa skoðun. Annars vegar er konum sem verða 23 ára á árinu boðið í sína fyrstu leghálsskimun og hins vegar er konum sem verða fertugar á árinu boðið í fyrstu brjóstamyndatökuna. „Við sjáum það strax, án þess að geta tekið það algjörlega út, en svo sannarlega hefur fjöldi skoðana kvenna í þessum árgöngum aukist mikið frá því sem hefur verið,“ segir Halldóra.Eruð þið farin að nálgast fólk með öðrum hætti en með gömlu góðu bréfunum? „Já, boðsbréfin eru ennþá send út í bréfpósti. Hins vegar erum við farin að nota samfélagsmiðla miklu meira en verið hefur áður til þess að auglýsa okkur. Konur sem eru á þessum ákveðna aldri fá skilaboð inn á samfélagsmiðlana sína.“ Um þriggja vikna bið er eftir leghálsskimun. Lengri bið er yfirleitt eftir brjóstamyndatöku. Halldóra Hálfdánardóttir, deildarstjóri leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, segir að reynt verði að bæta við tímum eftir þörfum. Hún bendir konum á að hafa samband til að kanna hvort tímar losni fyrr.
Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira