Eistar á bremsunni með hugmynd um lengstu lestargöng heims Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. ágúst 2019 23:30 Göngin yrðu alls um 103 kílómetrar að lengd. Mynd/Finest Bay Development Yfirvöld í Eistlandi vilja fá nánari upplýsingar um fjármögnum og viðskiptaáætlun lengstu lestarganga heims sem fyrirhuguð eru og eiga að tengja saman Eistland og Finnland, áður en þau gefa grænt ljós á framkvæmdina og nánari undirbúning hennar. Göngin eiga að liggja undir Eystrasaltið og tengja saman Helsinki og Tallín, höfuðborgir ríkjanna tveggja. Alls er áætlað að göngin verði yfir 100 kílómetrar að lengd, sem myndi gera þau umtalsvert lengri en Gotthard-göngin í Sviss, sem eru efst á lista yfir lengstu lestargöng í heiminum, 57 kílómetra löng. Verkefnið er hugarfóstur finnska frumkvöðulsins Peter Vesterbacka sem starfaði hjá Rovio-leikjafyrirtækinu sem framleiddi Angry Birds tölvuleikinn vinsæla. Fyrr á árinu var tilkynnt að búið væri að tryggja fjármögnun jarðgangagerðarinnar að fullu, alls 15 milljarða evra, um tvö þúsund milljarða króna, frá kínverska fjárfestingasjóðnum China’s Touchstone Capital Partners.Þróunaraðilar hafa háleitar hugmyndir um framtíð svæðisins sem göngin eiga að liggja um, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.Yfirvöld í Eistlandi telja sig þó þurfa ítarlegri upplýsingar um verkefnið áður en að hægt verði að samþykkkja það af hálfu Eista. „Við þurfum nánari upplýsingar um hvaðan peningarnir munu koma og hversu háa fjárhæð er verið að tala um,“ sagði Taavi Aas, fjármálaráðherra Eistlands í viðtali við Bloomberg. „Er hægt að tryggja að verkefnið verði klárað fari það af stað? Við höfum ekki fengið skýr svör frá þróunaraðilunum um hversu margir farþegar er áætlað að muni ferðast um göngin,“ bætti hann við.Ekki ný hugmynd Hugmyndir um göng undir Eystrasaltið til að tengja höfuðborgirnar tvær saman eru ekki nýjar af nálinni. Þannig kom fram í fýsileikakönnun sem yfirvöld í Finnlandi og Eistlandi létu nýverið gera að slík göng gætu verið arðbær svo lengi sem Evrópusambandið myndi dekka 40 prósent af kostnaði við framkvæmdir á bilinu 13-20 milljarða evra, um 1.800-2.800 milljarða króna. Ekki er þó gert ráð fyrir aðkomu ESB í þeirri tillögu sem Eistar krefjast nú meiri upplýsinga um, enda yrði um einkaframkvæmd að ræða. Í bréfi til þróunaraðila verkefnisins frá Jaak Aab, ráðherra í ríkisstjórn Eistlands, kom meðal annars fram að ríkisstjórnin teldi ekki raunhæft að hægt væri að opna göngin árið 2024 eins og þróunaraðilar stefna að. Í fýsileikakönnuninni sem Eistar og Finnar létu gera á síðasta ári kom fram að jarðgangagerðin tæki 15 ár. Finnska ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu til verkefnisins og það er ekki á stefnuskrá hennar að sögn skrifstofustjóra hjá finnska samgönguráðuneytinu. Þó hafi óformlegar viðræður við yfirvöld í Eistlandi átt sér stað. Talsmaður þróunaraðila segir að unnið sé að því að afla þeirra upplýsinga sem eistnesk yfirvöld hafa krafist. Í samtali við Bloomberg segir Aab þó að verkefnið krefjist aðkomu yfirvalda í löndunum tveimur, jafn vel þótt að þróunaraðilarnir kæri sig ekki um aðstoð þeirra. Eistland Finnland Kína Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Sjá meira
Yfirvöld í Eistlandi vilja fá nánari upplýsingar um fjármögnum og viðskiptaáætlun lengstu lestarganga heims sem fyrirhuguð eru og eiga að tengja saman Eistland og Finnland, áður en þau gefa grænt ljós á framkvæmdina og nánari undirbúning hennar. Göngin eiga að liggja undir Eystrasaltið og tengja saman Helsinki og Tallín, höfuðborgir ríkjanna tveggja. Alls er áætlað að göngin verði yfir 100 kílómetrar að lengd, sem myndi gera þau umtalsvert lengri en Gotthard-göngin í Sviss, sem eru efst á lista yfir lengstu lestargöng í heiminum, 57 kílómetra löng. Verkefnið er hugarfóstur finnska frumkvöðulsins Peter Vesterbacka sem starfaði hjá Rovio-leikjafyrirtækinu sem framleiddi Angry Birds tölvuleikinn vinsæla. Fyrr á árinu var tilkynnt að búið væri að tryggja fjármögnun jarðgangagerðarinnar að fullu, alls 15 milljarða evra, um tvö þúsund milljarða króna, frá kínverska fjárfestingasjóðnum China’s Touchstone Capital Partners.Þróunaraðilar hafa háleitar hugmyndir um framtíð svæðisins sem göngin eiga að liggja um, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.Yfirvöld í Eistlandi telja sig þó þurfa ítarlegri upplýsingar um verkefnið áður en að hægt verði að samþykkkja það af hálfu Eista. „Við þurfum nánari upplýsingar um hvaðan peningarnir munu koma og hversu háa fjárhæð er verið að tala um,“ sagði Taavi Aas, fjármálaráðherra Eistlands í viðtali við Bloomberg. „Er hægt að tryggja að verkefnið verði klárað fari það af stað? Við höfum ekki fengið skýr svör frá þróunaraðilunum um hversu margir farþegar er áætlað að muni ferðast um göngin,“ bætti hann við.Ekki ný hugmynd Hugmyndir um göng undir Eystrasaltið til að tengja höfuðborgirnar tvær saman eru ekki nýjar af nálinni. Þannig kom fram í fýsileikakönnun sem yfirvöld í Finnlandi og Eistlandi létu nýverið gera að slík göng gætu verið arðbær svo lengi sem Evrópusambandið myndi dekka 40 prósent af kostnaði við framkvæmdir á bilinu 13-20 milljarða evra, um 1.800-2.800 milljarða króna. Ekki er þó gert ráð fyrir aðkomu ESB í þeirri tillögu sem Eistar krefjast nú meiri upplýsinga um, enda yrði um einkaframkvæmd að ræða. Í bréfi til þróunaraðila verkefnisins frá Jaak Aab, ráðherra í ríkisstjórn Eistlands, kom meðal annars fram að ríkisstjórnin teldi ekki raunhæft að hægt væri að opna göngin árið 2024 eins og þróunaraðilar stefna að. Í fýsileikakönnuninni sem Eistar og Finnar létu gera á síðasta ári kom fram að jarðgangagerðin tæki 15 ár. Finnska ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu til verkefnisins og það er ekki á stefnuskrá hennar að sögn skrifstofustjóra hjá finnska samgönguráðuneytinu. Þó hafi óformlegar viðræður við yfirvöld í Eistlandi átt sér stað. Talsmaður þróunaraðila segir að unnið sé að því að afla þeirra upplýsinga sem eistnesk yfirvöld hafa krafist. Í samtali við Bloomberg segir Aab þó að verkefnið krefjist aðkomu yfirvalda í löndunum tveimur, jafn vel þótt að þróunaraðilarnir kæri sig ekki um aðstoð þeirra.
Eistland Finnland Kína Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Sjá meira